Dagur - 19.12.1983, Page 8

Dagur - 19.12.1983, Page 8
8 - DAGUR - 19. desember 1983 Janúar: „KA með 6 titla - Þórsarar með 3“ sagði í fyrstu fyrirsögn á fyrstu íþróttasíðu ársins og fjallaði um Ak- ureyrarmótið í innanhússknatt- spyrnu sem haldið var í lok ársins 1982. Eins og fram kemur í fyrir- sögninni vegnaði KA vel þar í bar- áttu við erkifjandann. „Það er frágengið að hann leikur með okkur næsta sumar,“ sagði hins vegar Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs glaður í bragði er það var gert opin- skátt að Þorsteinn Ólafsson myndi leika í markinu hjá Þór á komandi keppnistímabili. KA-menn svöruðu með því að efna til fagnaðar þar sem þeir minnt- ust 55 ára afmælis félagsins og buðu þeir bæði upp á afmælishátíð í íþróttahöllinni og f Sjallanum um kvöldið þar sem þeir iðkuðu fót- mennt sfna af krafti. Jóhann Sigurðsson körfuknatt- leikskappi úr Þór var ekki eins glaður og hafði upp á lítið að halda. Hann sleit nefnilega liðbönd á fæti á síðustu æfingu fyrir áramótin og var úr leik það sem eftir lifði keppnistímabilsins. Júdómenn á Akureyri slitu hins vegar ekki neitt er þeir héldu sitt Ylismót. Þeir hnoðuðu hverjum öðrum í gólfið af krafti og þegar upp var staðið reyndist Benedikt Ing- ólfsson KA hafa sigrað í léttasta flokki, Broddi Magnússon Þór í 75 kg flokki og Þorsteinn Hjaltason í flokki þeirra þyngstu. Á sama tíma og Þórsarar voru að fá til sín markvörð í knattspyrnunni spurðist það út að Aðalsteinn Jó- hannsson markvörður KA væri á förum til Eyja. Fór um marga KA- menn við fregnir þessar enda fór svo að Aðalsteinn gekk til liðs við ÍBV þegar kom fram á vorið. Rúnar Þór Björnsson var kjörinn „íþróttamaður ársins 1982“ hjá fé- lagi fatlaðra á Akureyri og Gunnar nokkur Níelsson baðvörður í íþróttahöllinni sem öllu íþróttafólki er að góðu kunnur fékk mokkajakka einn mikinn á afmælishátíð KA. Þórsarar með hinn svarta Robert McField urðu fyrstir til að sigra Hauka í 1. deiidinni í körfuknattleik og „stóðu áhorfendur lengi vel og fögnuðu sigrinum" eins og sagði í frásögn Dags. Úrslitin 91:100 eftir framlengdan leik og skoraði sá svarti alls 61 af stigum Þórsara eða nákvæmlega 61% af stigum þeirra að sögn reiknivélarinnar. „Tvöfaldur sigur Nönnu“ sagði í fyrirsögn eftir fyrstu skíðamót vetrarins sem voru Svigmót Þórs og Stórsvigmót KA og Nanna átti eftir að bæta við ýmsum skrautfjöðrum í skíðahúfuna sín áður en keppnis- tímabilið var úti. Akureyringar og Húsvíkingar kepptu í badminton og sigruðu þeir fyrmefndu með 33 vinningum gegn 6 en Húsvíkingar hótuðu hefndum að ári. KA hafði yfirburði í Akureyrar- mótinu í handknattleik karla er liðið tók Þór í kennslustund og sigraði 25:15. „KA er með miklu sterkara lið og eru styrkleikaflokki fyrir ofan okkur,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfári Þórs og tók ósigrinum af karlmennsku eins og hans var von og vísa. Febrúar: Akureyringar gerðu það gott á „Hermannsmótinu" á skíðum í Hlíðarfjalli og hlutu 10 af 12 verð- launum sem keppt var um. Nanna Leifsdóttir sigraði að sjálfsögðu tvöfalt. KA hafði örugga forustu í 2. deildinni í handboltanum þegar þrjár umferðir voru eftir fyrir auka- keppni 4 efstu liðanna. „Bautamótið" í innanhússknatt- spyrnu var haldið í íþróttahöllinni og kepptu þar 14 lið. Til úrslita léku Þór og Reynir Árskógsströnd og sigraði Þór með 11 mörkum gegn tveimur. Jón Þór Gunnarsson hefur verið einn skæðasti golfari á Norðurlandi undanfarin ár og hann var sigursæll á árinu. Nú dvelur hann við nám í Bandaríkjunum, en golfkylfurnar fóru með og hann æfir ytra við fyrsta flokks aðstæður. Það má því vænta þess að hann eigi enn eftir að bæta við sig. Kristján Olgeirsson þjálfaði lið Völsungs í 2. deildinni sl. sumar. Þessi gamalreyndi landsliðasmaður þótti standa sig vel utan vallar sem innan og andstæðingar hans voru ekki öfundsverðir. „Tígriskötturinn“ Kári Elíson hafði í mörg hom að líta á árínu. Það lá við að rekja mætti slóð hans því hvar sem hann keppti fuku íslands- metin um koll og hefur Kári nú sett vel yfir 150 met á ferli sínum. Eiríkur Eiríksson markvörður Þórs í knattspyrnu tilkynnti að hann myndi leika með Reyni Árskógs- strönd á komandi keppnistímabili og þjálfa liðið einnig. Alfreð og Gunnar aftur með KA?, spurði íþróttafréttamaður Dags spenntur 17. febrúar. Málin áttu eftir að skýrast, og á þann veg eins og allir vita að hvorugur leikur með KA í handboltanum í vetur og eru þeir bræður reyndar báðir í Þýskalandi við keppni eins og kunn- ugt er. Margir fengu ómjúkar byltur á Júdómóti Júdóráðs Akureyrar en þar mættu 40 keppendur til leiks. Magnús Hauksson, Margrét Þráins- dóttir, Runólfur Gunnlaugsson, Sævar Kristjánsson, Halldór Guð- björnsson, Ómar Sigurðsson og Bjarni Friðriksson unnu í hinum ýmsu flokkum sem keppt var í á mótinu. KA vann góðan sigur 20:19 gegn einu af toppliðunum í 2. deildinni í handbolta, sigraði Gróttu á heima- velli en Þórsarar töpuðu tvívegis í körfuboltanum, fyrir Haukum og ÍS. Blakmenn sátu heldur ekki að- gerðarlausir, Bjarmi úr Fnjóskadal sigraði Vfking 3:2 og UMSE tók Víkinga í karphúsið daginn eftir og kramdi þá 3:0. Mars: Körfuknattleiksmenn Þórs fengu loksins að keppa í íþróttahöllinni því þar höfðu verið settar upp körf- ur þeim til undrunar. Þeir héldu upp á daginn með 87:86 sigri gegn ÍS í æsispennandi leik. Norðlenskir keppendur voru sig- ursælir á Bikarmóti SSÍ í Skálafelli við Reykjavík. Gottlieb Konráðs- son Ólafsfirði, Finnur V. Gunnars- son Ólafsfirði og Baldvin Kárason frá Siglufirði héldu heim á leið með öll gullverðlaunin sem keppt var um. KA komst áfram í Bikarkeppni HSÍ með sigri á Fylki en útséð var með að Þórsarar kæmust í 2. deild- ina í handknattleiknum eftir ósigur gegn Reyni Sandgerði. Körfuknattleikskappinn Robert McField sem leikið hafði með Þór stakk af öllum að óvörum og hélt til Bandaríkjanna án þess að tala við nokkurn mann, og skildu Þórsarar ekkert í því hvað hafði hlaupið í manninn . . . Kári „Tígrisköttur" Elíson vann besta afrekið á Akureyrarmótinu í kraftlyftingum, lyfti samtals 542,5 kg. Þór vann tvo auðvelda sigra gegn Borgnesingum í 1. deildinni í körfu- knattleik og Gottlieb Konráðsson sigraði í karlaflokki á fyrsta minn- ingarmótinu um bræður hans Frí- mann og Nývarð sem létust í bílslysi í Ólafsfjarðarmúla sumarið 1982. Á sama tíma voru Akureyringar og Siglfirðingar að leika bæjakeppni í badminton og sigraði Akureyri létt með 16:8. Lyftingakappar frá Akureyri sóttu fimm gullverðlaun á íslands- mótið í kraftlyftingum í Reykjavík. Nú voru knattspyrnumenn komnir á stjá og Þór og KA léku æfingaleik á alhvítum Sanavellinum og lauk honum með sigri Þórs 3:1. Að því loknu héldu Þórsarar f æfinga- og keppnisferð til Danmerkur. Apríl: Landsmót skíðamanna var haldið á ísafirði um páskana og Nanna Leifs- dóttir hélt þar uppteknum hætti. „Nanna Leifsdóttir skíðadrottning íslands" sagði í frétt Dags af mót- inu. Þá voru keppendur frá Ólafs- firði mjög sigursælir í norrænu greinunum að venju. Það kom því ekki á óvart er Nanna var kjörin „íþróttamaður Akureyrar 1982“ enda hafði hún sigrað í öllum mótum sem hún tók þátt í. Nanna var því í góðu skapi þessa dagana og það voru KA-menn einnig þvf KA var komið í 1. deild handboltans eftir harða úrslita- keppni 4 liða. Unglingameistaramót íslands á skíðum var hatdið með pomp og prakt í Hlíðarfjalli og að venju voru norðlenskir keppendur framarlega í flestum greinum og Akureyringar, Húsvíkingar, Ólafsfirðingar og Sigl- firðingar atkvæðamiklir við verð- launasöfnun. Þá voru Andrésar- andar leikarnir í Hlíðarfjalli og mættu þar um 400 börn og unglingar til leiks. Maí: Tími vetraríþrótta var að líða undir lok. 40 unglingar kepptu í Akureyr- armóti í badminton og fimleikafólk hélt einnig sitt mót og boðuð voru „vertíðarlok" í Hlíðarfjalli. Knatt- spyrnumenn voru að taka völdin. Fyrsti opinberi leikurinn var viðureign Þórs og KS í Vormóti KRA og sigraði Þór 3:0 en daginn eftir er KS mætti KA var „steindautt jafntefli“ eins og sagði í fyrirsögn Dags. Kári „Tígrisköttur" Elíson hélt áfram að setja íslandsmet í kraft- lyftingum, lyfti nú 161 kg í bekk- pressu en síðan hefur hann marg- bætt það met sitt. Einn mesti „drulluleikur“ sem sést hefur lengi var háður á Sana- velli er KA og Þór léku til úrslita í Vormóti KRA. Völlurinn var eitt drullusvað og leikmenn svakalegir útlits í leikslok, en þá hafði hvort lið sögðu knattspymumenn á Siglufirði 18. maí. - „Ástandið á vellinum okkar er alveg hryllilegt,“ sagði líka Frímann Gunnlaugsson formaður vallarnefndar Golfklúbbs Akureyr- ar en á velli klúbbsins að Jaðri var mikill snjór yfir öllu. íslandsmótið í knattspyrnu hófst og tapaði Þór í 1. deildinni fyrir Skagamönnum 0:1. Gunnar Gísla- son skoraði hins vegar „þrennu“ gegn Reyni í 2. deild og KÁ sigraði 4:1. Kristján Olgeirsson sendi „þmmufleyg" í mark Víðis úr Garði og Völsungur vann þar 2:0 sigur. Þá gerði Þór jafntefli við KR í Reykjavík 1:1 og boltinn var sem sagt kominn á fulla ferð. Tindastólsmenn byrjuðu vel í 3. deildinni unnu Sindra frá Hornafirði og Þrótt Neskaupstað í tveimur fyrstu leikjum sínum og Voru vel að sigrunum komnir. Gunnar Gíslason meiddist hins vegar illa í landsleik gegn Spánverjum á Laugardalsvelli og var frá í nokkurn tíma. Júní: „Ölvaðir áhorfendur voru með dólgshátt og það var varla friður til að spila knattspyrnu," sagði KA- maðurinn Jóhann Jakobsson eftir leik KS og KA á Siglufirði. Úrslitin 2:2 og það voru „mörk á heimsmæli- kvarða" eins og sagði í frásögn Dags. Þórsarar sátu einir á botni 1. deildar eftir 4 umferðir. Höfðu að- eins 2 stig en þeir áttu eftir að bæta stöðu sína er kom fram á sumarið. KA var hins vegar í efsta sæti 2. deildar og Tindastóll efst í b-riðli 3. deildarinnar. Nú tryggði Guðjón Guð- mundsson Þór annað stigið í leik liðsins gegn ÍBV. „Þrumuskalli“ Nanna Leifsdóttir fagnaði oft sigri á árinu, og einnig þvi að vera kjörin „íþróttamaður ársins á Akureyri“. skorað eitt mark og það nægði Þór til sigurs í mótinu. - Sfðan fóru Þórsarar til Húsavíkur í æfingaleik gegn Völsungum og fengu varmar móttökur og unnu heimamenn með 3:0. „Við erum að leita að vellinum,“ Guðjón jafnaði metin 1:1. - Gunnar Gíslason var kominn í slaginn með KA eftir meiðslin og fékk rauða spjaldið í leik KA og Völsunga sem Völsungarnir unnu 1:0. Enn var Guðjón Guðmundsson að útbýta „þrumufleygum" sínum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.