Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 16
WILLYS VARAHLUTIR Nýjar reglur um leiktækjastofur Á fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir helgina voru samþykktar nýjar reglur fyrir leiktækja- stofur, sem m.a. fela það í sér að ekki má reka leiktæki, þó að um aukastarfsemi sé að ræða, nema hafa til þess tilskil- in leyfi og greiða af þeim gjöld. Þá er ekki gert ráð fyrir að fé- lög geti fengið einkaleyfir á rekstri leiktækja. Greinin í lögreglusamþykkt Akureyrar, sem lagt er til að verði breytt, hljóði svo, sam- kvæmt þessum tillögum: „Enginn má starfrækja leik- tækjastofu eða selja aðgang að leiktækjum, þ.e. spilakössum, knattborðum eða rafeindatækj- um, einum eða fleirum, nema hann hafi til þess ieyfi lögreglu- stjóra, sem gefur þau út að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Leyfi skal gefa út til eins árs í senn á nafn einstaklings og er staðbundið og óframseljanlegt. Bæjarstjórn ákveður gjald fyrir leyfið. Sé rekstur leiktækja hluti af æskulýðs- eða félagsstarfsemi má fella niður leyfisgj aldið. Óheimilt er að selja börnum innan 14 ára aðgang að leiktækj- um. Miðað er við fæðingarár. Leiktæki má reka frá kl. 15-23.30 daglega.“ Síðan er getið um þá hátíðar- og helgindaga sem ekki má hafa leiktæki opin og miðast að mestu við helgidag þjóðkirkjunnar og að starfsmenn megi ekki vera yngri en 18 ára. Síðan er fjallað um reglu, hreinlæti og ónæði og ef brotið er gegn reglum eða starfsemi þykir ekki fara vel fram má svipta leyfishafa leyfinu, að undangenginni aðvörun. Meiri- hlutinn samþykkti þetta í bæjar- ráði á fimmtudag og málið fer fyrir bæjarstjórn á morgun. Jólaverslunin hægt af stað „Við erum ánægðir með heild- ina og ég hygg að verslunin í desember það sem af er, sé ívið meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Alfreð Almars- son, Vöruhússtjóri hjá KEA, þegar Dagur spurðist fyrir um jólaverslunina fyrir helgina. Birkir Skarphéðinsson hjá Amaro tók í sama streng og hann og Alfreð voru einnig sammála um ástæðuna fyrir svo góðri verslun, þrátt fyrir minnkandi kaupgetu almennings. Þeir bentu á, að lífsgæðakapphlaupið hefði hægt á sér sjálfkrafa, sérstaklega hjá ungu fólki. Þar af leiðandi væri ekki fjárfest eins mikið í dýrum hlutum, eins og íbúðum og bílum, einfaldlega vegna þess að peningar lægju ekki á lausu til þess. Fyrir vikið hefði fólk nú meiri „vasapeninga" á milli hand- anna til daglegrar neyslu. Stefán Jónasson hjá Bókabúð Jónasar var ekki á sama máli. Hann taldi söluna í ár ekki nema um 35-40% hærri en í fyrra f krónum talið, en á sama tíma hefði vöruverð hækkað um nær 70-80%. „Hins vegar er ég ekki að kvarta og jólasalan er ekki nema rétt hálfnuð. Síðustu dag- arnir fyrir jól eru „stórir“, alla vega hjá bóksölum, þannig að við sjáum fram á annasama viku,“ sagði Stefán. Sigbjörn Gunnarsson, kaup- maður í Sporthúsinu, sagði sömu sögu og Stefán. „Verslun er minni í magni heldur en var sl. jól,“ sagði Sigbjörn. „Það er eng- in spurning, enda hefur verðlag hækkað 70-100% frá í fyrra, en launin ekki nema um 55%, þann- ig að það getur aldrei orðið sama verslun í ár. Þar að auki skilst mér að gengið sé hart fram í inn- heimtu á opinberum gjöldum, á sama tíma og fólk á í mesta basli. Það kemur einnig niður á versl- uninni,“ sagði Sigbjörn Gunnars- son. „Jólaverslunin fór hægt í gang, en mér sýnist samt stefna í svip- aða verslun og í fyrra,“ sagði Jens Ólafsson, verslunarstjóri í Kjörmarkaði KEA. Hann gat þess jafnframt, að hamborgar- hryggur væri vinsælasti jólamat- urinn, en rjúpur væru einnig vin- sælar. Þær kosta 120 krónur í fiðrinu og 135 krónur allsnaktar. 300 farþegar á Akureyrarflugvelli - Blárefir, hvítrefir og silfurrefir frá Noregi „Þessi dýr koma frá Noregi; frá bændum I nágrenni Ála- sunds, sem hafa fengið allt að því helmingi hærra verð fyrir sín skinn heldur en íslenskir refabændur, þannig að við ger- um okkur góðar vonir um vænlegan árangur af þessum kynbótum,“ sagði Haukur Halldórsson formaður Sam- bands íslenskra Ioðdýrarækt- enda, í samtali við Dag. Dýrin sem Haukur talar um eru 307 refir, sem komu með leiguþotu Flugleiða til landsins frá Noregi fyrir helgina. Hér var um að ræða blárefi, hvítrefi (shadow) og silfurrefi, en þeir síðastnefndu hafa ekki verið til hér á landi fyrr. Hins vegar hafa silfurrefaskinn verið í mjög háu verði að undanförnu. A nýaf- stöðnum uppboðum í Helsing- fors, Osló, Kaupmannahöfn og London hafði meðalverð silfur- refaskinna hækkað um 35%, á sama tíma og blárefaskinn lækk- uðu heldur í verði. Verð á minkaskinnum hækkaði hins veg- ar um nær 10%. Refirnir sem komu fyrir helg- ina fóru á fimm einangrunarbú; á Glæsibæ og Ytri-Bakka í Eyja- firði, Hólum í Hjaltadal, Húsa- tóftum á Skeiðum og silfurrefirn- ir fara að Hofi í Vatnsdal. Það eru hins vegar margir loðdýra- bændur, sem standa að innflutn- ingnum á dýrunum, og þeir fá dýrin þegar sóttkví verður aflétt, eftir 1-2 ár. Byrjað verður að para refina í febrúar og í vor fæðast fyrstu hvolparnir. Það er Loðdýrarækt- unarfélag Eyjafjarðar, sem sér um rekstur búanna tveggja við Eyjafjörð, á meðan dýrin eru í sóttkví. Veður „Það verður óbreytt ástand á Norðurlandi í dag og á morgun,“ sagði Eyjólfur Þorbjömsson veðurfræðing- ur er við ræddum við hann í „Það verður áfram frem- ur austlæg átt, fremur hæg og það verður áfram milt. Það er svo að sjá að þetta veðnr vari næstu 2 sólar- hringa en eftir það fer að halla til norð-austurs og kótna.“ # Minna um jólaskreytingar Jólaskreytingar á Akureyri virðast vera með minna móti að þessu sinni og raunar virðist svo sem þær dragist saman með ári hverju. Þær skreytingar sem helst ber á f miðbænum eru Ijósaræmurn- ar og grenigreinarnar sem teygja sig upp eftir Ijósa- staurunum á Ráðhústorgi. (Hvernig er það - var ekki einhvern tfma jólatré þar frá einhverjum vinabæ, eins og svo vfða f kaupstöðum iandsins?). Þá má nefna KEA-stjörnuna við hótelið, skreytinguna upp með kirkju- tröppunum, Amaro haia- stjörnuna og perurnar fram- an við JMJ. Ekkert hefur að þessu sinnf bólað á jólaljós- unum yfir Skipagötunni. Þá eru og ónefnd nokkur jólatré á stangli um bælnn. Utiser- íum á heimahúsum fer fækk- andi ár frá ári. # Jólaljósum stolið Hvað veldur er ekki gott að segja. ( kreppunni sem nú er talin rfkja sparar fólk kannski við sig á þessu sviði og bæjaryfirvöld einnig. Er Iftið nema gott eitt um það að segja, þó nokkur sjónarsvipt- ir sé að. Ef til vill er það Ifka kreppumerki að sum jólatrén f bænum fá ekki frið fyrir óráðvöndum mönnum. T.d. hefur jólatréð við Glerárskóla ekki fengið að vera f friði og er jólaljósunum af því ýmist stolið eða þau brotln. Ekki er hægt að kenna þetta ungling- um, þvf að sögn fróðra manna hafa fullorðnir menn sést á vakki við tréð. # Andleg kreppa Tæplega er það efnahagsleg kreppa sem veldur þvf að menn leggjast svo lágt að stela þessum gleðigjafa, sem jólaljósin eiga að vera og eru, frá samborgurum sínum. Það er mlklu fremur um andlega kreppu að ræða, vanþroska og brenglað siðgæðismat, svipað þvf og þeir eru haldnir sem stálu kirkjumunum úr Hallgrfmskirkju á dögunum. Við segjum nú einfaldlega hór í S og S: Svei, þessum óþokkum, hvort sem þeir stela úr kirkjum eða stela og brjóta jólaijós. Aðelns eitt getur komið f veg fyrir að menn ástundi þetta og það er hræðslan við aimennlngsállt- ið. Fólk ætti að hafa opln aug- un og tilkynna það umsvlfa- laust ef það verður vart við þetta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.