Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 15
13. janúar 1984 - DAGUR - 15 „Eru þetta einkamál örfárra aðila sem sitja á Alþingi?“ - segir Öm Björnsson bóndi í V.-Húnavatnssýslu um fyrirhugaða breytingu á kjördæmaskipan Örn Björnsson bóndi á Gauks- mýri í Kirkjuhvammshreppi í V.-Húnavatnssýslu er einn þeirra manna sem mest hafa haft sig í frammi vegna undir- skriftasöfnunar í V.-Húna- vatnssýslu þar sem mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun aiþingis- manna. Þeir sem að þessari undirskriftasöfnun standa vonast til að um 90-95% at- kvæðisbærra V.-Húnvetninga muni skrifa undir áður en upp verður staðið. Þá mun undir- skriftasöfnun vera að fara af stað á Siglufirði og jafnvel víðar um landið. „Það er vitað að innan allra stjórnmálaflokkanna á höfuð- borgarsvæðinu hafa verið starf- andi nefndir til þess að finna auð- veldustu leiðina til þess að jafna vægi atkvæða og réttlæta fjölgun þingmanna. Það hefur lítið heyrst frá þessum nefndum, enda þegjandi samkomulag um að vekja ekki nátttröll og aðra vætti dreifbýlisins enda vilja þeir vera búnir að koma sér saman um hlut- ina áður en okkur dreifbýlisbúum verður réttur matseðillinn og skipað að éta það sem í pottinum er,“ sagði Örn er við ræddum við hann. „Svo er það spurningin um stjórnarskrána og kosningalögin. Eru þetta einkamál örfárra aðila sem sitja á Alþingi, og hugsan- lega örfárra einstaklinga í háum stöðum innan stjórnmálaflokk- anna í Reykjavík? Ég hef litið svo á að stjórnarskráin og kosn- ingalögin séu í raun helgasti hornsteinn hvers og eins einstakl- ings í landinu. Það er því skrítið þegar þessir aðilar taka sig saman um að gera þá hluti sem nú er í raun og veru búið að gera. Við búum í litlu samfélagi og við eigum kröfu á því að það sé höfð frammi viðleitni til þess að jafna kjör allra þegna þess. Það er ósæmilegt að heyra til þeirra sem hafa búið og búa við best kjörin í þessu landi hafa uppi öf- undarnudd vegna þess að á síð- asta áratug hefur verið uppi nokkur viðleitni til þes að skjóta traustari stoðum undir vanrækt atvinnulíf margra hinna dreifðu staða á landinu. Það kemur oft í huga mér þeg- ar ég er við mína vinnu úti í fjósi að eitt mesta vandamál okk- ar sem framleiðum mjólk er bar- áttan við gerlana. Gerlarnir í mjólkinni hafa þá tilhneigingu að vilja fjölga sér og það er ná- kvæmlega það sama sem er að gerast á Alþingi með þingmenn- ina okkar, þeir virðast hafa til- hneigingu til þess að vilja fjölga sér sjálfir án þess að það sé nokk- uð til hagsbóta. Þetta er að vísu ekki sami stofninn en þetta er ekki ósvipað. Ef við förum ekki af stað til þess að reyna að brjóta þetta niður þá er það komið í gegn. Þetta nudd í sambandi við vægi atkvæða sem haldið hefur verið fram er ekki rétt. Því hefur verið haldið fram að vægi atkvæða sé allt upp í 1 á móti 4 eða jafnvel 1 á móti 5 hjá þeim öfgafyllstu. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er einn á móti 2.5 eins og staðan er í dag, ef menn nenna að reyna að hugsa um þessa hluti. Ég vann 16 ár á skrifstofu í Reykjavík og er búinn að búa hérna fyrir norðan í 7 ár. Augu mín fyrir þessum mikla aðstöðu- mun opnuðust ekki fyrr en ég flutti hingað, sá þetta og fann sjálfur. Það sem mér sárnar mest er hugsunarháttur margra á landsbyggðinni sem hugsa sem svo, hvað skyldum við vera að skipta okkur af þessu, við fáum að lifa. Menn hafa ekki þorað að hugsa og beita sér. En það er komin upp slík hreyfing hérna að það er alveg sama við hvaða V,- Húnvetning þú talar og spyrð um kjördæmamálið eða kosningalög, þeir kunna það jafnvel betur en faðirvorið. Við höfum verið með fjöldann allan af fundum hér og á einn þeirra komu sjáifstæðismennirnir Jón Magnússon og Friðrik Sófus- son. Þeir ætluðu sér heldur betur að taka sveitamennina og stinga upp í þá enda um að ræða menn sem eru skólaðir upp af forustu Sjálfstæðisflokksins. En þessir menn fóru heldur betur vel nest- aðir heim, enda viðurkenndu þeir það í lok fundarins að þeir hefðu ekki búist við að menn væru búnir að kynna sér þessi mál svona vel sem raun bar vitni,“ sagði Örn. gk Kópasker: Uggvænlegur samdráttur - á tjölda Frá Pétri Þorgrímssyni, fréttarítara Dags á Kópaskerí: Óvenju snjólétt hefur verið hér í vetur og kvaddi gamia árið með blíðskaparveðri og sóttu margir bæjarbúar brennu sem kveikt var í um kl. 21 á gamlárskvöld. Á nýársnótt versnaði hins vegar veður og var hið versta veður hér í byrj- un nýárs. Segja má að hér sé næg atvinna eins og stendur en atvinna hér samanstendur af rækjuvinnslu, úrvinnslu landbúnaðarafurða svo og ýmissi þjónustustarfsemi við byggðarlagið. Á vegum Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga fer fram vinnsla ýmissa landbúnaðaraf- urða s.s. sláturgerð, sviðaverkun, gerð hangikjöts og fleira. Við þetta vinna nú u.þ.b. 20 manns. Rækjuveiðar eru nú stundaðar á tveim bátum og hafa þær geng- sláturfjár ið nokkuð vel miðað við að nú hefur gengið í garð stysti sólar- gangur ársins. Það hefur vakið nokkurn ugg hér hve fækkun sauðfjár til slátr- unar hefur orðið mikill. Á árun- um 1976 til 1979 nam fjöldi slát- urfjár u.þ.b. 30 þúsund á ári en undanfarin tvö ár hefur fjöldinn aðeins verið um 24 þúsund hvort ár. Þetta er mikill samdráttur því mjög lítið hefur komið í staðinn en hér byggja um 90% bænda af- komu sína á framleiðslú sauðfjár- afurða og takmörk eru fyrir því hve mikinn samdrátt byggðarlag- ið þolir. Rekstrarfjárstaða KNÞ á Kópaskeri var erfið á nýliðnu ári, sem og víðast annars staðar í okkar þjóðfélagi en með hækk- andi sól og lækkandi verðbólgu lítum við hér á Kópaskeri nokk- uð bjartari augum á komandi tíma. helgum degi Texti: Mark. 10, 13-16. Slíkra er Guðs ríki Lítil böm vom borin til Jesú. Þau gátu ekki komið sjálf. Jesús tók á móti með gleði þessum ósjálfbjarga bömum, sem ekkert höfðu fram að bera annað en líf sitt og framtíð. Hann blessaði þau og sagði við lærisveina sína: „Leyfið bömunum að koma til mín, vamið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki.“ Guðs ríki er fyrir þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir, og veita enga mótspymu en leyfa Jesú að frelsa sig. Leggjum okkur sjálf og nýtt ár í hendur Jesú og leyf- um honum að ráða í lífi okkar. Þá munum við hljóta blessunar- ríkt ár. Til umhugsunar: Varnið eigi 1 Hindraðu ekki blessun Guðs í að komast að í lífi þínu með því að taka völdin frá Guði og ganga á eigin vegum. Varnið eigi 2 Þeir sem ekki þekkja Guð og kærleika hans eru háðir því að einhver flytji þeim boðskap- inn. Við, sem höfum fengið Guðs orð erum rörið, sem kærleiksboðskapur Guðs á að fljóta um til allra þjóða. Varn- ið þeim eigi, leyfið þeim að heyra fagnaðarerindið. Vert þú með í kristniboðsstarfinu. TILBOÐ á skóm framleiddum á Akureyri. Skóverksmiðjan Iðunn og Vöruhús KEA stuðla að atvinnuuppbyggingu á Akureyri. 20. '\anúar. ----- Nt- A 683,- teyn i .33°,‘ Okkar verö TS%£<"> með gunrn"D Svartif 1450,- '3SZ+'*r Te9- 50^ KU\daskór Gu\brun\r ku Rr- 36'fl q\0,- 'SS&-' Okkar ver karimann8 Nt. A0"4rl 2160,- Sendum í póstkröfu ■ T^fer stí9vé\ Kve Nt. 36^1 t 653,- Uey^Í 1.275,- Okkar verð SlMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.