Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 16
Erum byrjaðir að taka á móti pöntunum í þorra- ,ti& og árshátíðarmat Atti að vísa íítburöarmálinu frá vegna aðlldarskorts? — Dómþolar halda því fram að Gríma Guðmundsdóttir sé ekki réttur aðili málsins — Farið hefur verið fram á útburð á þriðjudag Svo kann að vera að nýr flötur sé kominn upp á útburðarmál- inu svonefnda, þar sem dóm- þolarnir, Danielle Somers og Ólafur Rafn Jónsson halda því fram að Gríma Guðmunds- dóttir hafi ekki verið réttur að- ili málsins og því hafi átt að vísa því frá. Pau halda því fram að Gríma hafi ekki löglegt afsal fyrir eign- arrétti sínum á íbúðinni, sé ekki þinglesinn eigandi hennar og hafi þar með ekki rétt til að vera aðili að málinu. Raunar hafi aldrei verið til þinglýst heimild á hús- inu, aðeins leigulóðarréttind- um. Danielle og Ólafur Rafn hafa því falið lögmanni sínum, Guð- jóni Styrkárssyni, að fara fram á frestun útburðarins þar til úr þessu verði skorið. Guðjón sagði í viðtali við Dag, að því væri haldið fram að Gríma Guðmundsdóttir sæti í óskiptu búi eftir mann sinn, Arnald Gutt- ormsson, og það sem meira væri - Arnaldur hefði einnig setið í óskiptu búi eftir fyrri konu sína, en þau eignuðust tvær dætur, sem hugsanlega gætu verið réttir aðil- ar þessa máls. Kaupmáli sem sagður er hafa verið gerður milli Arnalds og Grímu finnst ekki hjá fógetaembættinu á Akureyri, en dæturnar af fyrra hjónabandi eiga rétt til að fá upplýst um hann og sína arfshluta gerða upp. Guðjón sagði að reynandi væri að fá dóm hæstaréttar endur- upptekinn meðan leitað væri svara við þessum óvissuatriðum. Farið hefur verið fram á það að dómi hæstaréttar verði fullnægt °g fjölskyldan í Þingvallastræti 22 verði borin út næstkomandi þriðjudag. hs ,, Kvótakerfi4 6 á þmgmenn - undirskiiftasöfiiun í Y.-Húnavatnssýslu „Við hér í Húnaþingi höfum sýnt stjórnarskrárbreytingunni mikinn áhuga og þá sérstak- lega breytingunni á væntan- legri kjördæmaskipan. Það sem er að eiga sér stað núna er í raun ekkert annað en til- færsla á þingmönnum úr dreif- býlinu suður til Reykjavíkur,“ segir Örn Björnsson á Gauks- mýri í Húnavatnssýslu, er við ræddum við hann um undir- skriftasöfnun sem fram hefur farið í V.-Húnavatnssýslu að undanförnu. „Við erum með kvótakerfi í landbúnaði, við erum með kvóta- kerfi í sjávarútvegi og hugsanlegt er að kvótakerfi verði tekið upp á fleiri sviðum. Viö viljum ekki að þingmönnum verði fjölgað og vildum gjarnan taka upp kvóta- kerfi varðandi fjölda þingmanna, og með þessari undirskriftasöfn- un erum við að mótmæla fjölgun þeirra. Textinn í þessu undirskrifta- skjaii ökkar er þannig: „Ahugamenn um kjördæmamál- ið úr öllum stjórnmálaflokkum í V.-Húnavatnssýslu gangast fyrir þessari undirskriftasöfnun. Við undirritaðir kjósendur mótmæl- um alfarið fyrirhugaðri fjölgun alþingismanna sem ráðandi öfl í stjórnmálaflokkunum stefna markvisst að. Við teljum að eng- in rök hafi verið fyrir því færð að fyrrnefnd breyting sé þjóðinni til hagsbóta heldur leiði aðeins til aukinnar útþenslu stjórnkerfisins og síaukinna útgjalda þjóðarbús- ins.“ „Undir þetta eru búnir að rita 70% af öllum atkvæðisbærum V.- Húnvetningum. Við erum að reka endahnútinn á þessa undir- skriftasöfnun og stefnan er sú að fá á undirskriftalistana 90-95% þeirra sem atkvæðisrétt hafa. Ég held að það væri mjög þarft verk að í Norðurlandskjördæmi eystra tækju menn sig til og færu að dæmi okkar. Þótt það eigi hugs- anlega að fjölga þar um einn þingmann þá er það einungis til þess að reyna að þagga niður í mönnum þar. Ég vil taka það fram að við erum ekki að berjast fyrir framsóknarmenn, sjálfstæð- ismenn, alþýðubandalagsmenn eða alþýðuflokksmenn, við erum að berjast fyrir því að hagsmunir okkar sem búum úti á lands- byggðinni séu ekki fyrir borð bornir," sagði Örn. Sjá nánar á bls. 15. gk Verður fjölskyldan í Þingvallastræti 22 borin út á þriðjudaginn? Kvennaathvarf: Stofnfundur á sunnudag Samtök áhugafólks um kvennaathvarf á Norðurlandi verða stofnuð á Akureyri á sunnudag. Markmið samtak- anna er að koma á fót kvennaathvarfi á Akureyri og verður fyrsta skrefið það að opna skrifstofu með símatíma fljótlega eftir stofnfundinn. Það er áhugahópur um þessi málefni sem stendur að stofnun samtakanna en stofnfundurinn verður í Húsi aldraðra kl. 14 á sunnudag. Að sögn þeirra Sveinborgar Sveinsdóttur, Arnheiðar Eyþórs- dóttur og Áslaugar Kristjánsdótt- ur sem starfað hafa í undirbún- ingshópnum, þá er þörfin á kvennaathvarfi hér á Norður- landi mjög mikil. Sú reynsla sem fengist hefur af starfrækslu kvennaathvarfsins í Reykjavík sýnir að þörfin er mjög brýn. Þar hafa alls dvalið um 150 konur og álíka fjöldi af börnum á tímabilinu frá því í desember 1982 til ársloka 1983 og þar af eru margar konur héðan af Norðurlandi. Auk þessa fjölda hafa tæplega 200 konur fengið ráðgjöf í síma og það er því brýnt verkefni að koma upp athvarfi og símatíma hér á Norðurlandi. Um það ber öllum saman sem til þess- ara mála þekkja. Við viljum því skora á alla Norðlendinga að mæta á stofnfundinn og leggja þessu málefni lið, sagði Svein- borg Sveinsdóttir í samtali við Dag. Veður „Það vcrður norðanátt hjá ykkur fyrir norðan yfir helg- ina með éljagangi eða sam- felldri snjókomu,“ sagði veðurfræðingur Vcðurstof- unnar í morgun. Hann taldi þó ekki útlit fyrir neinn „hasar“; norðanáttin yrði rólynd, nema hvað búast mætti við strekking með élj- um og tilheyrandi skafrenn- ingi á sunnudag. Það verður kalt áfram, 8-12 gráðu frost, og það er ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag sem búast má við veðurbreyting- um. m ’Jmimjih merkið tryggirgæðin Úrvalaf kjóleftium væntanlegt. Einnig bama- fatnaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.