Dagur - 10.02.1984, Side 3

Dagur - 10.02.1984, Side 3
10. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Verktakar með vafasamt siðgœði! Það ku hafa færst talsvert í vöxt á undanförnum misserum að þeir sem gera tilboð í hin ýmsu verk eru með mun lægra tilboð en kostnaðaráætlun hef- ur hljóðað upp á. Að sjálf- sögðu eru undirboð af þessu tagi ef hægt er að kalla þau það, fylgifiskur minnkandi atvinnu, en undirboð eru ekki ný af nál- inni. Það sjáum við mjög vel ef við lítum á bréf yfirmanns frönsku virkjanna hr. Vauban, en bréfið skrifaði hann ráðherra sínum hr. Louvois. Bréfið er ekki alveg nýtt af nálinni, heldur er það skrifað 17. júlí það herrans ár 1683 (ekki prentvilla). En það gæti alveg hafa verið skrifað á okkar tímum. Til Louvois. Herra minn! Á síðustu árum er allmikill fjöldi tilboðsverka sem ekki hefur verið lokið við og líklega verður aldrei lokið við. Það orsakast, kæri herra, af því að hið allt of lága verð sem til hafa orðið við útboð yðar, hefur virkað siðspillandi. Það er alveg víst að hin tíðu samningsbrot, svik á loforðum og endurútboð verka hafa valdið því að þér hafið dregið að verk- taka með vafasamt siðgæði og verktaka sem ekki hafa getu til starfsins, en þeir verktakar sem með vilja og dugnaði geta stjórn- að verkum sínum, haida sig víðs- fjarri. Ég vil jafnframt benda á að allt þetta seinkar og eykur kostnað við verkin í ríkum mæli. Það er því slæm áætlun að sækjast eftir slíku undirboðsverði, sem er blekking, því verktaki sem tapar á verki er eins og drukknandi maður sem grípur dauðahaldi í allt sem til næst, það er að segja, slíkur verktaki greiðir ekki við- skiptaaðilum sínum og fær því verri vörur og þjónustu, hann svindlar þar sem hann mögulega getur og kemst upp með, hann undirborgar starfsmönnum og hefur því lélegasta starfsfólkinu á að skipa, og hann „æpir“ á miskunn við hvert tækifæri. Þetta ætti, herra minn, að op- inbera yður að þessi vinnubrögð eru óheppileg, hættið því við þau og fyrir alla muni: Éndurreisið heiðarleikann, greiðið fyrir vinn- una á sannvirði og sjáið fyrir sómasamlegum greiðslum til verktaka er uppfyllir skyldur sínar, það mun alltaf verða besti samningur sem þér getið gert. Vauban. GREINILEGUR VEKMWNUR! Samkvæmt verðlista frá Verðlagsstofnun Akureyrar eru öl og gosdrykkir mun ódýrari frá SANA-SANITAS H/F en frá keppinautunum. Hinn mikli mismunur er fólginn í flutningsgjaldi sem leggst ekki á vörur frá SANA-SANITAS H/F vegna starfsrækslu eigin verksmiðju á Akureyri. Eftirfarandi tafla sýnir mismuninn í krónum. MISMUNUR: Akureyri Ólafs- fjörður Siglu- fjörður Húsavík Sana (Sanitas)/ Vífilfell, gosdr. -11,20 -10,10 -5,10 -8,80 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, gosdr. -14,10 -13,10 -7,90 -11,85 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, pilsner -5,25 -4,10 -2,90 -4,25 VERÐSAMANBURÐUR Á ÖL- OG GOSDRYKKJUM Á NORÐURLANDI 29.11. 1983 Akureyri Ólafsfjörður Siglufjörður Húsavík SANA/SANITAS: Pepsi/Diet/7-Up/ Appelsín Pilsner/Malt 36,50 17,00 38.50 18.50 42,90 19,45 41,35 18.85 VÍFILFELL: Coke/Tab/Sprite/ Fanta 47,70 48,60 48,00 50,15 ÖLGERÐIN: Spur/Sinalco/ Hi-Spot/Appelsín Pilsner/Malt 50,60 22,25 51.60 22.60 53,20 22,35 50,80 23,10 1) Á gosdrykkjum er m.v. verö per litra en per flösku á Pilsner/Malt. Rymingarsala Vegna mikillar aðsóknar að rýmingarsölunni verður hún framlengd næstu viku. Bætum við Kappklæðum, kuldaúlpum, stígvélum, regnfötum og ýmsu fleiru. Mikill afsláttur Látið ekki happ úr henúi sleppa. Opið á laugardag. IMl Eyfjörö Hjalteyrargötu 4 sími 22275. Frá Súlnabergi: Fjölskyldutilboð sunnudaginn 12. febrúar. Hadegis- og kvöldverður. Fylltur kjúklingur með hrásalati. Blómkálssúpa eða trifflé. Kr. 225,- Hálft gjald fyrir börn 8-12 ára og ókeypis fyrir yngri í fylgd með foreldrum. Nú fer hver að verða síðastur að bragða okkar frábæra þorramat. Dansleikur fellur niður laugardaginn 11. feb. vegna einkasamkvæmis. Ungir Akureyringar Nú stofnum við æskulýðsfylkingu Al- þýðubandalagsins á Akureyri. Stofnfund- ur verður 11. febrúar kl. 15.00 í Lárusar- húsi Eiðsvallagötu 18. Á fundinn mæta Guðbjörg Sigurðardóttir og Óttar Magni Jóhannsson úr stjóm æskulýðsfylkingarinnar og Steingrímur Sigfússon alþingismaður. Þau munu kynna æskulýðsfylkinguna, starf, stefnu og mark. Allir ungir sósíalistar velkomnir. Viðskiptavinir athugið Ritstjórnarskrifstofur okkar, auglýsingamóttaka og afgreiðsia verða lokaðar eftir hádegi í dag 10. febrúar vegna jarðarfarar Sigurðar Ola Brynj- ólfssonar. Dagur-Dagsprent hf. Strandgötu 31, Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.