Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 3
2. mars1984-DAGUR-3 Gaslukta- sýning í Freyvangi í rokinu á föstudaginn fór raf- magnið af framfirðinum, en þá var sýning á Tobacco Road í full- um gangi í Freyvangi. Sagt var að viðgerð tæki ekki langan tíma, en þegar klukkustund leið án þess að birti á ný gripu leikararnir til sinna ráða. Farið var á næstu bæi og safnað gasluktum og síðan var leiksýningunni haldið áfram við þennan nýstárlega Ijósgjafa og gasið dugði út sýninguna. Að vísu var rafmagnið komið fyrr, en því var ekki hleypt inn í húsið - það var uppselt! Um næstu helgi sýnir Ieikhóp- urinn úr Öngulsstaðahreppi To- bacco Road að Ýdölum í Aðal- dal, en Aðaldælir koma í Frey- vang með gamanleikinn Harvey. Eldhressar málfreyjur Þær voru eldhressar málfreyjurn- ar úr Reykjavík, sem héldu kynn- ingarfund á starfsemi sinni í Sjall- anum á laugardaginn og þær létu ekki flugófa;rðina aftra sér frá því að koma norður. Samkvæmt upp- haflegri áætlun ætluðu þær að fljúga norður á föstudag, en þá var ófært. En kellur gerðu sér lítið fyrir og fengu sér rútu og fóru landleiðina um fjöll og firnindi til Akureyrar. Pað var farið að morgna þegar þangað kom, en málfreyjurnar mættu galvaskar á fundinn - og uppskáru samkvæmt erfiðinu - því það var húsfyllir. Og undirtektirnar voru svo já- kvæðar, að í kjölfar fundarins voru stofnaðar tvær málfreyju- deildir með styrkri stoð Halldóru Arnórsdóttur, ráðfulltrúa í mál- freyjudeildinni Kvisti í Reykja- vík. Og hún fór einnig til Dalvík- ur, þar sem hún var með fund í gærkvöld. En stöllur hennar í Kvisti héldu aftur suður með rút- unni á sunnudaginn og fengu þæfingsfærð, en suður komust þær þó. Það sannast á þessu ferða- lagi kvennanna spakmælið; að vilji er allt sem þarf. Kaldur karl hann Sverrir Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, er kaldur karl eins og glöggt má sjá á eftirfarandi sýnis- horni úr viðtali við hann í einu bæjarblaðanna nýverið: „En ég vil meta hlutina kalt. Ef t.d. ekki stenst að reisa kísil- málmverksmiðju í mínu kjördæmi þá verður iiún aldrei reist, og þeir mega skera mig á háls ef þeim sýnist. Ekkert getur hróflað við mér í því efni. Eg ber enga tillögu fram nema ég sé viss um að þessi verksmiðja borgi sig." Hugmyndafrœðin og raunvemleikinn Knáir strákar Hér eru knáir strákar úr KA, sem stilltu sér upp til myndatöku fyrir rúmum tuttugu árum, sennilega að unnum sigri í Akureyrarmóti. í fremri röðinni eru frá v. Kári Árnason (sem varð fertugur um daginn), Haukur Jakobsson, Ein- ar Helgason, Skúli Ágústsson og Árni Sigurbjarnarson. í aftari röðinni eru frá v.: Jakob Jakobs- son, Sveinn Kristdórsson, Jón Stefánsson, Birgir Hermannsson, Þormóður Einarsson og Frímann Frímannsson, auglýsingastjórinn okkar á Degi. Og það vitum við fyrir víst, að hann verður fertugur 9. júní í sumar. Enda bíðum við öll eftir afmæliskringlunni!! Eitt er hugmyndafræði og annað raunveruleiki. Ef þú ert sósíalisti og átt tvær kýr, þá gefur þú nátt- úrlega nágranna þínum aðra þeirra. Fallega gert, en þetta hefði ekki gerst þar sem kommún- ismi er ríkjandi, því þar hefði stjórnin tekið báðar kýrnar og síðan gefið þér skammtaða mjólk. Þetta hefði heldur ekki gerst þar sem fasistar eru við völd því þeir hefðu líka tekið báðar kýrnar og síðan selt þér mjólkina. Það sama hefðu nasistar Iíka gert, en þeir hefðu ekki látið þér eftir mjólk, þeir hefðu skotið þig. Þar sem skrifræðið ríkir hefði stjórnin einnig tekið báðar kýrnar, skotið aðra, mjólkað hina en hellt mjólkinni niður. En einu áttaðir þú þig ekki á þegar þú gafst ná- granna þínum kúna. Hann var nefnilega kapitalisti og hann keypti sér tarf fyrir nytina úr kúnni! ÞETTA FYRIRTÆKI ER VAKTAÐ Fáðu Securitas í lið með þér Viðvörunarkerfi: SECURITAS setur upp alþjóðlega viöurkennd óryggiskerfi; % Innbrotavarnakerfí % Eldvarnakerfi % Rakaskynjara # Frysti- og kæliskynjara. ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU • Öflugt fyrirbyggjandi starf er aldrei ofmetiö. • Öryggisverðir Securitas eru sérþjálfaðir í markvissum viðbrögðum v»ð ýmsar aðstæður. • Hámarks öryggi er okkar takmark. SECURITAS SF AKUREYRI SÍMI (96)26261 AÐALSKRIFSTOFA SÍÐUMÚLI 23 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687600 í REYKJAViK, KOPAVOG!, GARÐABÆ, HAFNARFIROI. SEt-TJARNARNESI, MOSFEULSSVEIT OQ AKUREYRI. ^- ; :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.