Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 13
2. mars 1984 - DAGUR -13 Sjónvarp: Everton gegn Liverpool - Þetta verður hörkuleikur en mínir inenu vinna samt sem áður 2:0, sagði Gunnar „Gassi" Gunnarsson, versl- unarstjóri í Sporthúsinu og einn allra harðasti aðdáandi Liverpool-Iiðsins hér á Iandi er við spurðum hann að því hvernig leikur Everton og Liverpool sem verður í beinni útsendingu í sjón- varpinu á morgun, leggðist í hann. - Ég verð mættur tíman- lega fyrir framan sjónvarps- skjáinn með alvöru öl í hendi, til að skapa ekta stemmningu, sagði Gunnar en hann sagðist fullviss um að það yrðu þeir Johnstone og Wheelan sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum - Litli bróðir er að vísu í sókn um þessar mundir en þeir eiga samt ekki séns í Liver- pool, sagði Gunnar Gunnars- son. Það var öllu erfiðara að hafa uppi á aðdáanda Everton-liðs- ins en okkur var sagt að einn slíkur byggi við Eyjafjörð. „Hann er m.a.s. kallaður „Toni" eftir Everton og hann býr á Grenivík," sagði við- mælandi okkar og þá var ekjci um annað að ræða en að hringja í pósthúsið á staðnum og spyrjast fyrir um „Tona". Og viti menn allir könnuðust við „Tona" sem heitir reyndar réttu nafni Hjalti Gunnþórs- son. - Liverpool verða e'rfiðir en ég viðurkenni ekki að við töpum þessum leik baráttu- laust, sagði „Toni" sem hefur haldið með Everton síðan 1968. - Hefur þú verið kallaður „Toni" lengi? - Pað er orðinn nokkur tími og ég kann bara ágætlega við þetta -nafn, það er ekki verra en Hjalti, sagði „Toni" sem spáir því að Everton vinni leikinn 1:0. Þá er ekki annað að gera en setjast fyrir framan kassann kl. 14.45 með eða án öls og þá kemur í ljós hvor þeirra hefur rétt fyrir sér, „Gassi" éða „Toni". -ESE SELKO Vandaðir fataskápar á hagstæðu verði. SELKO skáparnir sóma sér hvar sem er. í svefnherbergið, forstofuna, sjónyarpsherbergið, já, hvar sem er. Úthliðar skápsins eru spónlagðar með sömu viðartegund og hurðir hans og skiptir ekki máli hvort úthliðarnar koma upp að vegg eða ekki. Að innan er skápurinn úr Ijósum við. Innrétting skápanna er smekkleg og umfram allt hagnýt. Skápana er hægt að fá með hillum, traustum körfum, slám fyrir herðatré eða með skúffum sem renna á hjólum í vönduðum brautum. Útborgunarskilmálar. Hrísalundi 5 Súkkulaði handa Silju Fimmta sýning fimmtud. 1. mars kl. 20.30 í Sjallanum. Sjötta sýning sunnud. 4. mars kl. 20.30. Munið leikhúsmatseðil Sjallans. My Fair Lady 52. sýning fostudag 2. mars kl. 20.30. Uppselt. 53. sýning laugardag 3. mars kl. 20.30. Uppselt. 54. sýning sunnudag 4. mars kl. 15.00. Síðustu sýningar Miðasala i leikhúsinu alla daga kl. 16- 19, föstudaga og laugardaga kl. 16-20.30, sunnudaga kl. 13-15, sýningardaga i Sjallanumkl. 19.15-20.30. Sætaferðir frá Húsavík á báðar sunnudagssýningarnar. Sfml 24073 (leikhús), 22770 (Sjallinn) Leikfélag Akureyrar. m'fl i^»«**«»«« ¦ i AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR 4x4 Bílasýning Sýnum nýja Pajero jeppann langa, ásamt mjög fallegri útfærslu á stutta jeppanum laugardaginn 3. mars frá kl. 13^-18 að Tryggvabraut 12 Einnig L-300 fjögurra drifa 9 farþega og sendiferðabílinn Komið og reynsluakið - spjallið við sölumann Höldur s/f Tryggvabraut 12, sími 21715. ¦'FLUG OG GISTING í TVÆR NÆTUR (ÖLL HÓTEL) ÁSAMT ÞRÍRÉTTA WÖLDVERÐII ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM ÖG MiÐA FRÁ KR. 3.395,- ¦»/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.