Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 02.03.1984, Blaðsíða 9
2. mars 1984 - DAGUR - 9 star. Þar komst ég innundir hjá yfir- stýrimanninum og hans daglega skipun var að láta senda sér Mr. Valdimarsson til að laga til í íbúð- inni. En verkefnið var í raun að drekka með honum, því hann var dagdrykkjumaður. Þetta lét ég mig hafa í nokkra mánuði, þannig að ekki rann af mér. En þá dó kokkur- inn og ég var með það sama munstr- aður sem annar kokkur á skipið. Síð- an vár ég sendur á matreiðsluskóla til Stavangurs og fékk réttindi til að kokka ofan í farmenn. Eftir skólann fór ég á annað olíuflutningaskip, sem heitir Poly Queen, sem sigldi frá Persaflóa til Indlands, Thailands, Singapore, Japans, Ástralíu, Nýja- Sjálárids, Hollands, Þýskalands, Vi- etnam og víðar. Ég held ég sé búinn að sjá nær allan heiminn, nema Grænland. Ég fer þangað í ellinni." - Voru þá ekki ófriðartímar í Vi- etnam? „Jú, jú, og olíuskipin voru eftirsótt skotmörk. Mér er það minnisstætt, að skotin vorú niður þrjú sænsk olíuskip í höfn í Vietnam og fleiri fylgdu með. Þá voru skipsfélagar mínir á Poly Queen sammála því, að þangað færu þeir ekki. Við fengum aldrei að vita hvert ferðinni var heit- ið fyrr en við vorum lagðir úr höfn, þar sem síðast var losað. Þá fengum við skeyti og nokkrum dögum eftir að sænsku skipin voru sprengd upp var okkur sagt að fara til Kuwait og takasþar bensín til Vietnam, einmitt til þeirrar hafnar sem orðin var kirkjugarður sænsku skipanna. J?á hættu nær 85% af skipshöfninni. Þeirrá í stað voru ráðnir Filippsey- ingar< og Vietnamar - og með þeim tveir- nýir kínverskir kokkar - því ekki kunni ég að matreiða þetta hrísgrjónagums þeirra. Síðan var siglt og við vorum á þessari „rútu" í eitt ár. Það var stöðug spenna í loft- inu. Á nóttunni vorum við á dekki með j björgunarvesti og af og til könnuðu kafarar botninn á skipinu, því algengast var að flugumenn komu tímasprengjum fyrir við kjölinn. Þeim var svo ætlað að springa þegar skipið væri komið í höfn, því þar olli sprengingin mest- um skaða. Ég hló nú að þessum var- úðarráðstöfunum, því ég sá lítinn til- gang í að vera uppi á dekki, ef sprengingin yrði í skipi með 125 þús- und tonn af bensíni innanborðs!! Mér var svarað því til, að það væri möguleiki á að við spýttumst eitt- hvað út í loftið, út yfir eldhafið og kæmum lifandi niður!! Ég gerði ekki mikið úr hættunni, sagði sem svo að ég gæti allt eins orð- ið undir bíl í Osló; feigum yrði ekki forðað né ófeigum í hel komið. Þetta hafði líka sína kosti, því við unnum í 9 mánuði og fengum síðan 3 mánuði í frí og máttum ferðast eins og við vildum á kostnað útgerðarinnar. Menn tala gjarnan um ævintýri hafn- arborganna, en ég slapp oftast við allt klandur. Ég fór alltaf einn frá borði, var búinn að fá leið á skipsfé- lögum mínum þegar í land kom og vildi iskemmta mér einn. Þeir fóru hins vegar oftast 4-5 saman og komu iðulega brotnir og bramlaðir til baka. Eitt sinn var ég þó hætt kominn. Það var ábar í Belgíu. Eins og hendi væri veifað lógaði hann í slagsmálum. Ég var laminn í hausinn með einhverju barefli og rankaði við mér undir- morgunilla á mig kominn í rústun- um. Þá var staðurinn mannlaus, hús- ið lokað, en barinn var opinn. Ég var því suöggur að hrista af mér rykið og fékk mér hressingu. Síðan tók ég tvær flöskur undir handlegginn, fór út oglæsti á eftir mér eins og ég ætti staðinn! Það var mér nóg að vera lif- andi." Ekki minnkaði drykkjan - Það hefur þá ekki verið lát á drykkjunni? „Nei,-vinur minn, síður en svo. Þó tókst mér að hætta að reykja og drekka í 8 mánuði. Þá fékk ég slæmsku í hálsinn og ákvað að hætta reykingum og þá fannst mér best að hætta að drekka líka. Þetta gekk, þar til ég átti afmæli; Þá bauð ég til veislu og að sjálfsögðu var skálað í kampa- víni. Ég hélt að það væri nú í lagi að fá sér eitt kampavínsglas, já og ann- að til viðbótar átti ekki að skaða. Þegar það var búið fannst mér skað- laust að skella í mig einu glasi af sterku, maður á nú ekki afmæli nema einu sinni á ári. En það fylgdi því annað glas og svo annað þar á eftir. Svo var það vindill og sígaretta. Þeg- ar ég vaknaði skelþunnur daginn eft- ir teygði ég mig í sígaretturnar með annarri hendinni en vodkaflöskuna með hinni. Það var eins og ég hefði aldrei hætt. Svona er alkohólistinn " - Hvenær komst þú heim? „Ég var samtals í 6 ár á þessu flakki, sem endaði með því að ég braut á mér hnéskelina úti á miðju hafi. Ég varð að dúsa um borð upp á morfín og vodka til næstu hafnar, sem var í Venezúela. Þar var ekki annað sjúkrahús en lítill braggi og þar tók ég ekki í mál að koma inn fyrir dyr. Þá var haldið áfram alla leið til Boston og enn upp á morfín og vodka. Þegar þangað var komið bað ég um að fá að fara til New York, því þar ætti ég vini og ætt- ingja. Það fékkst og nestið var morf- ín og vodki. En þegar ég kom til New York lá leiðin beint á söluskrifstofu Loftleiða, þar sem ég fékk mér far- miða heim. En þá var morfínið búið og mér fór að líða djöfullega. Endaði ég inni á sjúkrahúsi, en aftók með öllu að gangast þar undir uppskurð, sagðist þurfa að komast heim. Það var látið eftir mér og ég fékk meira morfín og útvegaði mér vodka. Ég hafði heila flatsæng til umráða í flug- vélinni á leiðinni heim og ferðin end- aði í morfín- og vodkarugli á Loft- leiðahótelinu. En þegar morfínið var búið fór ég á Landsspítalann og þar var mér sagt að það yrði að skera hnéð á mér í einum hvelli. En ég þráaðist við og bað um meira morfín, þannig að ég kæmist til Akureyrar, því heima vildi ég vera. Það hafðist og heim komst ég illa leikinn." Loksins reynt að stoppa Já, Óðinn var kominn heim, en þreyttur á sál og líkama í þetta skiptið. Hann hresstist fljótt, en allt fór í sama farveg. Bakkus hafði völdin, var að vísu misjafnlega ráð- ríkur, en alltaf til staðar. Leiðin lá suður og þar starfaði Qðinn við ýmiss konar verkefni, lærði m.a. pípulagn- ir. Þegar hér var komið voru tvö hjónabönd að baki og einnig hafði hann búið í óvígðri sambúð. Loksins fór Óðinn að spyrna við fótum. Hann fór á Freeport og var „þurr" eftir það í 18 mánuði. Eftir fallið var drukkið stíft og endað á Silungapolli. Þaðan lá leiðin í endurhæfingu að Sogni og þurrkunin dugði í nokkra mánuði. Enn var drukkið í botn og endað aftur á Silungapolli og síðan í endur- hæfingu að Staðarfelli. „Síðan hefur þetta gengið vel," segir Óðinn. „Það á ég mest konunni minni Auði' Agnesi Sigurðardóttur að þakka. Hún hefur stutt við bakið á mér á erfiðleikatímum. Það eru að vísu sprungur í þessu ennþá, sem leka, en ég trúi því að mér takist að klístra upp í þær. Vissulega er ég búinn að stór- skemma mig og marga aðra með minni drykkju. Og hvað heldur þú að brennivínið sé búið að leggja mörg heimili í rúst og enn er það að. Og blekkingavefurinn er hrikalegur, það tók mig mörg ár að viðurkenna minn sjúkdóm, alkohólismann. Sá sem drekkur sig fullan föstudags- og laug- ardagskvöld um hverja einustu helgi; hvað er hann annað en alki? Eg drakk miklu meira, og ég vissi hvert stefndi þó ég þyrði ekki að viður- kenna það. Eg hélt ég væri að missa af svo miklu ef ég gæfi brennivínið og „gleðina" frá mér; mér fannst það agaleg tilhugsun að hætta að drekka. Ég var nærri búinn að drekka mig í hel. Mér tókst að stoppa á brúninni. Nú er ég smátt og smátt að feta mig frá hengifluginu og ég trúi ekki öðru en mér takist að komast á gróinn völl. Ég verð." - GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.