Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 8
 8-DAGUR-9. mars 1984 Jú, það er rétt, ég var nemandi við Menntaskól- ann á Akureyri í eitt skóla- ár, og þó langt sé um liðið þá lifir það Ijóst í minning- unni, þvíþað var stórkost- legt ár, “ sagði Sven Eggen, tannlæknir í Lillehammer í Noregi, í samtali við Dag. Fyrir réttu ári skrifaði Sven grein í Dag, þar sem hann fjallaði um Nichulas Buch, sem settist að á Húsavík 1777. Buch var m.a. for- stjóri fyrir verksmiðju sem hreinsaði brennistein og hann setti á fót skíða- skóla á Húsavík, þann fyrsta hér á landi. Síðar var hann bóndi á Laxa- mýri. Sven var spurður hvort hann hefði fengið einhverja svörun frá núlifandi afkomendum Nikulásar eft- ir að greinin birtist í Degi. Úir og grúir af Buch-fólki - Já, já, ég fékk mjög góða svörun, sagði Eggen. - Sérstaklega varð ég undrandi þegar ég fékk bréf frá ein- um afkomanda Buch. Par kom fram ýmiskonar fróðleikur um Buch-ætt- ina, sem er útbreidd á Húsavík og í Suður-Þingeyjarsýslu. Einnig er fólk af Buch-ættinni við Eyjafjörð, í Norður-Þingeyjarsýslu, já og austur í Vopnafirði og eflaust víðar. Ég held að ættin hafi ekki staðið fyrir formlegum samskiptum innan hennar, en ég hef heyrt að ráðgert sé stórt ættarmót á Húsavík 1987. Ýmislegt fleira mun hafa verið rætt í þessu sambandi. - Áhugi þinn fyrir þessari þing- eysku ætt, er hann til kominn vegna dvalar þinnar á Akureyri? - Við Nikulás Buch vorum náttúr- lega ekki samtíða á íslandi, þó það kunni að hafa virkað þannig. En ég hafði forvitni á að fræðast um þenn- an landa minn, þó ég sé sjálfur ekki af Buch-ættinni. Það er rétt, ég dvaldi í eitt stórkostlegt skólaár á Akureyri, en það er ákaflega langt síðan. - Hver voru fyrstu kynni þín af Is- landi? - Sögulega séð er hægt að segja, að í hvert sinn sem ísland fannst var það vegna mistaka, storma og óveðra. Það var heldur ekki skortur á stormi þegar ég hélt til íslands í fyrsta sinn. Við vorum varla komnir úr höfn frá Þórshöfn þegar rokið skall á, en hið æruverðuga gufuskip „Nova“ frá Bergen öslaði erfiðan sjóinn. En snemma einn morguninn lygndi jafn skyndilega og hvessti og skipið leið sem í olíu inn spegilslétt- an og ókunnan fjörð. Gegnum Ijór- ann á bakborða sá ég sólargeisla flæða yfir fjöll, sem glömpuðu frá toppi til táar í ótal grænum litbrigð- um. Það var sem opinberun. Þetta var árið 1928 og ég var 15 ára. Ég hafði uppgötvað nýtt land, sem ég gaf nafnið Grænland. En ég .yar víst dálítið seint á ferð til þess, því landið var byggt og fjörðurinn hét Fáskrúðsfjörður. Raunar var ég meira en 1100 árum of seinn. Það var víkingurinn Naddoður, sem fyrstur gaf landinu nafnið Snæland. En hvorki það, Garðarshólmi eða Græn- land hafa fest við landið. Á þann veg vorum við jafngóðir, Naddoður, Garðar Svavarsson og ég. Flóki Vil- igerðarson var heppnari. Hann kallaði landið ísland. Hvort það nafn hentar best er svo hægt að deila um. Blóðug kynni aflandinu Við lögðumst að bryggju hjá slátur- húsi innst í firðinum, að mig minnir. Það mun hafa verið við Búðir. Þar var mikið um að vera, bæði stórir og smáir klæddir í gula olíustakka, skreytta með blóðslettum. Jarmandi fé var fært inn í annan endann á „verksmiðjunni", en kom út um hinn endann sem slátur. Þetta var mjög fagmannlega gert og sterk sýni- kennsla í einni af undirstöðuatvinnu- greinum landsins. Fyrstu kynni mín af BnHM landinu voru því allblóðug. Eftir við- komuna á Fáskrúðsfirði héldum við til Eskifjarðar, Neskaupstaðar, Seyð- isfjarðar og áfram norður um, þar til við náðum ákvörðunarstaðnum, Ak- ureyri. Hið ágæta íslandssamband sem „Det Bergenske Dampskipsel- skap“ hafði við Noreg með „Novu“ og „Lyru“ slitnaði við byrjun heims- styrjaldarinnar og komst aldrei á aftur, því miður. Eftir því sem ég fæ séð hefur þriðji áratugurinn á þessari öld verið upp- gangstími fyrir íslendinga. Samband- ið við Danmörku var gott, gamla stríðið aflagt, en þess í stað komin starfsorka til að gera landinu kleift að standa á eigin fótum. Ég minnist þess, að á árunum 1918- 1922 bjuggu hjónin Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir í helli, sem var í tæplega 10 km fjarlægð frá Laugar- vatni. Hellirinn var tvískiptur. í öðrum hlutanum var fjárhús, en í hin- um hlutanum bjó fjölskyldan. Þar fæddust tvö börn þeirra hjóna, 1919 og 1922. Jón þiljaði veggina að innan og gerði bæði stofu og eldhús, jafn- framt því sem hann hjó ljóra í þakið. Bæinn nefndi hann Reyðarmúla. f raun var þessi bústaður ekki frá- brugðinn öðrum íslenskum sveita- bæjum að innan í þá tíð. Jón og Vig- dís voru heldur ekki þau fyrstu sem bjuggu í þessum helli, en þau voru síðustu íbúarnir þar. Ég held að engum íslendingi hafi dottið í hug að flytja inn í slíkan bú- stað 1928. Allt var í vexti á íslandi þá, að því er mér fannst. Mikil land- græðsla átti sér stað, samvinnuhreyf- ingin fékk byr undir báða vængi, botnvörpuveiði jókst og ráðist var í vatnsvirkjanir. Ljóð Einars Bene- diktssonar bar hæst á andlega sviðinu, en einnig var heimspeki Helga Pét- ur'ssonar áberandi. Þá voru hér skap- andi listamenn svo sem Einar Jónsson, Ásgrímur Jónsson og Kjarval. Og árið 1928 gerðist Jón Leifs frumkvöðull að stofnun Banda- lags íslenskra listamanna og Flugfélag íslands var endurstofnað Um það leyti sem ég sté á land á Akureyri var Alþýðubókin hans Hall- dórs Kiljans Laxness að ko.na út. Þar gat að lesa undir kaflanum Þjóðheiti: „Nú þegar Evrópa hefur lagt flest það í lóg, sem vert er að kalla skapandi mennt andlega, þá verður ekki annað séð en á íslandi sé dagur að rísa . . . Þar risum vér á fætur í dag eins og ný- fæddir, gæddir frumleik náttúru- barnsins, með goðamái á vörum og morgunhimininn yfir oss, logandi í spám og teiknum ... I hverju ungu íslensku brjósti ríkir yndislegur grun- ur þess að mikið sé í vændum.“ Eftirvœntingarfullt fólk Það var því greinilega þjóðrækið og eftirvæntingarfullt fólk sem ég stóð allt í einu andspænis. Gallinn varbara sá, að hið nýfædda unga ísland var ekki að bíða eftir mér. Það var ekki lagður neinn rauður dregill þegar ég kom . . . - Áttuþáviðaðþúhafirorðiðfyrir áreitni frá heimamönnum? - Nei, ekki meira en ég átti von á, og aldrei í illgirni. Ég eignaðist góða vini og kennaranna minnist ég með ánægju. Meðal þeirra voru Einar Jónsson, Árni Þorvaldsson, Pálmi Hannesson, Lárus Bjarnason, Vern- harður Þorsteinsson, Brynleifur Tob- íasson, Brynjólfur Sveinsson og Lár- us Rist. Auk þess var norski lektor- inn, Nils Halland, mér mikil stoð og stytta, sérstaklega fyrst í stað, á með- an ég var öllu ókunnugur. Og síðast en ekki síst stend ég í mikilli þakkar- skuld við skólameistarann, Sigurð Guðmundsson og Halldóru Ólafs- dóttur konu hans og dóttur þeirra Þórunni. Ég var oft gestur þeirra á einkaheimili skólameistarafjölskyld- unnar í skólanum. - Hvernig gekk þér að læra ís- lenskuna? - Það er nú saga út af fyrir sig, en þetta varð stærra vandamál en ég hafði gert ráð fyrir. Ég átti í erfið- leikum með að fylgjast með þegar fólk talaði saman, mér virtust þá allir - Viðtal við Sven Eggen, tannlækni í Lillehammer í Noregi, sem var við nám í Menntaskólanum á Akureyri skólaárið 1928-29 Liðið sem keppti við KA vorið 1929: Aftari röð f.v.: Guðmundur Þorláks- son, Gísli Ásmundsson, Ámi Snævarr, Kristján Kristjánsson, Svein Eggen. Fremri röð f.v.: Barði Brynjölfsson, Gunnar Hallgrímsson, Friðrik Einars- son, Garðar Jónsson og Jón Bjömsson. Einar Björnsson er fremstur. Sven Eggen verður 71 árs á þessu ári. Hann útskrifaðist sem tannlæknir frá Tann- læknaháskólanum í Osló 1938 en áður hafði hann tekið liðs- foringjagráðu í flugdeild heimavarnaliðsins norska. Hann tókþátt í baráttunni gegn þýska innrásarliðinu í seinni heimsstyrjöldinni og var skot- inn niðurá flugvélsinni í loftor- ustu í maí 1940. Hann var sæmdurýmsum heiðursmerkj- um fyrir frammistöðu sína í styrjöldinni en á seinni árum hefur hann tekið mikinn þátt í tónlistarmálum í Noregi og er nú m.a. heiðursmeðlimur í landssambandi norskra sinfón- íuhljómsveita. Sven Eggen, tanniæknir í Lille- hammer. Flugkapparnir Ahrenberg, Flodén og Ljunglund við komuna til Reykjavík- ur. tala svo óskaplegá hratt. Verra þótti mér samt, þegar kátur og fjörugur piltur, 17 ára gamall í 5. bekk, bros- mildur og með rautt hrokkið hár, kallaði mitt eigið mál, Vossa-mállýsk- una, andskotans hrognamál. Þetta var Helgi Hálfdánarson, en þessi yfir- lýsing hans var virkilegt sjokk fyrir mig 15 ára drenginn frá Voss. Heima var nefnilega sterkur áhugi fyrir ís- landi og margir höfðu rómantískar hugleiðingar um hin nánu ættarbönd á milli þjóða okkar. Af 417 landnáms- mönnum, sem nefndir eru í Land- námabók, komu 10-15 einmitt frá Voss. Einn vina minna hefur skrifað þá alla upp. Og ekki veit ég um aðra en Vossa og Islendinga sem borða svið. Vossamállýskan er auk þess sú eina í Noregi, sem hefur varðveitt flest af gömlu orðunum og málform- unum, þó að þróun framburðar hafi orðið önnur en á íslandi. Jón Sigur- geirsson á Akureyri hefur síðar sagt mér frá tveim íslendingum, sem heimsóttu afskekktan bæ í Voss. Þar uppgötvuðu þeir að eldra fólkið talaði næstum íslensku. Samt kallaði hinn gáfaði Helgi mitt mál hrognamál. En ég var Helga þakklátur fyrir það, að með þessu gerði hann mér ljóst að ég yrði að læra íslenskuna eins fljótt og kostur var. Ég sagði ekki stakt orð í marga mánuði og það var ekki fyrr en eftir jól að ég fór að ná tökum á mál- inu. Bekkjarfélagar mínir færðu mér fallegar útgáfur af Pilti og stúlku og Manni og konu Jóns Thoroddsens í jólagjöf. Ég tók hrærður við gjöfinni og þegar leið fram á vorið gekk mér sæmilega með málið. - En hvernig stóð á því að þú fórst til íslands til náms? - Ástæðan er nú ekki eins spenn- andi og ætla mætti. Það var mikill áhugi fyrir íslandi heima í Voss, eins og ég nefndi áðan, og sambandið var gagnkvæmt þá. Ung stúlka, Ásfríður Ásgrímsdóttir, gekk eitt ár í bekk með eldri systur minni og Helgi Val- týsson var leikfimikennari í þrjú ár við þann menntaskóla, sem faðir minn var lektor við. Heimili okkar mmmBSBBmmmmmmsmssasmammmm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.