Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 15
□ HULD 59843127 IV/V 2 Glerárprestakall: Barnasamkoma í Glerárskóla sunnudaginn 11. mars kl. 11.00. Guðsþjónusta í Glerárskóla sama dag kl. 14.00. Pálmi Matthíasson. Svalbarðskirkja: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Laugalandsprestakall: Messað verður að Munkaþverá sunnudaginn 11. mars kl. 13.30. Messað að Saurbæ sunnudaginn 18. mars kl. 14.00. Sóknarprestur Svalbarðkirkja: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Hátíðarmessa verður í lok kirkjuviku í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 2 e.h. Dr. Sigur- björn Einarsson biskup prédikar. Sóknarprestar. Messað verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri nk. sunnudag kl. 5 e.h. Kór Barna- skóla Akureyrar syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Þ.H. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. I kvöld kl. 20.30 „Gospel- kvöld“. Við hlustum'á plötur með gospel-tónlist. Sunnud. 11. mars kl. 13.30 sunnudagaskóli kl. 20.30 almenn samkoma. Mánud. 12. mars kl. 16.00 heim- ilasambandið og kl. 20.30 hjálp- arflokkurinn. Allir velkomnir. Ffladelfía Lundargötu 12. Föstudagur 9. mars kl. 17.00 söngæfing og föndur fyrir sunnu- dagaskólabörnin. Sunnudagur 11. mars kl. 11.00 sunnudaga- skóli, sama dag kl. 17.00 skírnar- samkoma og barnablessun. Þriðjudaginn 13 mars kl. 20.30 byrja vakningasamkomur og verða hvert kvöld vikunnar. Ræðumaður verður Einar J. Gíslason frá Reykjavík. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvíta- sunnusöfnuðurinn. Virðing fyrir yfirvaldi er þér vernd. Opinber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 11. mars kl. 14.00 í Ríkis- sal votta Jehóva. Gránufélags- götu 48, Akureyri. Ræðumaður Rune Valtersson. Þjónustusam- koman og Guðveldisskólinn allt- af á fimmtudögum kl. 20.00 á sama stað. Allt áhugasamt fólk velkomið. - Vottar Jehóva. Kristniboðshúsið Zion: Sunnudaginn 11. mars sunnu- dagaskóli kl. 11. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Helgi Gíslason. Tekið á móti gjöfum til kristni- boðsins, Allir velkomnir. Mánudaginn 12. mars nk. verður áttræður Þorvaldur Guðjónsson fyrrverandi brúarsmiður. Hann dvelst á heimili sínu Þórunnar- stræti 122 á Akureyri. 9. mars 1984 - DAGUR - 15 Atómstöðin á Akureyri: Splunkuný kvikmynd og krystaltœrt hljóð! - Við erum búnir að renna myndinni í gegn og við getum lofað því að hljóðið verður krystaltært, sagði Þórhallur Sigurðsson, aðstoðarleikstjóri myndarinnar Atómstöðin sem sýnd verður í Borgarbíói á Ak- ureyri í dag og næstu daga. 1 tilefni af sýningu Atómstöðv- arinnar hér á Akureyri komu þeir Þórhallur Sigurðsson og Örnólfur Árnason, framkvæmdastjóri kvikmyndafélagsins Óðins, hing- að norður til að ganga úr skugga um að allt færi eins og ætlast er til. Myndin er tekin upp í Dolby Stereo og svo vel vill til að for- ráðamenn Borgarbíós hafa ný- lega keypt slík tæki. Að sögn þeirra Þórhalls og Örnólfs þá virk- uðu tækin fullkomlega á prufu- sýningunni og voru þeir mjög ánægðir með útkomuna'. - Við höfum lagt mikla fjár- muni í gerð þessarar myndar og því leggjum við mikla áherslu á að kynna hana sem best. Það hef- ur verið rokaðsókn í Reykjavík síðan myndin var frumsýnd þar um síðustu helgi og mun betri að- sókn en við þorðum að vona. Sennilega hefur engin íslensk mynd, ef Land og synir er undan- skilin farið jafnvel af stað, sagði Örnólfur Árnason. Að sögn þeirra Örnólfs og Þór- halls þá leggja þeir mikla áherslu á að sýna myndina úti á lands- byggðinni og er Akureyri fyrsti staðurinn utan Reykjavíkur sem myndin er sýnd á. - Við vonumst bara til þess að fólk taki vel við sér hérna og kunni að meta það að boðið sé upp á splunkunýja mynd. - ESE. Atómstöðin. Kvikmyndafélagið Óðinn h.f. frumsýnir „Atómstöðina", sem byggð er á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness, í Borgarbíói á Akureyri, föstudaginn 9. márs. Er þetta fyrsta íslenska bíó- myndin sem gerð er eftir verkum Laxness og jafnframt dýrasta kvikmynd sem íslendingar hafa gert til þessa. Framleiðslukostnaður er áætl- aður um 14 milljónir króna. Leikstjóri „Atómstöðvarinn- ar“ er Þorsteinn Jónsson, kvik- myndatöku stjórnaði Karl Ósk- arsson, en upptökustjóri var Þór- hallur Sigurðsson. Aðalhlutverkin leika Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla) og Gunnar Eyjólfsson (Búi Árland). Önnur helstu hlutverk leika Arn- ar Jónsson, Árni Tryggvason, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sig- urjónsson, Barði Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Baldvin Hall- dórsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Þóra Friðriksdóttir. „Atómstöðin“ var tekin síðast- liðið sumar og haust í Reykjavík, að Skaftafelli í Öræfum og í Hvalfirði. Myndin gerist fyrir tæpum 40 árum og hefur verið leitast við að endurskapa umhverfi þess tíma í byggingum, húsbúnaði, farar- tækjum, fatnaði o.s.frv. Inniatriði voru flest tekin í upptökusal Aðstöðu í vöru- skemmu við Vatnagarða. Þar voru byggð heil hús, íbúðir og aðrar vistarverur, alls að flatar- máli um 900 m2, og allt þetta búið húsmunum sem keyptir voru, smíðaðir, leigðir eða fengnir að láni. Listasöfn, stofnanir og ein- staklingar lánuðu einnig mikinn fjölda málverka og annarra lista- verka, sem notuð voru í leik- myndina. Útvega þurfti yfir fjögur hundruð leikbúninga. Voru þeir ýmist saumaðir, leigðir eða fengnir að láni. Meðlimir Fornbílaklúbbsins, Þjóðminjasafnið og Byggðasafn Hafnarfjarðar útveguðu gamlar bifreiðar, sem notaðar eru í myndinni. Um það bil 40 manna fast starfslið vann við töku kvikmynd- arinnar, auk fjölda íhlaupafólks, t.d. við gerð leikmynda og bún- inga. Öll meiriháttar hlutverk eru í höndum atvinnuleikara, sem eru um 30 í myndinni, en aukaleikar- ar voru hátt á fjórða hundrað. Má því segja, að um það bil fimm hundruð manns hafi unnið við sjálfa kvikmyndatökuna. Sigurjón Jóhannsson, yfirleik- myndateiknari Þjóðleikhússins, stjórnaði gerð leikmyndarinnar. Búninga hönnuðu Una Collins og Dóra Einarsdóttir. Ragna Fossberg annaðist förð- un og Guðrún Þorvarðardóttir hárgreiðslu. Karl Sighvatsson samdi tónlist- ina við kvikmyndina, en Karl leggur stund á tónsmíðar og kvik- myndatónlist í Boston í Banda- ríkjunum. Ymsir erlendir starfsmenn vinna við „Atómstöðina“ og önnuðust mikilsverð starfssvið, t.d. sá bandarísk kona, Nancy Baker, um klippingu myndarinn- ar, og Louis Kramer stjórnaði hljóðupptöku. Kramer er einn af þekktustu hljóðupptökumönnum Bretlands, sá t.d. um hljóð í myndunum „Gregory’s girl“ og „Local Hero“ eftir Bill Forsythe. Hljóð kvikmyndarinnar er í Dolby Stereo. „Atómstöðin" er fyrsta ís- lenska myndin sem gerð er jafn- hliða í tveimur útgáfum, þ.e. á ís- lensku og ensku. Enska útgáfan verður tilbúin í næsta mánuði. Gert hefur verið samkomulag við breskt fyrirtæki um dreifingu myndarinnar erlendis og er ráð- gert að hún verði sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í maí nk. Framleiðandi „Atómstöðvar- innar“ og framkvæmdastjóri Kvikmyndafélagsins Óðins h.f., er Örnólfur Árnason. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Einkasamkvæmi Köld borð Heitur veislumatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Erum farnir að taka á móti pöntunum fyrir fermingar. Sími 22600 Júníus heima 24599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.