Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 9. mars 1984 Já, já, það sofa allir eigin- menn í Hörgárdal heima, að minnsta kosti allir góðir eiginmenn, “ sagði Her- mann Árnason í samtali við Dag, en Hermann er formaður leiknefndar Ungmennafélags Skriðu- hrepps, sem frumsýnir gamanleikinn „Góðir eig- inmenn sofa heima“ að Melum í Hörgárdal í kvöld. Ég brá undir mig betri fætinum á þriðjudagskvöldið og fylgdist með æfingum á Melum. Leikar- arnir voru í óða önn að sminka sig og snurfusa þegar ég kom í lít- ið en vinalegt samkomuhúsið á Melum. Sumir voru orðnir úti- teknir í andliti fyrir tilverknað farðans og andrúmsloftið var eins og í ekta áhugamannaleikhúsi. - Hvar er dökki liturinn? spurði einn. - Ég er með’ann, sagði annar, en þú færð hann ekki strax því ég var að byrja að nota hann. - Hvar er augnabrúnalitur- inn? - Hvar er nían? - Hver er með dökka háralit- inn? - Svakalegt er að sjá þig maður, þú ert orðinn eins og Indíáni, sagði Sesselja Ingólfs- dóttir, þegar henni var litið fram- an í rautt og sællegt andlitið á Þórði Sigurjónssyni. - Vá, þið eruð að verða dálítið svakalegir strákar, maður skellir öruglega upp úr bara við að mæta ykkur á sviðinu,“ sagði einhver kvenleikarinn, að mig minnir Hólmfríður Helgadóttir. Svona gengu samræðurnar á meðan leikararnir hjálpuðust að við að gera sig klára fyrir æfing- una og það var léttur andi sem sveif yfir vötnunum. Og svo hófst æfingin. ?]ö rv'c-vU tatst truttvsy tvdut 0 Léttur gamanleikur Á meðan leikararnir voru að hita upp-spurði ég Hermann um leik- inn. „Þetta er farsi, sem byggist á misskilningi á misskilning ofan, eins og gengur og gerist í öllum almennilegum gamanleikjum," svaraði Hermann og hann hefur orðið áfram. „Leikurinn snýst um margslunginn fjármálamann, sem ýmist er kallaður Oeorg, Goggi eða Dúlli, allt eftir því hvaða kona á í hlut hverju sinni, skulum við segja. Það er Sigurð- ur Þórisson frá Auðbrekku sem leikur þennan fjölbreytilega pers- ónuleika, en Örn bróðir hans leikur uppfinningamanninn Jack, sem herjar á Gogga, en reynir jafnframt að leysa hann úr þeim ógöngum sem hann ratar í. Þriðji bróðirinn frá Auðbrekku, Gunn- ar Þórisson, leikur Stringer. Hann er sá eini sem getur leitt lýðinn í allan sannleikann, en hann er holgóma greyið, þannig að erfitt reynist að átta sig á hvað hann er að segja. Þess vegna halda allir að hann sé hinn mesti hálfviti, sem ekkert mark sé tak- andi á. Annars er best að segja ekki of mikið um leikinn, en það er mikið fjör í þessu og sjón er sögu ríkari." W Oft mikið hleg- ið á æfingum - En það eru fleiri leikendur? „Já, já, mikil ósköp. Halla Sig- urgeirsdóttir, eiginkona Sigurð- ar, og Hólmfríður Helgadóttir, eiginkona Arnar, leika báðar, þannig að fjölskyldan í Auð- brekku á stóran þátt í leiknum. Auk þeirra leika Þórður Stein- dórsson í Þríhyrningi, Sesselja Ingólfsdóttir í Fornhaga, Þórður Sigurjónsson á Möðruvöllum, Ketill Freysson og Unnur Arn- steinsdóttir í Stóra-Dunhaga. Þar að auki komum við Stefán Lárus- son inn á sviðið í hálfa mínútu, en við segjum ekki aukatekið orð. Fleiri hafa lagt hönd á plóginn, t.d. við leikmyndina, þar sem Haukur Steindórsson hefur verið allt í öllu, og Sigrún da\^v°’ Arnsteinsdóttir hefur verið okk- ur innan handar við búninga, förðun og sitthvað fleira. Fleiri nöfn mætti nefna og þetta hefst ekki nema með góðu samstarfi.“ - Þið leggið á ykkur mikla vinnu til að koma upp sýningu sem þessari; hvers vegna? „Það er bara svo gaman að standa í þessu. Félagsskapurinn og allt brasið í kringum þetta ger- ir starfið skemmtilegt. Það er yfirleitt létt yfir mannskapnum og oft er mikið hlegið á æfingum, því alltaf er eitthvað spaugilegt að koma upp á. Þar að auki eru leiksýningar ein helsta tekjulind Ungmennafélagsins og við höfum reynt að halda okkur við þá reglu, að setja upp leiksýningar annað hvert ár.“ - Eru allir leikararnir Hörg- dælingar? „Nei, ekki beint, en allir eru þeir tengdir dalnum á einhvern hátt, þó ekki búi þeir allir þar núna. Ég er t.d. frá Ytri-Bægisá, en bý á Akureyri og þannig er því varið með fleiri í leikhópn- um. En leikstarfsemin treystir tryggðabönd okkar við átthag- ana,“ sagði Hermann Arnason. 0 Gaman að vera með áhuga- leikurum Jóhann Ögmundsson, sá gamal- kunni leikari, er leikstjóri á Melum, og þetta er fjórða leiksýning þeirra Hörgdælinga í röð sem hann setur upp. Æfingin er komin á fulla ferð og Jóhann fylgist grannt með. Það er mikið um að vera á sviðinu, því hjóna- bandið hans Gogga er komið í steik og konan vill skilnað. Það er hræðileg uppákoma fyrir Gogga. ræfilinn, því allar eignir hans eru á nafni konunnar. „Hann hefur aldrei komið á svið áður þessi,“ hvíslar Jóhann að mér og bendir á Sigurð í hlut- verki Gogga, og er greinilega stoltur yfir frammistöðu hans. Og það kemur í ljós að 6 af 10 leikur- um í sýningunni hafa ekki stigið á svið áður, þótt það verði ekki merkt af framkomu þeirra. „Það er ef til vill rétt að vara „gáfað“ fólk við þessari sýningu, því mér skilst að það þyki orðið heimskulegt að hlæja í leik- húsi,“ sagði Jóhann í stuttu spjalli, og hann hefur orðið áfram. „Ég skil hins vegar ekki slíkan hugsunarhátt, því hláturinn leng- ir lífið og mér finnst hann aldrei heimskulegur. Ég hressist allur Leikhópurinn á Melum, aftasta röð f.v.: Ketill Freysson, Hólmfríður Helgadóttir, Örn Þórisson, Sesselja Ingólfsdóttir, Sigurður Þórisson, Þórður Steindórsson, Þórður Sigurjónsson, Gunnar Þórísson. Sitjandi í miðröð f.v.: Unnur Arnsteinsdóttir, Jóhann Ögmundsson, Halla Sigurgeirsdóttir. í fremstu röð f.v.: Hermann Árnason, Sigrún Arnsteinsdóttir og Stefán Lárusson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.