Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 09.03.1984, Blaðsíða 11
9. mars 1984-DAGUR- 11 Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson. við að hlæja almennilega. Ég setti þennan leik upp með Leik- félagi Akureyrar fyrir 20-30 árum. Þá fóru þeir á kostum Egg- ert heitinn Ólafsson og Ólafur Axelsson. Núna er ég með marga nýliða, en þeir leggja sig alla fram og gera það sem þeir geta. Það er gaman að vinna með slíku fólki. Þannig eru áhugaleikarar. Þeir spyrja ekki hvað þeir fái að launum og þeir sjá ekki eftir þeim tíma sem í þetta fer.“ - Finnst þér skemmtilegra að starfa með áhugaleikurum heldur en atvinnuleikurum? „Já, alveg hiklaust. Ég er þó ekki að lasta atvinnuleikarana, þetta er bara tvennt ólíkt. At- vinnuleikarar haga sínum vinnu- tíma eftir klukkunni, hafa sinn fasta vinnutíma. Áhugaleikar- arnir æfa hins vegar eftir þörfum, oft fram yfir miðnætti hvert ein- asta kvöld síðasta sprettinn fyrir frumsýningar. Þannig var líka gamli andinn hjá Leikfélagi Ak- ureyrar, þegar ég byrjaði þar fyr- ir einum 40 árum. Þetta er ef til vill gamaldags hugsunarháttur hjá mér, en hann er skemmti- legur.“ - Með Leikfélagi Akureyrar fyrir 40 árum; hvað ertu orðinn gamall Jói? „Hvað er ég orðinn? Ég verð sjötíu og fjögurra ára núna í ágústmánuði og finn engan bil- bug á mér.“ - Þú ert þá ekki að hugsa um að hætta afskiptum af leikstússi? „Nei, mér finnst ég vera allt annar maður síðan ég byrjaði á þessu aftur. Nú er ég líka að syngja með „gamla“ Geysi. Þetta fer að verða eins og í gamla daga. Á laugardaginn síðasta var ég t.d. á söngæfingu frá því um há- degi og fram til klukkan að verða fjögur. Síðan tók við leikæfing vestur á Melum um kvöldið.“ - Ertu þá að verða ungur í annað sinn? „Já, já, eða réttara sagt, ég hef aldrei orðið gamall og ætla mér ekki að verða það. Það skal aldrei koma fyrir; þá verð ég nú orðinn bágur ef ég get ekki staðið við það. Vissulega fer manni aftur á margan hátt; ég syng til dæmis ekki eins og ég gerði tví- tugur, en það er enginn dauða- dómur. Mér leiðist að heyra mæðuna í fólki á líku reki og ég, sem segir; æi, ég get þetta ekki, ég er orðinn svo gamall eða gömul. Þegar maður er farinn að tala þannig þá er maður farinn að tapa og eldist fyrr en ella. Á með- an maður getur leikið sér og gert örlítið grín að sér sjálfum, þá líð- ur manni vel. Og mér er nauð- synlegt að vera með fólki, vinna með fólki, sérstaklega ef það er ungt og lífsglatt. Kynslóðabil á ekki að vera til, það er alger óþarfi,“ sagði hinn síungi og lífsglaði Jóhann Ögmundsson í lok samtalsins. 0 / leikferð? „Já, það getur verið að við bregð- um undir okkur betri fætinum og förum í leikferð með „Eigin- mennina", sagði Hermann að- spurður. Hann sagði venju að fara í Ljósvetningabúð og Lauga- borg. Hins vegar væri stefnt að sem flestum sýningum á Melum, því alltaf breyttist leikmyndin eitthvað við flutning á milli húsa. Frumsýningin er í kvöld kl. 20.30 og næsta sýning er á sunnudaginn kl. 14.00. Þriðja sýningin verður á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. - GS. Hér er Halla Sigurgeirsdóttir að leggja síðustu hönd a „málverkið“ í and- litinu á Þórði Steindórssyni. Sesselja Ingólfsdóttir leikur „frúna“ af mikluin myndarskap. Jóhann Ögmundsson málar Gunnar Þórisson. Halla Sigurgeirsdóttir í hlutverki kvikmyndadísarinnar. Ný íslensk kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Tónlist: Karl J. Sighvatsson. Hljóöupptaka: Louis Kramer. Klipping: Nancy Baker. Búningar: Una Collins, Dóra Einarsdóttir. Förðun: Ragna Fossberg. Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardóttir. Upptökustjóri: Þórhallur Sigurðsson. Framleiðandi: Örnólfur Árnason. Leikendur: Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Arnar Jónsson, Árni Tryggva- son, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sigurjónsson, Barði Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Þóra Friðriksdóttir, Þóra Borg, Helga Bachmann, Steindór Hjörleifsson o.fl. DOLflV STEREO~| Sýnd föstudag kl. 5 og 9. Sýnd laugardag kl. 5 og 9. Sýnd sunnudag kl. 3, 5 og 9. Aðalfundur Leikfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 12. mars í Leikhús- inu Borgarasal kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkra- deild Hornbrekku, Ólafsfirði. Umsóknir sendist til Kristjáns H. Jónssonar sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 62482. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1984. Stjórn Hornbrekku. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ytri-Másstöðum, Svarfaðardal, þingl. eign Jósavins Helgasonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Gunnars Sólnes hrl. og Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 15.00. Sýslumaðurinn f Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Skíðabraut 11, Dalvík, þingl. eign Svavars Mar- inóssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Trygginga- stofnunar rikisins og veðdeildar Landsbanka fslands á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 14. mars 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetínn á Dalvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.