Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 7
12. mars 1984 - DAGUR - 7 Sigurrós Karlsdóttir sigraði í einstaklingskeppni í boccia. Mynd: gk- Hörð keppni á Hængsmótinu opnu íþróttamoti fyrir fatlaða Mikill fjöldi keppenda mætti á Hængsmótið um helgina, en það er opið íþróttamót fyrir fatlaða sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri á vegum íþróttafélags fatlaðra á Akureyri og Lionsklúbbsins Hængs. Félagar í Lionsklúbbn- um sjá alveg um framkvæmd jursælir hafi gengið vel miðað við veður, £ 86,86 en íslensk veðrátta er svo duttl- t. 88,70 ungafull að enginn gengur örugg- I. 90,30 ur til leiks við hana. í öllum flokkum voru verðlaun fleiri en gengur og gerist á skíða- mótum það er að segja að í tveim fjölmennustu flokkunum voru sex verðlaun en í hinum fimm. Svona á heildina litið virðist vera í öllum héruðum talsverð gróska í unglingaflokkum og lofar það góðu. mótsins, og þeim fórst það vel úr hendi. Á mótinu voru keppendur frá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri, Eik, Gný í Biskupstungum og frá Iþróttafélagi fatlaðra í Reykja- vík. Keppt var í fjórum greinum íþrótta, bogfimi, boccia, borð- tennis og í lyftingum. Keppnin í boccia var mjög um- fangsmikil enda keppendur langflestir í þeirri grein sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi á fáum árum. Keppt var í tveimur flokkum og í sveita- keppni. I keppni þroskaheftra sigraði Ólafur Benediktsson Gný, Kristjana Larsen Gný varð önnur, Árni Alexandersson Gný þriðji, fjórði Margeir Vernharðs- son Eik, Pétur Pétursson Eik varð fimmti og Magnús Ás- mundsson Eik varð í sjötta sæti. í sveitakeppni þroskaheftra vann Eik hins vegar tvöfaldan sigur. B-sveit Eikarinnar sigraði en í henni voru Valdimar Sig- urðsson, Aðalsteinn Friðjónsson og Anna Ragnarsdóttir. C-sveit Eikar varð í 2. sæti en hana skipuðu Nanna Haraldsdóttir, Áskell Traustason og Sævar Bergsson. B-sveitin frá Gný varð í 3. sæti. í flokki hreyfihamlaðra í bocc- ia sigraði Sigurrós Karlsdóttir ÍFA, Haukur Gunnarsson ÍFR í 2. sæti, Tryggvi Haraldsson ÍFA þriðji, Helga Bergmann ÍFR fjórða, Þorsteinn Williamsson ÍFA fimmti og sjötta Hafdís Gunnarsdóttir ÍFA. - í sveita- keppninni sigraði ÍFR. Hafdís Gunnarsdóttir ÍFA sigraði í borðtennis en þar var keppt í opnum flokki. Guðný Guðnadóttir ÍFR varð önnur og Elsa Stefánsdóttir ÍFR þriðja. í bogfimi voru tveir keppend- ur. Þar sigraði Snæbjörn Þórðar- son ÍFA og Aðalbjörg Sigurðar- dóttir IFA varð önnur. Þá var keppt í lyftingum, en fatlaðir keppa í bekkpressu. Reynir Kristófersson ÍFR sem keppir í 90 kg flokki lyfti 112,5 kg og hlaut 77,4 stig, Baldur Guðna- son ÍFR sem keppir í 82,5 kg flokki varð annar með 85 kg og hlaut hann 61,2 stig. Urslitakeppnin í 3. deildinni: Leikið á Akureyri -og í Reykjavík Þegar dregið var um það hjá HSI hvar leika skyldi úrslita- keppnina í 3. deild karla var nafn Akureyrar dregið fyrst. Það þýðir að fyrri hluti úrslit- anna - ein umferð - verður háð á Akureyri, en sú síðari verður í Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum Dags mun ætlunin að leikið verði á Ak- ureyri um næstu helgi. Liðin fjögur sem leika tvöfalda umferð til úrslita eru Týr frá Vestmannaeyjum, Ármann, Akranes og Þór Akureyri. Liðin taka stigin sem þau fengu í leikj- unum 16 með sér í úrslitakeppn- ina, og er staða þeirra því þessi er keppnin hefst: Ármann 16 13 0 3 460:344 26 Týr 16 11 3 2 389:264 25 Akranes 16 11 2 3 412:306 24 Þór 16 11 1 4 405:304 23 Þórsarar standa því verst að vígi liðanna fjögurra er úrslita- keppnin hefst. í henni leika liðin hins vegar 6 leiki þannig að ýmis- legt getur breyst og staða Þórs er alls ekki vonlaus þrátt fyrir að liðið sé í 4. sæti eins og er. Völsung vantar nú 2 stig - í íslandsmeistaratitilinn „Þetta var auðvitað áfangi að titlinum en þetta er ekki búið," sagði Hannes Karlsson þjálfari kvennaliðs Völsungs í blaki eftir að lið hans hafði unnið ÍS með 3:2 í hörkuleik í Hafralækjarskóla um helgina. Þarna mættust þau lið sem berjast um íslandsmestaratitil- inn og var Ijóst að hart yrði barist um stigin mikilvægu sem í boði voru. Mikill fjöldi áhorfenda mætti í Hafralækjarskólann og þar var sannkölluð úrslitastemmning á áhorfendapöllunum. í fyrstu hrinunni var ÍS sterkara og sigr- aði með 15 stigum gegn 6, en Völsungur sneri dæminu við í þeirri næstu og vann 15:5. Þá kom önnur hrina sem ÍS vann, nú 15:10 en Völsungur svaraði með að vinna næstu með sömu tölum. Og því þurfti úrslitahrinu. Hún var æsispennandi og lengst af fylgdust liðin að upp töfluna. Jafnt var á flestum tölum og t.d. 13:13 og 14:14. En við geysileg fagnaðarlæti tókst stúlkunum í Völsungi að skora tvö næstu stig og tryggja sér þannig stigin tvö. Völsungur stendur eftir þenn- an sigur best að vígi í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur tapað tveimur stigum minna en ÍS. Hins vegar á Völs- ungur eftir erfiðan útileik gegn Breiðabliki sem verður að vinn- ast til þess að tryggja titilinn. Fari hins vegar svo að Völsungur tapi þeim leik þarf aukaleik á milli ÍS og Völsungs um titilinn. Stelpurnar í ÍS kepptu einnig gegn KA um helgina og unnu 3:1. Þá urðu úrslitin í einstaka hrinum þau að ÍS vann tvær fyrstu 15:8 og 15:9, KA vann þá þriðju 15:9 en ÍS fjórðu hrinuna 15:6 og leikinn þar með. SÍS sigraði Lið Iðnaðardeildar Sambands- ins sem hefur verið mjög sigur- sælt í innanhússknattspyrnu bætti enn einni fjöður í hatt sinn um helgina er liðið sigraði í Firmakeppni Knattspyrnu- ráðs Akureyrar. í keppninni tóku upphaflega þátt 18 fyrir- tæki en um helgina léku 6 þeirra sérstaka úrslitakeppni í íþróttaskemmunni. Þá léku allir við alla og þegar upp var staðið voru það Þormóð- ur Einarsson og hans menn hjá Iðnaðardeild sem voru sigurveg- arar á markahlutfalli. Liðið í 2. sæti sem var frá Raforku var það lið sem mest kom á óvart í mót- inu en þar lék Bjarni Sy»;- björnsson Þórsari með lítt kunn- um knattspyrnumönnum. Póstur og sími sem kom inn í úrslitakeppnina fyrir ÚA sem ekki gat mætt til leiks varð í þriðja sæti en starfsmenn Sport- hússins urðu að gera sér 4. sætið að góðu. Þeim háði illilega að hafa ekki skiptimann, en allir starfsmenn fyrirtækisins 4 að tölu þurftu að leika alla leikina án hvíldar og háði það þeim. Slippstöðin varð í 5. sæti og það lið hafði skiptimenn eins og gefur að skilja, en lið lögreglunn- ar hafnaði í 6. og neðsta sæti, þetta létt leikandi og skemmti- lega lið sem talið er að eigi mikla framtíð fyrir sér á knattspyrnu- vellinum undir öruggri stjórn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.