Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -12. mars 1984 Minning 4* Hjörtur Fjeldstetl F. 8. des. 1930 - D. 4. mars 1984 Mig setti hljóðan og mér fannst stórt tóm hafa myndast, er ég frétti lát æskuvinar míns, Hjartar Fjeldsted forstjóra á Akureyri. Hann andaðist við sólris hinn 4. mars, aðeins 53 ára. Lát hans átti þó ekki að koma neinum, er þekkti hann, á óvart, því sjúk- dómur sá, er leiddi hann til dauða, hafði þjáð hann árum og áratugum saman. A sjúkrahúsum þurfti hann að dvelja oft á ári hin síðari ár, stundum mjög sjúkur. En strax og heim var komið hóf hann vinnu sína á ný með sama áhuga og krafti og ætíð áður, því atorka var eðli hans. Hjörtur Fjeldsted fæddist 8. desember 1930. Móðir hans var Ingv'eldur Hjartardóttir Fjeldsted og faðir hans Gunnlaugur Jónsson, nú látinn og voru þau ógift. Móðir drengsins dvaldi er- lendis öll hans æsku- og unglings- ár og kom það í hlut afa hans og ömmu, Hjartar Lárussonar Fjeldsteds skipstjóra og útgerð- armanns á Akureyri og Guðrún- ar konu hans, að ala hann upp. Varð drengurinn brátt auga- steinn þeirra og eftirlæti. OIl bjuggu þau á Stóruyöllum, en það hús stóð vestan Akureyrar- kirkju og var kirkjan byggð á lóð sem þau heiðurshjón gáfu. Við Stóruvelli var Hjörtur jafnan kenndur í vinahópi og kallaður Lilli á Stóruvöllum. Við Lilli á Stóruvöllum gengum saman í barnaskóla og gagnfræðaskóla og þá hófst sú vinátta okkar, sem aldrei bar hinn minnsta skugga á öll þau ánægjulegu ár, sem við áttum saman, sem börn og unglingar og síðan sem fulltíða menn. Við upphaf náms í Gagnfræða- skólanum andaðist amma hans og var það þeim nöfnum báðum mikið áfall. Þrem árum síðar andaðist Hjörtur Fjeldsted eldri. Varð það Lilla erfið lífsreynsla því samband þeirra nafnanna hafði verið einstaklega fagurt. Hjörtur Fjeldsted eldri var ung- um nafna sínum ekki aðeins faðir, heldur einnig vinur og fé- lagi. Eftir lát gamla mannsins flutti Lilli heim til mín og foreldra minna og eitt gekk yfir báða þangað til við stofnuðum okkar eigin heimili þegar sá tími kom. Á ég margar fagrar og skemmti- legar minningar frá þeim árum. Ekki völdum við sama lífsstarf- ið, ég fór í iðnnám en Liili í Stýri- mannaskólann, lauk þaðan meira stýrimannaprófi 1952 og stundaði sjóinn mörg næstu árin, sem há- seti, stýrimaður, skipstjóri og út- gerðarmaður. En milli skipa og vertíða vann hann oftast við veið- arfæragerð, en á því sviði aflaði hann sér góðrar þekkingar. Árið 1967 stofnaði hann fyrir- tækið Skipaþjónustuna, sem er umboðs- og heildsöluverslun, sem annast hvers konar vinnslu á vírum og tógum og alla fyrir- greiðslu til skipa. Þar hygg ég að Hjörtur Fjeldsted hafi verið .á réttri hillu því hvers konar við- skipti voru honum eðlileg og mjög að skapi. Hjörtur Fjeldsted forstjóri var stór í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og höfðingi að allri gerð. Svo vandvirkur var hann, að hann vildi ekkert láta frá sér fara fyrr en hann gat ekki betur gert. Fyrir augum þeirra, sem ekk- ert þekktu hann, gat hann virst kaldur, en það var brynja. Undir henni sló heitt hjarta. Hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að reyna að bæta úr því og sparaði þá hvorki fé né fyrirhöfn. Árið 1953 kvæntist Hjörtur Fjeldsted eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Randheiði Sigurðar- dóttur frá Svalbarði í Glerár- þorpi. Hafði hann oft á orði, að sá dagur hefði verið sinn mesti hamingjudagur. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Ingveldur, sem gift er og búsett í Austurlöndum, Guðrún, sem er húsmóðir á Akureyri og Hjörtur, sem er við nám í Kaupmanna- höfn og hefur stofnað eigið heim- ili. Þau Hjörtur Fjeldsted og Guðrún kona hans byggðu sér húsið Kringlumýri 6 skömmu eft- ir giftinguna og bjuggu þar síðan. Heimili þeirra var glæsilegt innan dyra og utan, svo þar hallaðist ekki á. Pangað var gott að koma og þar var gott að vera. Hjörtur kunni vel að gleðjast með glöðum og var hrókur alls fagn- aðar þegar það átti við. Ég veit ég mæli fyrir munn allra æskufélaganna, sem haldið höfum hópinn fram á þennan dag, er ég nú þakka ykk- ur hjónum ótaldar ánægju- og gleðistundir á heimili ykkar og annars staðar. Heiða mín, ég og konan mín sendum þér og börn- um ykkar innilegar samúðar- kveðjur. Við biðjum hinn hæsta um leiðsögn og blessun, Lilla til handa á hinum ókunnu leiðum. Það var bjartur og fagur blær yfir lífshlaupi hins látna. Guðbrandur Sigurgeirsson. Þann 4. mars sl. andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar okkar góði vinur Hjörtur Fjeldsted, langt um aldur fram, aðeins 53 ára. Ekki ætlum við okkur að rekja æviferil hans hér, en langar með þessum -fátæklegu orðum að þakka fyrir þau ár sem við vorum honum samferða. • Kynni okkar hófust fyrir rúm- um 12 árum þegar við fluttum til Akureyrar, hafa þau kynni ætíð haldist síðan, og óhætt er að segja að þar hafi aldrei fallið skuggi á, því Hjörtur var sannur vinur og félagi. Hjörtur var giftur heiðurskon- unni Guðrúnu R. Sigurðardótt- ur, Heiðu, eins og hún ávallt er kölluð meðal vina, og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn, Ing- veldi, Guðrúnu og Hjört. Hafa þau öll stofnað eigin heimili og eru foreldrum sínum til sóma á allan hátt. Barnabörnin eru tvö, Guðrún 12 ára, sem verið hefur sólargeisli afa og ömmu alla tíð, og Hjörtur Þór á öðru ári sem alltof stutt fékk að njóta hlýjunn- ar hjá afa. Hjörtur var alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum og ætlaðist aldrei til neins í staðinn. Við minnumst þess með þakklæti þau fjögur ár sem við bjuggum fjarri og þurftum á því að halda að dvelja í bænum, tóku þau öll okkur opnum örmum eins og við værum ein af fjölskyldunni. Nú þegar leiðir skilja um sinn viljum við færa Hirti þakkir okkar fyrir alla tryggð hans og vináttu. Heiðu, börnurtum og aldraðri móður hans sendum við okkar bestu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Ása og Ásgrímur. Karlmennska og æðruleysi eru eðliskostir sem áður voru í há- vegum hafðir og mættu enn met- ast meir en verið hefur f tísku um sinn. Því kemur mér þetta nú í hug, að ég kveð hér þann mann, sem ég hef þekkt einna æðru- lausastan drengskaparmann um dagana. Kynni okkar voru ekki löng, e'n milli hans og föður míns voru löng kynni og góð, þar sem Hjörtur hóf með honum sinn sjómennskuferil fyrir nærri fjöru- tíu árum á skipum afa síns og nafna. Framan af ævi stundaði Hjörtur sjó - lengst af á togurum Akureyringa. Hann var duglegur og óvílsamur þar sem í öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Eins og títt er um atorkumenn og framkvæmda langaði hann að fást við sjálfstæðan rekstur og hóf rekstur Skipaþjónustunnar fyrir 17 árum, sem hann átti síðan og stýrði til dauðadags og hafði gert að myndarlegu fyrirtæki. Það er þeim mun meira afrek sem hann gekk aldrei heill til skógar undan- farin ár. Má segja að hann hafi barist í návígi við dauðann nú um nokkurra ára skeið. En honum var margt betur gefið en vol og víl. Ég hitti hann á götu nokkrum dögum fyrir andlát sitt - hressan og glaðan að vanda - þótt hann væri þá að koma úr erfiðri sjúk- dómslegu. Hann var staðráðinn í að standa meðan stætt væri, og við höfðum uppi gamanmál um að gera okkur glaða stund í næstu viku með þessum venjulega for- mála okkar - ef við verðum báðir uppistandandi. Það er sálarbót að slíkum mönnum. Nóg er um sorta, víl og volæði í velferðinni og þeim mun meiri hressing af slíku fólki sem Hirti Fjeldsted, sem aldrei lét erfiðleikana smækka sig, en stóð af sér alla sjói, nema þann sem hvern og einn okkar ber að síðustu burt héðan. Hjörtur var dulur um sjálfan sig og eigin hagi. Hann hafði þann skemmtilega kost að þykja flest merkilegra sem aðra henti en sjálfan hann. Hann var fjöl- fróður og greindur og hafði merkilega víða komið við í bókum, fljótur að nema og kom- ast til botns í því, sem hann fékkst við. Á umliðnum tíu árum áttum við margt saman að sælda í dagsins önn og á gleðistundum. í mínum vinahópi er því skarð fyrir skildi, en dauðinn er um- skipti - slík var okkar beggja trú. Sorg og söknuður Guðrúnar Heiðu - konu hans - sonar og dætra er mikil. Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Ég votta þeim sem og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið vini mínum Guðs blessunar í eilífð- inni. Bárður Halldórsson. Leikklúbburinn Smásaga: „Þnleikur um pabba" - Frumsýndur Bridgehátíð var haldin í Reykjavík um síðustu helgi. Var þar bæði tvímennings- og sveitakeppni. í tvímenningnum spiluðu þeir Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjónsson frá Bridgefélagi Akureyrar. Hér sjást þeir spila við Alan Cok- in og Mark Molson, Bandaríkjamenn, sem voru í sveitinni sem sigraði í sveitakeppninni. Við borðshomið situr Soff- ía Guðmundsdóttir. Ljósmynd: Arnór. Sveit Páls efst Nú er lokið I v eimur umferðum í fjögurra umferða sveitahrað- keppni Bridgefélags Akureyr- ar. AIIs spila 18 sveitir. Þegar keppnin er hálfnuð er staða efstu sveita þessi: Sveit 1. Páls Pálssonar 2. Harðar Steinbergssonar 3. Jóns Stefánssonar 4. Stefáns Ragnarssonar 5. Júlíusar Thorarensen stig 6. Stefáns Vilhjálmssonar 596 658 7. Kristjáns Guðjónssonar 590 650 8. Smára Garðarssonar 589 646 9. Halldórs Gestssonar 571 621 Meðalárangur er 576 stig. Þriðja 597 umferð verður spiluð nk. þriðju- dagskvöld í Félagsborg kl. 19.30. Leikklúbburinn Smásaga í Reykjavík, skilgetið afkvæmi unglingaleikhússins Sögu á Akureyri, er eitt fárra starf- andi áhugaleikhúsa á höfuð- borgarsvæðinu og hið yngsta þeirra. Leikklúbburinn er nú í þann veginn að hefja æfingar á fyrsta verkefni síiiu, en einn félaga klúbbsins, Helgi Már Barðason, skrifar það í sam- ráði við hópinn. Verkið samanstendur af þrem- ur sjálfstæðum svipmyndum eða einþáttungum, sem saman hafa hlótið nafnið „Þríleikur um pabba". Einþáttungarnir eru ólíkir að efni að öðru leyti en því að eins konar „rauði þráður" þeirra er yrkisefnið: Faðir og barn. Þrír klúbbfélagar skipta með sér leikstjórn svipmyndanna. Einni er leikstýrt af höfundi, en hinum tveimur stjórna þau Adolf Ingi Erlingsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, sem bæði eru þaul- kunnug starfsemi áhugaleikhúsa fyrir ungt fólk. Allir klúbbfélag- arnir leika í sýningunni og eru þeir á aldrinum 15-24ra ára. Frumsýning „Þríleiks um pabba" verður í Tónabæ síðari hluta aprílmánaðar. Súlur hf. eiga Súluna í frétt í blaðinu á mánudaginn var Sverrir Leósson sagður eig- andi Súlunnar. Hið rétta er að Súlur hf. eiga skipið, en aðaleig- andi félagsins er Leó Sigurðsson, útgerðarmaður. Sverrir Leósson er hins vegar fulltrúi hjá útgerð- arfyrirtækinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.