Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 9
16. mars 1984 - DAGUR - 9 Önnur hljómplata vœntanleg - Megum við eiga von á þér á sviði heima á næstunni? „Það hefur ekkert verið ákveð- ið, en það hefur verið rætt. Það er nú einu sinni þannig heima, að það er mikið talað og talað; stundum verður eitthvað úr því en oftar ekki. Ég kem heim til starfa með glöðu geði, ef tekið er tillit til minna skoðana og minn- ar reynslu á þessum hlutum. Það hefur komið til tals að ég syngi í Rígólettó hjá Þjóðleikhúsinu næsta leikár. Ég hef gefið þeim grænt ljós, ef gengið verður til móts við mínar óskir. En ég hef ekkert heyrt frá þjóðleikhús- stjóra lengi. Hins vegar þarf ég að skipuleggja minn tíma, þannig að ég get ekki alltaf hlaupið heim, jafnvel með örskömmum fyrirvara. En mig langar að syngja heima, því þar er mitt fólk. Og ef ég kem heim, þá er ekki að vita nema ég banki upp á hjá Akureyringum með tón- leika.“ - Þín fyrsta hljómplata kom út í haust og hún hefur nú selst í um 17 þúsund eintökum og þessa dagana er verið að dreifa henni á alþjóðlegum markaði. Er önnur plata í uppsiglingu? „Já, það er í bígerð að gefa aðra plötu út með haustinu, ef allt gengur að óskum. Á þeirri plötu verða þekktar aríur úr óp- erum og það verður Lundúna- sinfónían sem leikur undir eins og á þeirri fyrri. Ég var himinlif- andi með þær undirtektir sem fyrsta platan mín fékk og það gaf okkur byr undir báða vængi til að haida áfram.“ Bjart framundan - En hvað er framundan þegar sýningum á Tosca lýkur hér í Bretlandi? „Næst á dagskránni er að syngja í tveim Puccini óperum á Ítalíu. Síðan fer ég að vinna að Grímudansleiknum, en það er sú ópera sem ég á að „debutera" í vestur í Bandaríkjunum. Æfingar byrja 15. ágúst, en síðan verða sýningar í október og nóv- ember í „Opera Columbus“. Síð- an fer ég með sömu sýningu niður til Florida og syng þar fram í desember, Þá taka við Rigaletto og Tosca í Washington, en eftir það liggur leiðin til San Diego í Suður-Ameríku og þaðan til Ríó í Brasilíu. Svo syng ég í Rígó- lettó fyrir Tulsa óperuna og þarna erum við komnir fram í mars 1988. En það verður fleira búið að gerast áður en það verður, því ég er með annan samning við „Opera Columbus". Samkvæmt honum á ég að syngja í Madame Butterfly í mars 1986 með sjálfri Reneta Schotto, sem er ein skærasta sópranstjarnan í dag. Svo er aftur Pinkerton í Ma- dame Butterfly með Mitchigan óperunni og einnig standa yfir viðræður við Chicago-lyrik, óper- una í San Fransisco og báðar stóru óperurnar í New York; New York City og Metropolitan. ' Fjögur síðustu óperuhúsin eru þau stærstu í heimi og í bréfi sem ég yar að fá frá umboðsmanni mínum í dag segir, að það sé ekki spurning um hvort samningar takist, heldur hvenær það verði. Það sé einungis beðið eftir rétta augnablikinu og réttu óperunni. Að lokum get ég nefnt samning um að syngja Cavaradossi enn einu sinni, nú í Pitsburg í Banda- ríkjunum 1985 og 86. Það er því bjart framundan og ljóst að ég er ekki áhugasöngvari lengur.“ - Hvert er takmarkið? „Að verða betri og betri lista- maður, vera í stöðugri framför og byggja upp fyrir framtíðina, þannig að fólkið verði ánægt. Söngnámi lýkur aldrei." - Hvernig lífi lifir þú. Er þetta ljúft líf, sem líður við glaum og gleði og litla vinnu?!! „ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ, ha-ha- ha-ha, sá var góður,“ segir Krist- ján og hlær sínum einstaka hlátri, svo undir tekur í herberginu. Síð- an hélt hann áfram. „Ég hef fast símanúmer og heimilisfang á ítal- íu, en þeim fækkar stundunum sem ég er þar. Ég get nefnt þér sem dæmi, að ég settí niður í tösku í lok september í fyrra og ég tók ekki upp úr henni fyrr en í lok janúar í ár. Allan þennan tíma var hún í slagtogi með mér. Mönnum finnst ef til vill ekki mikið um þegar litið er á sýning- arnar, ef til vill 2-3 á viku. En málið er það, að söngvarinn get- ur lítið hreyft sig þess á milli ef hann vill vera í toppformi. Og það dugir ekki annað í þessari baráttu en að vera í toppformi. Söngvari sem hallast að hinu ljúfa lífi verður ekki lengi á toppnum. Ég skemmti mér þegar tilefni og tími er til, en ég byggi mig vel upp andlega sem líkam- lega fyrir sýningar. Það dugir ekkert annað og kvennafar kem- ur ekki til greina í marga sólar- hringa fyrir sýningu. Það er með okkur söngvarana eins og íþróttamennina. Þeir bestu neita sér um margar lífsins „lystisemd- ir“, eins og stundum er sagt, og þeir uppskera líka samkvæmt því. Það gildir það sama um söngvarann, hann verður að vera í fullkomnu jafnvægi andlega sem líkamlega þegar hann kemur fram. Annars nær hann ekki að sýna það besta sem í honum býr. Þar að auki er söngurinn meira en vinna fyrir mig. Hann er mitt áhugamál líka og ef það líða einn eða tveir dagar án þess að ég sé eitthvað að fást við söng þá er ég ómögulegur maður. Mér hund- leiðist og ég veit lítið hvað ég á af mér að gera. Söngurinn er mitt nautnalyf.“ 0 Ég bið að heilsa - Fyrir sjö árum hentir þú frá þér skiptilyklinum, seldir verkstæði þitt, brenndir sem sé allar brýr að baki þér á Akureyri og byrjaðir söngnám á Ítalíu. Hefur þú ein- hvern tímann séð eftir því? „Ne-hei, það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég fann það fljótt að ég hafði gert rétt. Þetta eðli er í mér og mörgum í minni fjölskyldu. Það er ef til vill þess vegna, sem verið er að tala um að við séum svona og svona mikið áberandi og svona og svona mik- ið skrítin, vitlaus og öðruvísi en annað fólk. Það verður bara að hafa það. Þó lífið sé ekki alltaf leikur, þá er ég ánægður með til- veruna. Ég elska mitt fólk, ætt- ingja og vini. Berðu þeim öllum bestu kveðju mína. Vonandi sjáumst við fyrr eða síðar.“ Þar með var viðtalinu við Kristján lokið og fyrr en varði voru úti dýrðardagar í Leeds. Mér varð hugsað til þess þegar óperusýningin var að hefjast, að gangur lífsins væri með ólíkind- um. Þarna var ég sestur til að hlusta á gamlan leikbróður minn af Suður-Brekkunni á Akureyri syngja í stóru og virðulegu óperuhúsi í Englandi. Slík uppá- koma hvarflaði víst að hvorugum okkar þegar við sátum saman og reyktum njóla fyrir einum þrjátíu árum síðan! Svona er lífið. - GS. er mitt nautnalvf í íimsókn hjá „Kidda Konn“ í Leeds ^^66 í T c/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.