Dagur - 21.03.1984, Page 4
4-DAGUR-21. mars 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI -
LAUSASÖLUVERÐ 18 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ófremdarástand hjá
dreifbýlisskólunum
Enn á ný eru dreifbýlisskólarnir í erfiðleikum
vegna vanskila á lögbundnum greiðslum frá
ríkinu. Fyrr í vetur hefur komið til þess að
skólar hafa þurft að loka og enn á ný blasir
sama staðan við ef ekki fást úrbætur. Það
grátlegasta við málið er þó það, að lítið sem
ekkert mál er að kippa því í liðinn. Það er fyrst
og fremst kerfistregða sem veldur því að
dreifbýlisskólarnir lenda í vandræðum ár eftir
ár.
Vegna þess að hluti af launagreiðslum til
sumra starfsmanna grunnskólanna úti um
land fer í gegn um sveitarfélögin og er síðan
endurgreiddur af ríkinu, lenda greiðslur til
þessara starfsmanna aftur fyrir í þeirri for-
gangsröð sem viðhöfð er með greiðslur til
skólahalds. Starfsmenn þéttbýlisskólanna fá
sín laun greidd frá launadeild fjármálaráðu-
neytisins strax að loknu greiðslutímabilinu.
Þá er eftir að greiða laun fyrir t.d. yfirvinnu
kennara í dreifbýlisskólum og heimavistar-
gæslu, skólaakstur og mötuneyti. Þetta eru
ekki réttminni laun en til þeirra sem búa á
þéttbýlisstöðunum. En þar sem litlu sveitar-
félögin þurfa að standa undir þessum
greiðslum, sem síðan fást seint og illa endur-
greiddar af ríkinu, kemur sífellt til þess að
ekki er hægt að greiða þessu starfsfólki laun.
Á fundum skólastjóra og yfirkennara á
Norðurlandi eystra, sem haldnir voru á Akur-
eyri og Húsavík nýlega, var vakin athygli á
því ófremdarástandi sem enn einu sinni hefur
skapast hjá heimavistar- og heimanaksturs-
skólum vegna vanskila ríkissjóðs á lögboðn-
um greiðslum á skólakostnaði. Þá var á sam-
eiginlegum fundi fræðsluráða Norðurlands
eystra og Norðurlands vestra samþykkt
ályktun þar sem segir, að rekstrarvandi dreif-
býlisskólanna hafi ekki enn verið leystur til
frambúðar og ekki sé kunnugt um að neinar
viðræður eigi sér stað til lausnar vandanum.
Fræðsluráðin hafa þungar áhyggjur af þessu
og telja að ríkissjóði beri að standa við ský-
lausa lagaskyldu sína samkvæmt grunnskóla-
lögum og reglugerð um reksturskostnað
grunnskóla um skilvísar greiðslur áfallins
kostnaðar.
Það er ófært að skólum í þéttbýli og dreif-
býli sé mismunað með þessum hætti. íslend-
ingar hafa hreykt sér af almennri menntun
allra landsmanna og jafnri aðstöðu til náms.
Ætla mætti að stefnubreyting sé að verða á í
þessum efnum í menntamálaráðuneytinu.
Sökum þess að það eru ekki sömu gjaldker-
arnir sem greiða starfsmönnum skóla laun,
eftir því hvort þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli,
skapast óþolandi misrétti sem verður að lag-
færa.
Opið bréf til ritstjóra
Hr. ritstjóri!
Þú gerir athugasemd við grein
mína í 31. tbl. Dags, sem út kom
12. mars síðastliðinn. Mér kom i
hug máltækið „sök bítur sekan“,
þegar ég las þessa athugasemd
þína.
Ég var nokkuð lengi að taka
ákvörðun um það hvort ég ætti
að gera athugasemd við þessa at-
hugasemd þína. Mér sýndist í
fyrstu að það væri óþarfi, þar sem
þú undirstrikar réttmæti þeirrar
gagnrýni sem ég setti fram í grein
minni.
En það hefur komið í ljós, að
ýmsir hafa álitið að þú færir með
rétt mál varðandi mig persónu-
lega í fyrrnefndri athugasemd, og
þess vegna sé ég mig knúinn til að
leiðrétta rangfærslur þínar.
Þú segir: „Umræddur lista-
maður gæti verið hann sjálfur og
það eina sem ég minnist varðandi
mynd eftir R.Lár á forsíðum
Dags var svolítið Bogga-leg
mynd af Gísla á Uppsölum, en
sú mynd tengdist grein eftir
R.Lár inni í blaðinu, sem hann
fékk að sjálfsögðu greitt fyrir.“
I fyrsta lagi er þér vel kunnugt
um það, að umræddur listamaður
er ekki ég. Það er því síður en
svo heiðarlegt af þér að læða
þeirri hugmynd að lesendum þess
blaðs sem þú ritstýrir. Sú teikn-
ing sem birtist á forsíðu Dags af
Gísla á Uppsölum og var að þínu
mati „svolítið Bogga-leg“, var til-
vísun í efni inni í blaðinu og var
sett á forsíðuna sem slík og kom
ég þar hvergi nærri. Þetta ættir
þú að vita og veist reyndar.
Ég hef ekki kvartað undan því
að hafa ekki fengið greitt „sam-
kvæmt reikningi", fyrir þau verk-
efni sem ég hef unnið fyrir Dag.
Hins vegar vil ég benda þér á
það, vegna þess sem á eftir
kemur, að ég hef gert nokkrar
teikningar samkvæmt beiðni
blaðamanna Dags, til birtingar í
blaðinu, án þess að krefjast
greiðsiu fyrir, enda er mér vel til
blaðsins og starfsmanna þess. í
fljótfærnislega skrifaðri athuga-
semd þinni gefur þú í skyn, að ég
hafi fengið greidd hálf mánaðar-
laun verkamanns fyrir að hanna
nýjan Helgar-haus og „nokkrar"
myndir fyrir veðurdálkinn á bak-
síðu.
Ef þér finnst þessi verkefni
hafa verið ofborguð, þá skora ég
á þig að færa rök fyrir því. í leið-
inni gætir þú kannað hvor okkar
hefur margfaldari verkamanna-
laun og gleymdu ekki aukavinn-
unni sem þú vinnur í vinnutíma
þínum sem ritstjóri.
Þú segir undir lok athugasemd-
ar þinnar: „Það er hins vegar rétt
að Dagur hefur notið velvildar
annarra, (leturbr. mín, R.Lár.),
listamanna í bænum, sem hafa
gert heilar forsíðumyndir án
greiðslu."
Með þessum orðum undirstrik-
ar þú einmitt það sem ég var að
benda á í grein minni, þ.e.a.s.
það sjónarmið þitt, (og því miður
ertu ekki einn um það), að það
sé ekkert athugavert við það að
„skreyta sig ókeypis fjöðrum
listamanna", selja vöru, (t.d.
Dag), fyrir þeirra tilstilli meðal
annars, en þeir skuli sitja á hak-
anum hvað greiðslur snertir.
í grein minni var ég að reyna
að vekja umræður um hlutskipti
listamanna og annarra hönnuða,
sjónarmið sumra samborgara
gagnvart þeim og fordóma
manna eins og þín í þeirra garð.
í athugasemd þinni reynir þú
að sverta mig persónulega, í stað
þess að svara málefnalega.
Ef þú finnur þig knúinn til að
gera „athugasemd" við þetta
opna bréf mitt til þín, þá bið ég
þig lengstra orða að hugsa áður
en þú framkvæmir og fara með
rétt mál.
Megi Dagur hver fegurð þér
færa.
Ragnar Lár.
Athugasemd: Eftir örstutta um-
hugsun ákvað ég að svara þér í
engu, nema hvað ég held að þú
hljótir að vera einn um þá
skoðun að ég hafi fordóma gagn-
vart listamönnum og hönnuðum.
Efnisleg atriði greinar þinnar
voru ágæt, en síðasti hlutinn og
þetta sem hér birtist er nöldur,
sem ég held að þú gerir lista-
mönnum engan greiða með. HS
Austur-Húnavatnssýsla:
Mikið um að vera
í félags- og
menningarmálum
Margt hefur verið að gerast í
félags- og menningarmálum í
Austur-Húnavatnssýslu frá
áramótum.
Hin hefðbundnu þorrablót
voru haldin og mikið hefur verið
um heimsóknir leikfélaga úr ná-
grannabyggðum t.d. Leikfélag
Ólafsfjarðar með „Músagildr-
una“, Leikfélag Hofsóss með
„Saklausa svallarann" og Leik-
félag Hvammstanga með „Gullna
hliðið“. Aðsókn var mjög góð á
allar sýningarnar. Myndlist hefur
fengið sinn skerf, en Örn Ingi
myndlistarmaður frá Akureyri var
með sýningu á Hótel Blönduós
helgina 2.-4. mars. Ferðafélögin
Útsýn og Samvinnuferðir/Land-
sýn hafa verið með kynningar-
kvöld og boðið upp á margs kon-
ar skemmtiatriði og veislumat.
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga hefur verið með
spurningakeppni „sveitarfélögin
svara“ í gangi og hefur verið
keppt á tveimur stöðum í sýsl-
unni en eftir er að halda keppn-
inni áfram í þrjú kvöld til að úr-
slit fáist.
Tónlistarfélag sýslunnar stóð
fyrir tónleikum með Eddu Er-
lendsdóttur píanóleikara, en fyrr
um daginn voru tónleikar fyrir
nemendur Grunnskóla Blöndu-
óss. Einnig hefur Pétur Jónasson
gítarleikari heimsótt Blönduós
og verið með tónleika.
Öldungadeild-kvöldskóli hefur
verið starfandi á vorönn á Blöndu-
iósi og_er boðið upp á 9 nám-
Frá Blönduósi.
skeið í 7 námsgreinum. Yfir 70
þátttakendur hafa innritast í
námskeiðin. í vetur hefur full-
orðinsfræðsla verið á Skaga-
strönd og hefur þátttaka verið
góð.
Ekki verður neitt lát á í Aust-
ur-Húnavatnssýslu er varðar
skemmtanahald því á næátunni
mun Leikfélag Blönduóss frum-
sýna leikritið „Spanskflugan“ eft-
ir þá Arnold og Bach undir leik-
stjórn Eyþórs Arnasonar.
Undirbúningur undir Húna-
vöku ’84 er í fullum gangi og
verður þar margt á döfinni m.a.
sýning á teikningum eftir Sig-
mund og á Húsbændavöku verð-
ur Helgi Seljan alþingismaður
ræðumaður. Á pálmasunnudag
verður kórsöngur, en þá mun
Samkórinn Björk flytja söng-
verkið Gloría eftir Vivaldi. Sam-
kórinn Björk samanstendur af
áhugafólki um söng frá Blöndu-
ósi og nágrannasveitum Blöndu-
óss. Stjórnandi er Svein Arne
Korshamn. Hljómsveitin Topp-
menn mun sjá um fjörið á Húna-
vöku ’84.
Björn Sigurbjörnsson.