Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. apríl 1984 Þráinn Stefánsson: Ekki oft, einstaka sinnum og þá helst þegar gott er veöur. Gunnar Geirsson: Nei, mér er óhætt aö fullyrða að svo er ekki. Guöntundur Þorsteinsson: Ég myndi segja það. Valgerður Magnþórsdóttir Nei, stundum. Kolbrún Aradóttir: Jú það kemur fyrir, þegar er gott veður. „Það er göfug hugsjón, sem Lionsmenn taka höndum saman um að framkvæma undir kjörorðinu: Bætum sjón. Átak þetta til sjón- verndar er lofsvert framtak, og vert er að ljá því athygli. Tilgangurinn er að skapa Augndeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri full- komna aðstöðu til augn- Iækninga." (Pétur Sigurgeirsson, biskup yfir Is- landi) Þann 6. maí nk. ganga Lions- menn á Norðurlandi og víðar í hús undir kjörorðinu „Bætum sjón“. Seld verða barmmerki og vandaðir minnispeningar en að auki verður tekið á móti frjálsum Hörður Þórleifsson, verkefnafuiltrúi söfnunarinnar. - Þetta hefur verið til umræðu hjá okkur í ein tvö ár. Lionsfé- lagar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi átt sér þennan draum og það var loks þann 12. febrúar sl. að Hörður Svanbergsson, um- dæmisstjóri í umdæmi 109 B sem nær frá Akranesi til Þórshafnar, boðaði til fundar um þetta mál. Á fundinum var ákveðið að hella sér út í þetta verkefni af fullum krafti og söfnunin verður því í gangi á fleiri stöðum en bara hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Augn- læknar FSA þjóna svæðinu frá Húnavatnssýslum í vestri að Vopnafirði í austri og það er því mikið í húfi. Ég vil sérstaklega taka það fram að við höfum átt mjög gott samstarf við Kiwanis- menn á þeim stöðum sem Lions starfar ekki og Kiwanismenn á Atak til sjónverndar — Rætt við Hörð Þórleifsson um söfnun Lionsmanna til styrktar Augnlækningadeild F.S.A. framlögum í söfnunina sem Lionsmenn hafa ákveðið að hrinda af stað til styrktar Augn- lækningadeild FSA. Biskupinn yfir íslandi, hr. Pétur Sigurgeirs- son, sem vitnað er til hér að ofan er einmitt verndari söfnunarinn- ar, en markmið Lionsmanna er það að safna a.m.k. tveim millj- ónum króna en það fjármagn ætti að duga til þess að kaupa þau tæki sem sárlega vantar á augnlækn- ingadeildina. Til þess að fá nánari upplýsing- ar um þessa söfnun Lionsmanna, höfðum við samband við Hörð Þórleifsson, tannlækni á Akur- eyri, verkefnafulltrúa Lions í um- dæmi 109 B sem jafnframt er framkvæmdastjóri í þessari al- mennu söfnun. - Ástæðan fyrir því að við för- um út í þessa söfnun er fyrst og fremst vegna þeirrar brýnu þarfar sem er á þessum tækjum á Augn- lækningadeild FSA og jafnframt hefur sjónvernd verið sérstakt Lionsstarf allt frá upphafi hreyf- ingarinnar. Hvíti stafurinn er t.d. vel þekkt Lionsverk. - Af hverju söfnun til styrktar Augnlækningadeild FSA sér- staklega? - Okkur hefur lengi fundist óviðunandi að augnlækninga- deildin hér sem er hin eina sinnar tegundar utan Reykjavíkur og sem er ætlað að þjóna 40 þúsund manna svæði, skuli hafa dregist aftur úr hvað varðar tækjabúnað. Á FSA hafa nýlega verið teknar í notkun fullkomnustu skurðstof- ur á landinu og þar starfa einu sérfræðingarnir í augnlækn- ingum, utan höfuðborgarsvæðis- ins. Vegna tækjaskorts hafa þess- ir sérfræðingar ekki getað nýtt sérfræðiþekkingu sína sem skyldi og það er á þessu sem við hyggj- umst ráða bót. - Hvaða tæki eru það sem vantar? - Óskalistinn er í sjálfu sér mjög langur en þau tæki sem mest þörf er á og verða að koma eru: Aðgerðasmásjá, augn- botnamyndavél, raufarlampi og sjónsviðsmælir. Ég vil taka það fram að þessi tæki koma fleiri deildum að gagni. T.a.m. mun augnbotnamyndavélin hjálpa til við greiningu á sykursýki en Lionshreyfingin hefur unnið tals- vert að málefnum sykursjúkra og eins þá mun aðgerðasmásjáin verða ómetanleg fyrir eyrna- og taugaskurðlækningar svo dæmi séu nefnd. - Eitthvað kosta þessi tæki? - Það er rétt að þetta eru feikilega dýr tæki en okkur telst til að ef okkur tekst að safna um tveim milljónum króna í þessu átaki þá ætti þessi draumur að verða að veruleika. Auðvitað vonum við að okkur takist að safna mun hærri upphæð og ef svo giftusamlega tekst til þá mun- um við kaupa fleiri tæki. - Hefur undirbúningur að söfnuninni staðið lengi? Ólafsfirði, í Grímsey Mývatnssveit og á Kópaskeri ætla að hjálpa okk- ur í þessari söfnun. - Við Lionsmenn vonum því að almenningur sjái mikilvægi þessa átaks og taki vel á móti söfnunarmönnum þegar þeir berja að dyrum þann 6. maí nk., sagði Hörður Þórleifsson. Þess má geta að barmmerkin sem seld verða, kosta 100 kr., en hinir veglegu minnispeningar kosta 1000 kr. stykkið. Barm- merkin eru að öllu leyti unnin af Lionsmönnum í sjálfboðavinnu en þrátt fyrir það er stofnkostn- aður þessarar söfnunar áætlaður um 2--300 þús. króna. Loks má nefna að Óli G. Jóhannsson, myndlistarmaður mun halda sýn- ingu í tengslum við söfnunina og verður sýningin í félagsheimili Lions-klúbbsins Hængs við Skipagötu (gamla Drangshús- inu). Rennur viss hluti af sölu- verðmæti myndanna sem seljast í söfnunina. - ESE. Sundlaugin: Stigarnir erfiðir! Sundlaugargestur skrifar: Oft hef ég undrast hve slæm að- staða er fyrir hreyfihamlaða við Sundlaug Akureyrar. Þessir 3 stigar sem ætlaðir eru fyrir fólk að komast í og úr sundlauginni eru nógu erfiðir fyrir þá sem hafa heilbrigða fætur hvað þá þá sem eru svo illa staddir að eiga mjög erfitt með að ganga slæma stiga. Mikil nauðsyn er að einn stigi yrði þarna ætlaður þeim sem ekki hafa báða fætur jafn sterka. Vonandi verður bætt úr þessu hið bráðasta. S. Syqdlaug Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.