Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 3
30. apríl 1984 - DAGUR - 3 Margir Grímseyingar orðnir vantrúaðir á vindmylluna: Framtíðarmúsík 99 í vindmyllum £C - segir Orn Helgason hjá Raunvísindastofnun Háskólans „Eitt aðalvandamál okkar við þessa tilraun með vindmylluna er fjárskortur, sem hefur orðið til þess að tefja fyrir, þannig að til- raunin hefur þegar tekið óþarf- lega langan tíma,“ sagði Örn Helgason, prófessor við Raunvís- indastofnun Háskólans, í samtali við Dag, en hann hefur yfirum- sjón með þeirri tilraun sem stend- ur í Grímsey við að hita vatn til húsahitunar með vindorku. Þessi tilraun hefur staðið í um 3 ár og hefur gengið á ýmsu. Hönnunargallar og önnur samverkandi atriði urðu til þess að myllan hristi sig lausa í orðsins fyllstu merkingu; boltar slitnuðu og húsið undir mastrinu gaf sig. Fleira hef- ur gefið sig og vegna fjárskorts og fjar- lægðar frá Reykjavík, þaðan sem til- rauninni er stjórnað, og út í Grímsey, þar sem tilraunin fer fram, hefur oft tekið margar vikur og jafnvel mánuði að koma myllunni í gang á ný. Þetta hefur orðið til þess að grafa undan tiltrú á tilraunina meðal Grímseyinga, sem margir hverjir hafa ýmislegt við hana að athuga. M.a. hafa þeir bent á, að myllan hafi aðeins hitað þau tvö hús sem við hana eru tengd í 5 daga saman- lagt, annað húsið í 2 daga, en hitt í 3 daga. Fleira hefur verið gagnrýnt og Örn var spurður um réttmæti þeirrar gagnrýni. Fjárveitingar knappar „Já, ég hef heyrt og séð í fjölmiðlum gagnrýni á þessa tilraun," svaraði Örn. „Sumt af því sem þar kemur fram á sér stoð í raunveruleikanum, en annað er byggt á misskilningi, vanþekkingu og/ eða fordómum. Þegar tilraunin fór upphaflega af stað fengum við ekki fjárveitingu nema fyrir smíðakostnaðinum, þannig að enginn afgangur var til að mæta skakkaföllum. Þannig höfum við þurft að bíða eftir áframhaldandi fjárveiting- um í hvert skipti sem eitthvað hefur bilað. Þar að auki er dýrt að fram- kvæma slíka tilraun í Grímsey, þarsem þar er ekki að fá þá tæknivinnu sem oft þarf á að halda.“ - Hefði þá ekki verið eðlilegra að gera tilraunina í Reykjavík? „Jú, vissulega má segja það, en það var ekki okkar ákvörðun að gera þetta í Grímsey, það gerði fjárveitingavald- ið. Það er nú einu sinni svo á Islandi, að það er erfitt að fá fjárveitingar til að gera tilraunir. Það þykir fallegra á pappírunum að staðsetja framkvæmd- ina á einhverjum ákveðnum stað í ein- hverjum ákveðnum tilgangi. Að sjálf- sögðu hefði það flýtt fyrir tilrauninni, ef myllan hefði verið hér á næsta leiti við stofnunina. En eftir á að hyggja, þá höfum við náð okkur í dýmæta reynslu með því að gera tilraunina í Grímsey. Það horfir allt öðruvísi við að reka slíka myllu þar eða hér í þétt- býlinu. Sú reynsla sem þar er fengin á eflaust eftir að koma til góða.“ - Það hefur verið sagt, að þessi til- raun sé óþörf, þar sem síkar myllur hafi verið þróaðar erlendis, þannig að hæg- ast hefði verið að kaupa tilbúna myllu. „Þetta er reginn misskilningur, það er ekki hægt að fá slíka myllu tilbúna,“ sagði Örn um þetta atriði og hann var beðinn að útskýra það nánar. „Það hef- ur verið gerð tilraun með að hita vatn með þessum hætti og allgóð reynsla er fengin af brensunni, sem hitar vatnið við núning. Hins vegar hefur brensan ekki verið reynd í myllukerfinu í heild. Ástæðan er einfaldlega sú, að það hef- ur þótt hagkvæmara að framleiða raf- orku með vindmyllum, en ekki heitt vatn. Þess vegna höfum við orðið að prófa okkur áfram, það þekkist til dæmis ekki í heiminum, að brensunni sé stýrt með þeim hætti sem við gerum. Við þurftum sjálfir að smíða sérhann- aða spaða, þrátt fyrir að við leituðum tilboða erlendis. Framleiðendur þar höfðu ekki spaða sem þoldu þann snúningshraða sem við gáfum upp. Þeir voru að vísu tilbúnir til að smíða slíka spaða fyrir 100 þ. kr. danskar, en við leystum málið á ódýrari hátt. Og það hafa fleiri lent í erfiðleikum, því í Kali- forníu er verið að gera tilraun með 400 raforkumyllur, sem allar eru í einu til- teknu skarði, þar sem er ríkjandi sama vindáttin, þannig að þær þurfa ekki einu sinni að snúast eftir vindátt. Á þriðja ári tilraunarinnar voru að meðal- tali 120 myllur stopp. Það er að vísu hægt að fá vindmyllur til raforkufram- leiðslu á heimsmarkaði, en orkuverð þeirra er tvöfalt hærra heldur en að framleiða raforkuna með olíu, miðað við staðhætti hér. Orkuverðið svipað og olía - En er þá einhver framtíð í því að virkja vindinn til að hita vatn til húsa- hitunar á íslandi? „Það er erfitt að fullyrða um það á þessu stigi, en ég held að það sé fram- tíðarmúsík í þeirri aðferð sem við höfum verið að reyna í Grímsey. Okk- ur hefur tekist að framleiða 50 kW við 8 vindstig, en raforkumyllurnar fram- leiða mest 10 kW. - Hvað með verðið á orkunni? „Samkvæmt frumútreikningum getur orkuverðið ekki orðið ódýrara heldur en olía, en það gæti orðið svipað. Á móti kemur, að 90% af stofnkostnaði við svona myllur er innlendur og að stærstum hluta í vinnulaunum, sem skiptir máli í þjóðfélagi þar sem þarf að horfa í gjaldeyri. Það hlýtur að vera hagkvæmara að leggja peningana í vinnulaun heldur en að láta þá fara til Araba fyrir olíu. Fjárveitingar til tilraunarinnar í Grímsey hafa ekki verið miklar; 150 þ.kr. 1981, 350 þ.kr. 1982, 360 þ.kr. 1983 og í ár er veitt 250 þ.kr. til verksins. Grímseyjarhreppur hefur lagt rúmlega 300 þ.kr. í tilraunina, en rúm- lega helminginn af því framlagi hefur hreppurinn fengið endurgreiddan úr opin- berum sjóðum. Myllan í Grímsey komst í gang fyrir nokkrum vikum eftir margra mánaða stopp. Þá höfðu spaðarnir verið styttir, en hagkvæmara hefði verið að fá stærri brensu, þá hefði myllan gefið meiri orku. Það var hins vegar ekki hægt vegna fjárskorts. En nú hefur myllan verið stopp um tíma. Örn var að lokum spurður um ástæðuna. „Ég held að við séum búnir að endursmíða nánast alla þætti í myll- unni. Það byggist bæði á hönnunar- göllum hérna og ýmsum öðrum ástæð- um, sem urðu til þess að myllan þoldi ekki þau miklu átök sem urðu. Ég held að við höfum komist fyrir þetta, að minnsta kosti benti allt til þess þegar við reyndum mylluna um daginn. Þá létum við hana lulla í nokkra daga, en þá stóð aldrei til að tengja hita inn á húsin. Það komu í ljós smávægilegar bilanir, sem orsakast af því hversu lengi myllan hefur staðið ónotuð. Ég vonast til að það verði komið í lag um miðjan mánuðinn og þá er ekkert að vanbúnaði til að setja mylluna af stað aftur til að fá langtímareynslu af notk- un hennar,“ sagði Örn Helgason. - GS SAMVINNU TRYGGINGAR Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygginga- félagsins Andvöku verða haldnir í Sam- vinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 25. maí nk., og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Stjórnir félaganna. NAMSKEIÐ Matvælaiðnaðarnámskeið fyrir starfsfólk í matvælaiðnaði og verslun Markmið I vinnslu og meðferð matvæla er oft horft framhjá veigamiklum atriðum sem snerta vinnslu, meðhöndlun, geymslumeðferð og umgengni f kringum þau. Á þessu námskeiði verður leitast við að taka fyrir þá þætti sem þyngst vega, i þessu sambandi, taka vandamálin fyrir og finna lausnir á þeim. Efni: - Efnainnihald matvæla. Örverur og áhrif þeirra á fæðuna. Skemmdir í ein- stökum fæðuflokkum, orsakir og afleiðingar. - Farið verður ýtarlega í gerð og notkun þvotta- og hreinsiefna í matvælaiðnaö- inum og sýnd veröa hagnýt dæmi um notkunarmöguleika þeirra. Kynnt verða helstu gerðir hreinsi- og þvottaefna. - Hvaða kröfur gerir heilnæm matvælavinnsla til starfsfólks og umhverfis? - Gæðaeftirlit í matvælaiðnaðinum. - Hitastigið i vinnslu og verslun: Mikilvægur þáttur. Hvers vegna? - Verslanir - milliliður framleiðenda og neytenda. Þátttakendur Námskeiðið er sniðið fyrir stjórnendur, verslunarstjóra, verkstjóra, kjöt- og fisk- iðnaðarmenn, hreinsifólk og starfsmenn við kjötafgreiðslu og matvælafram- leiðslu. Leiðbeinendur Hákon Jóhannesson, matvælafræðingur, starfar við tæknilega ráðgjöf i mat- vælaiðnaði. Matvælatækni, Akraland 3, 108 Rvk. Þorsteinn Ólafsson, efnaverkfræðingur hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, Glerárgötu 28, 600 Akureyri. Tími - Staður Fimmtudagur 3. maí kl. 13.00-18.00, Hótel KEA, Akureyri. Allar nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma (91)39530 og (91)687535 kl. 13.00-17.00. Matvælatækni, Akraland 3,108 Reykjavík. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.