Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. apríl 1984 30. apríl 1984 - DAGUR - 9 „Þetta var góð ferð“ „Þessi æfingaferð okkar til Englands var mjög góð og ég tel að árangur af henni sé þegar farinn að koma í ljós,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA er við ræddum við hann uin helgina. „Það kom í Ijós að hópurinn hjá KA er mjög samstilltur og það eru allir tilbúnir til þess að leggja mikið á sig þannig að við náum árangri. Við spiluðum þrjá leiki í ferðinni. Sá fyrsti var við utandeildarliðið Cambridge City og töpuðum við þeim leik 2:4 og það var Ásbjörn Björnsson sem skoraði bæði mörk KA. í næsta leik sem var við Gray- stone Town varð jafntefli 2:2 en við vor- um yfir 2:0 í þeim leik þegar 7 mínútur voru eftir. Þriðji leikurinn var svo við lið Southend sem Bobby Charlton er stjóri hjá en þetta er 3. deildar lið. Við unnum þcnnan leik 2:0 og skoruðu Ásbjörn og Hinrik mörk okkar. Þetta var mjög góð ferð, og ég er viss um að hún á eftir að skila góðum hlutum þegar fram Ifða stundir,“ sagði Gústaf. 1 - X - 2 Vinningsröð á getraunaseðli helgarinnar var sem hér segir: Arsenal - Leicester 1 Luton - Watford 2 Man.Utd. - West Ham X Norwich - Everton X QPR - Tottenham 1 Southampton - Coventry 1 Sunderland - Birmingham 1 Wolves - WBA X Carlisle - Grimsby X Derby - Man.City 1 Huddersf. - Cardiff 1 Oldham - Portsmouth 1 Firmakeppni ^5 ■ ^^ ■ Firmakeppni Skíðaráðs Akureyrar verður háð í Hlíðarljalli nk. laugardag og hefst kl. 11. Keppni þessi fer þannig fram að fyrir- tækin sem taka þátt tefla fram sínum starfsmönnum og verður keppt í boð- göngu og flokkasvigi. Þrír verða í hverri sveit. Góð þátttaka hefur verið f þessari keppni undanfarin ár, og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með að þessu sinni beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir 4. maí til Skíðaráðs Akureyrar (sími 23008). Akureyrar- mót á morgun Akureyrarmót í stórsvigi verður háð í Hlíðarfjalli á morgun, 1. maí. Keppnin liefst kl. 9 og verður keppt í karlaflokki, kvennaflokki, flokki 13-14 ára og 15-16 ára flokki. Svigkeppni Akureyrarmótsins verður hins vcgar háð á föstudaginn og hefst keppni þá kl. 17. Þá verður keppt í karla- og kvcnnaflokki og i flokki 15-16 ára. KA sigraði Þrótlara 3:1 — 1:1 jafntefli f fyrri leik iiðanna KA gerði jafntefli við Þrótt í annarri viðureign liðanna á KA-velli um helgina en vann sigur í síðari leik liðanna. Fyrri leikurinn sem fram fór á laugardag var fremur slakur, enda nokkuð mikill hliðarvindur og erfitt að hemja boltann. Þrótt- ararnir komust yfir f fyrri hálfleik með marki Hauks Ólafssonar og þannig var staðan þar til um 15 mínútur voru eftir. Þá kom Þor- valdur Örlygsson inn á sem vara- maður og hann hafði ekki verið nema eina mínútu á vellinum þegar hann hafði jafnað með glæsilegu skallamarki. í leiknum í gær voru það Þrótt- arar sem komust yfir í fyrri hálf- leik er Páll Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu. Hafþór Kolbeinsson jafnaði metin með góðu marki í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Hafþór og Njáll Eiðs- son tveimur mörkum við. Njáll skoraði úr vítaspyrnu en Hafþór komst einn innfyrir vörn Þrótt- ara, lék á markvörðinn og skor- aði auðveldlega. Nú styttist óðum í að keppnin á íslandsmótinu hefjist, ekki nema um 3 vikur í fyrstu leikina. Æfingaleikir KA gegn Þrótti voru góð æfing fyrir liðið og vissulega sáust kaflar í leikjum KA sem lofa góðu þótt á sumum hlutum hafi verið vorsvipur. Lið Reykjavíkur hlaut því 12 stig og vann alla sína leiki. í næsta sæti kom lið Keflavíkur- flugvallar og Akureyrarlöggan með Óla Asgeirsson í farar- Já þetta eru snilldartilþrif, Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn skallar boltann aftur fyrir sig að marki andstæðinga. Lið lögreglunnar í Reykjavík reyndist ósigrandi á Islands- móti lögregiumanna 35 ára og eldri í innanhússknattspyrnu sem fram fór á Akureyri um helgina. broddi hafnaði í 3. sæti. Þegar keppni var lokið skund- aði allur hópurinn í Smiðjuna þar sem verðlaun voru veitt. Það gerði Jón Helgason, dómsmála- ráðherra. Þótt um æfingaleik væri að ræða var ekkert gefið eftir í viðureignum KA og Þróttar um helgina. Hörkuspennandi stigakeppni á íslandsmótinu í kraftlyftingum: Akureyringar fagna sigri í sveitakeppni á íslandsmótinu i kraftlyftingum. Freyr Aðalsteinsson, formaður LRA hampar farandverðlaununum. Frá vinstri á myndinni eru: Jóhanncs Hjálmarsson, Helgi Eðvarðsson, Víkingur Traustason, Freyr Aðalstcinsson, Flosi Jónsson og Kári Elíson sem jafnframt sigraði í einstaklingskeppni mótsins. Mynd: ESE. KA og Vaskur á Sanavelli Rögnvaldur var bestur Kylfingar á Akureyri hafa ver- ið fremur órólegir að undan- förnu í góða veðrinu, og voru sumir þeirra orðnir ansi þurf- andi fyrir það að komast í keppni þótt formlega eigi mótahald ekki að hefjast fyrr en um miðjan maí. Því var ákveðið að hafa mót um helgina og mættu yfir 20 keppendur galvaskir og fönguleg- ir. Þeir léku 12 holur með 2/3 for- gjöf og var um jafna keppni að ræða. Rögnvaldur B. Olafsson reyndist hafa náð bestum árangri þegar upp var staðið, hann lék á 48 höggum nettó. í næstu sætum voru Smári Garðarsson, Birgir Marinósson og Björn Axelsson, allir á 51 höggi nettó. Þeir fóru í sérstaka aukakeppni og hlaut þá Björn 2. sætið, Birgir það þriðja en Smári datt út. Annar Ieikurinn í Bikarmóti Knattspyrnuráðs Akureyrar verður háður á morgun, 1. maí á Sanavelli og hefst hann kl. 15. Það verða KA og Vaskur sem Undanúrslitin ■ Akureyrar- mótinu í fimleikum verða háð n.k. föstudag og hefjast kl. 16,30 í íþróttahöllinni. Þar mun 41 stúlka á aldrinum 6- 16 ára keppa á gólfi, slá, tvíslá og þar eigast við og verður að telja KA-liðið sigurstranglegra. í eina leik mótsins sem lokið er sigraði Þór lið Vasks með 3:0 og eflaust reyna KA-menn að gera betur. hesti en 9 strákar á sama aldri keppa á gólfi, tvíslá, hesti, svifrá og bogahesti. 8 bestu í hverri grein komast í úrslitin, en þau verða á sunnudag kl. 14. Fimleikamót í Höllinni Hart barist á Andrésar Andar-leikunum — Keppni lýkur í dag Keppni á Andrésar Andar- leikunum hófst á föstudags- morgun og hefur verið keppt alla helgina. Reyndar stendur mótið enn yfir því mótsslit og verðlaunaafhending fyrir síð- asta keppnisdag verður ld. 16 í dag í Hlíðarfjalli. Það hefur verið hart barist um efstu sætin í mótinu um helgina og óhætt er að segja að þar hafí keppnisgleðin setið í fyrirrrúmi. En hvað um það, hér koma þrír efstu í hverri grein. í blaðinu á föstudag munum við síðan skýra frá úr- i slitum í þeim greinum sem fram fara í dag. Stórsvig 7 ára drengir: 1. Magnús Sigurðsson, A 65,62 2. Elvar Óskarsson, A 68,06 3. Sveinn Bjarnason, H 68,39 Stórsvig 7 ára stúlkur: 1. Hjálmdís Tómasd., Nesk. 69,16 2. Brynja Þorsteinsd., A 71,51 3. Inga Hrönn Kristjánsd., A 73,73 Stórsvig 8 ára stúlkur: 1. Sæunn Bjömsd.,H 66,57 2. Hildur Ösp Þorsteinsd., A 66,61 3. Sigrún Haraldsd., Nesk. 67.01 Stórsvig 8 ára drengir: 1. Róbert Hafsteinsson, í 59,36 2. Þorleifur Karlsson, A 62,01 3. Sverrir Rúnarsson, A 62,88 Stórsvig 9 ára stúlkur: 1. Sísí Malmquist, A 62,89 2. Fanney Pálsd., í 64,27 3. Erna B. Sigurðard., H 65,92 Stórsvig 9 ára drengir: 1. Ólafur Ægisson, Ó 62,23 2. Sigurður Friðriksson, í 62,25 3. Ásbjörn Jónsson, R 62,69 Svig 11 ára stúlkur: 1. Hanna Mjöll Ólafsd., { 60,16 2. María Magnúsd., A 60,54 3. Harpa Kristjánsd., í 60,85 Svig 11 ára drengir: 1. Kristinn Björnsson, Ó 56,11 2. Sævar Guðmundsson, A 58,92 3. Gísli Reynisson, R 61,06 Svig 12 ára stúlkur: 1. Margrét Rúnarsd., í 66,40 2. Selma Kárad., R 71,03 3. Sigrún I. Kristinsd., R 71,08 Svig 12 ára drengir: 1. Jóhannes Baldursson, A 60,98 2. Sverrir Ragnarsson, A 62,77 3. Vilhelm Þorsteinsson, A 63,30 Svig 7 ára stúlkur: 1. Hjálmdís Tómasd., Nesk. 75,91 2. Helga B. Jónsd., A 80,82 3. Brynja Þorsteinsd., A 81,66 Svig 8 ára stúlkur: 1. Sæunn Björnsd., H 74,63 2. Theodóra Mathiesen, R 74,97 3. Sandra Björg Axelsd., Sey. 76,20 Svig 10 ára stúlkur: 1. Harpa Hauksd., A 63,84 2. Laufey Árnad., A 64,64 3. Linda B. Pálsd., A 64,69 Svig 9 ára stúlkur: 1. Sísí Malmquist, A 69,09 2. Ema B. Sigurðard., H 73,23 3. Fanney Pálsd., f 74,15 Stórsvig 11 ára stúlkur: 1. María Magnúsd., A 86,03 2. Anna S. Valdimarsd., B 87,40 3. Sóley Sigurðard., H 89,30 Svig 7 ára drengir: 1. Arnar Pálsson, í 73,41 2. Hjörtur Arnarsson, R 76,65 3. Magnús Sigurðsson, A 77,76 Svig 8 ára drengir: 1. Þorleifur Karlsson, A 69,51 2. Björn Þórðarson, S 71,12 3. Kristján Kristjánsson, R 71,83 Svig 9 ára drengir: 1. Birgir K. Ólafsson, Sey 68,04 2. Heiðar S. Þorvaldsson, H 69,15 3. Róbert Skarphéðinsson, H 70,52 Svig 10 ára drengir: 1. Hrannar Pétursson, H 63,43 2. Jónas G. Garðarsson, H 63,64 3. Gunnlaugur Magnússon, A 63,94 Stórsvig 11 ára drengir: 1. Arnar Bragason, H 80,70 2. Magnús H. Karlsson, A 82,47 3. Kristinn Björnsson, Ó 84,14 Stökk 12 ára drengja: Grétar Björnsson, Ó, 195,6 stig (25,0 - 25,0 og 24,0 metra). Björgvin Stefánsson, Ó, 185,1 stig (23,0 - 24,5 og 23,0 metra). Steingrímur Walterson, R, 176,8 stig (21,5 - 23,5 og 22,5 metra). Stökk 11 ára drengja: Kristinn Bjömsson, Ó, 244,8 stig (27,5 - 28,0 og 29,5 metra). Magnús Þorgeirsson, Ó, 194,8 stig (23,5 - 19,5 og 25,0 metra). Sigurður S. Benónýsson, S, 164,2 stig (18,5 - 21,0 og 21 metra). Stökk 10 ára drengja: Gunnlaugur Magnússon, A, 204,2 stig (19,0 - 23,5 og 23,0 metra). Alfreð Alfreðsson, S, 200,5 stig (19,5 - 21,0 og 23,5 metra). Hjalti Egilsson, Ó, 179,9 stig (18,5 - 18,5 og 20,5 metra). Stökk 9 ára og yngri: Bjartmar Guðmundsson, Ó, 213,3 stig (23,0 - 21,5 og 22,5 metra). Ásmundur Einarsson, S, 188,8 stig (20,5 - 19,5 og 18,5 metra). Tómas Sigursteinsson, Ó, 170,6 stig (19,5 - 16,5 og 19,0 metra). Akureyringar efstir! Ein jafnasta og tvísýnasta kraftlyftingakeppni sem háð hefur verið í manna minnum, fór fram í LaugardalshöII um helgina. Barist var um íslands- meistaratitla af jötunmóð en mesta keppnin var þó á milli félaga. Þegar keppni var Iokið kom í Ijós að ÍBA og KR voru jöfn að stigum. Þá var gripið til þess ráðs að láta fjölda íslands- meistara skera úr um sigurinn en aftur voru félögin jöfn með fjögur gull hvort félag. Það var ekki fyrr en silfurverðlaunin voru athuguð að í Ijós kom að — Kári Elíson stigahæsti einstaklingurinn ÍBA hafði unnið stigakeppn- ina. Þrenn silfurverðlaun gegn tveim silfrum KR-inga. Auk stigakeppninnar þá fengu Akureyringar fjóra íslandsmeist- ara á þessu móti og Kári Elíson sem sigraði í 67,5 kg þyngdar- flokki varð að auki stigahæsti ein- staklingur mótsins og bætti veg- legum bikar við í verðlaunagripa- safn sitt. Kári Elíson lyfti samtals 630 kg á mótinu, 225 kg í hnébeygju, 155 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðulyftu. Annar varð Björgúlfur Stefánsson, ÍBV með 450 kg og þriðji varð Bjarni R. Þórisson, KR með 430 stig. Stað- an í stigakeppninni: ÍBA 5 stig, ÍBV 3 stig og KR 1 stig. f 75 kg flokki sigraði Halldór Eyþórsson úr KR örugglega, lyfti 600 kg. Gunnar Hreinsson ÍBV varð annar með 487,5 kg og Bárður B. Olsen KR þriðji með 477,5 kg. Staðan: KR 6 stig, ÍBV 6 stig og ÍBA 5 stig. í 82,5 kg flokki börðust þeir Freyr Aðalsteinsson og Sverrir Hjaltason sem báðir keppa fyrir ÍBA, hatrammri baráttu. Svo fór að lokum að Freyr sigraði. Lyfti 640 kg (235-145-260) en Sverrir lyfti 632,5 kg. Staðan: ÍBA 13 stig, KR 6 stig og ÍBV 6 stig. Flosi Jónsson, ÍBA varð ör- uggur sigurvegari í 90 kg flokki. Lyfti samtals 632,5 kg (245- 137,5-250). Annar varð Alfreð Björnsson KR með 595 kg og þriðji Magnús Steindórsson KR með 557,5 kg. Staðan: ÍBA 18 stig, KR 10 stig, ÍBV 6 stig. Mikil barátta var í 100 kg flokki en þar sigraði Hörður Magnússon á nýju íslandsmeti 817,5 kg. Setti að auki glæsilegt íslandsmet í hnébeygju, 325 kg. Hörður varð jafnframt annar að- að 100 í stigakeppni einstaklinga, eins hársbreidd frá því vinna Kára Elíson. Annar í kg flokki varð Viðar Sigurðsson, KR með 670 kg og Garðar Vil- hjálmsson UÍA var þriðji með 590 kg. Staðan: ÍBA 18 stig, KR 18 stig, ÍBV 6 stig og UÍA 1 stig. Jóhannes Hjálmarsson ÍBA var einn í 110 kg flokki og vann gullið af öryggi. Lyfti 615 kg (220-125-270). Staðan ÍBA 23 stig, KR 18 stig, ÍBV 6 stig og UÍA 1 stig. Hjalti Úrsus Árnason KR vann svo Víking Traustason ÍBA í 125 kg flokki. Hjalti lyfti 785 kg en Víkingur var með 747,5 kg. Staðan í keppni ÍBA og KR: 26:23 ÍBA í vil. Torfi Ólafsson KR sigraði ör- ugglega í 125+ flokknum. Lyfti 760 kg en Helgi Eðvarðsson ÍBA varð annar með 575 kg. Staðan var nú 29:29 og því varð samkvæmt alþjóðlegum reglum að aðgæta hvort félag hefði hlotið fleiri gullverðlaun. Aftur jafnt 4:4 en Akureyringar höfðu þrenn silfurverðlaun gegn tveim silfrum KR-inga og sigur- inn var því ÍBA. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.