Dagur - 16.05.1984, Síða 12

Dagur - 16.05.1984, Síða 12
EIRRÖR -TENGI @ £ SMURKOPPAR Cj 1 Skyrtuverksmiðja flytur starfsemi til Akureyrar — sem hefst þar ekki síðar en í september í haust „Ég flyt þetta fyrirtæki norður til Akureyrar svo fljótt sem verða má og ekki síðar en í september,“ sagði Erling Aðalsteinsson, klæðskeri, í viðtali við Dag, en hann hefur nýlega fest kaup á verksmiðju í Reykjavík sem framleiðir skyrtur, blússur, sportfatnað og annan léttan fatnað. Fyrir- tækið heitir G.A. Pálsson, fatagerð, en því verður gefið nýtt nafn þegar norður kemur. „Ég fékk bjartsýniskast og sló til. Það hefur alltaf blundað í mér löngunin til að framleiða föt, en til þess lærði ég í Svíþjóð á sínum tíma. Við undirbúning þessa máls hef ég notið aðstoðar Jóns Sigurðarsonar, formanns at- vinnumálanefndar Akureyrar og Finnboga Jónssonar, hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar. Ég yfirtek fyrirtækið 1. júní og rek starfsemina til að byrja með í Reykjavík en fiyt hana norður eins fljótt og kostur er. Við þessa starfsemi hafa unnið 7-10 manns, en vélakostur býður upp á fleiri starfsmenn, svo fremi sem markaður verður fyrir fram- leiðsluna. Framleitt hefur verið fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem vilja sérsaumaðar flíkur s.s. ein- kennisskyrtur eða blússur, auk þess sem framleiðsian hefur farið á almennan markað í verslunum. Ég geri mér vonir um að geta aukið framleiðsiuna verulega, eða í 70-90 skyrtur á dag að jafn- aði. Þá kemur einnig til greina að auka vélakostinn til að geta boð- ið upp á margbreyttari þjón- ustu,“ sagði Erling að lokum. HS. Einvígi aldar- innar Hallbjörn og Johnny King mætast á Húsavík Það stcfnir allt í að það verði einvígi aldarinnar á Norður- landi á Húsavík á föstudags- kvöld. Þá leiða saman hesta sína kántrístjarna Húsvíkinga Johnny King og hinn eini og sanni Hallbjörn Hjartarson og þá fæst líklega úr því skorið hvor hefur betur konungur kántrítónlistarinnar á íslandi eða krónprinsinn á Húsavík. Einvígið á Húsavík er liður í hljómleikaferð Hallbjarnar og Miðaldamanna frá Siglufirði um Norðurland en fyrsti dansleikur- inn verður í Félagsheimilinu á Húsavík í kvöld. A laugardags- kvöld verða kappar miðalda ásamt Hallbirni í Víkurröst á Dalvík og Sjallinn á Akureyri verður svo endastaður ferðarinn- ar en þar verður skemmtun á sunnudagskvöld. Þess má geta aö Hallbjörn Hjartarson er nú nýbyrjaður upptökur á þriðju sólóplötu sinni, Kántrý 3 en þeim sem ekki geta beðið eftir plötunni, skal bent á að kántrýstjarnan mun flytja nýtt efni á öllum hljómleik- unum. - ESE. Björn Snorrason lögregluþjónn við hina glæsilegu Volvo-lögreglubifreið sem búin er hinum „afkastamikla“ radarmæli. Mynd: KGA Nýja radarbyssan: 50 ökumenn hafa verið „skotnir“ - fyrir of hraðan akstur Byssan sem hæfir alla - svo fremi sem þeir aka of hratt hef- ur verið tekin í notkun hjá lög- reglunni á Akureyri. Hér er um að ræða radarbyssu sem mælir hraða ökutækja og á þeim þrem vikum sem byssan hefur verið í notkun hafa um 50 ökumenn hætt sér inn á skotsvið hennar. Þessi nýja radarbyssa er að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns mjög full- komin og að því leyti betri en eldri tæki lögreglunnar að nú er hægt að mæla úr lögreglubifreið á ferð. Mælir þá radarbyssan hraða þeirra ökutækja sem ekið er á eftir eða hraða þeirra sem nálgast lögreglubifreiðina. Lögreglan hefur nú sent um 50 kærur frá sér vegna of hraðs aksturs sem mælst hefur með þessari einu radarbyssu síðan 27. apríl og nái allar þessar kærur fram að ganga ætti það að gefa ríkissjóði um 70 til 80 þúsund krónur í kassann. Meðal sektir eru á bilinu 1000 til 1500 krónur en ef ekið er hraðar en góðu hófi gegnir mega menn búast við öku- leyfissviptingu. Mesti hraði sem mælst hefur með radarbyssunni síðan henni var komið í skot- stöðu er 138 km skammt fyrir utan bæinn og var viðkomandi ökumaður sviptur ökuleyfi um- svifalaust. - ESE. Tónleikar og skóla- slit Tónlistarskólans Á morgun, fimmfudaginn 17. maí, verða síðustu tónleikar Tónlistarskólans á Akureyri á þessu starfsári og skólaslit verða síðan í Akureyrarkirkju á laugardag. Tónleikarnir annað kvöld hefj- ast kl. 20.30 og þeir verða í sal Tónlistarskólans. Flytjendur verða nemendur á efri stigum hljóðfæraleiks. Skólaslitin hefjast svo klukkan 15 á laugardag. Á undan leikur Blásarasveit skólans fyrir utan kirkjuna í 15-20 mínút- ur, en einkunnaafhending fer fram í skólanum að athöfn lok- inni. Veðurstofa íslands gaf þær upplýsingar í morg- un að í dag og á morgun yrði norðanátt á Norðurlandi og úrkoma við sjávarsíðuna, og nokkuð svalt. Á föstu- dag verður hins vegar hægviðri, breytileg átt og þá á að fara að hlýna ef upplýsingarnar frá í morgun ganga eftir. # Hugmynda- ríkur ferða- málafrömuður Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst Örn Ingi, myndlistarmaðurinn góð- kunni (svona orðalag er al- þekkt úr íþróttafréttum), hefja rekstur veitingasölu í Lax- dalshúsi í sumar. En hann lætur ekki við það eitt sitja að selja Akureyringum og ferða- mönnum í bænum veitingar, heldur verða myndlistasýn- ingar gangandi í húsinu, auk þess sem hann hyggst reka útileikhús í tengslum við húsið. Þá hefur einnig heyrst að hann muni taka á leigu stóran hraðbát og fara með fólk í útsýnisferðir um Eyja- fjörðinn. Margt er að skoða, m.a. rústirnar að Gásum, þar sem fyrsti verslunarstaður- inn við Eyjafjörðinn reis. Einnig er að finna huldu- byggðir og ætlar hann að fá kunnáttumenn í þeim fræðum til að segja frá og sýna fólki þær, að því er sögur herma. Ef að líkum lætur mun Örn Ingi ekki láta staðar numið heldur má bú- ast við ýmsu fleiru til að lífga upp á bæjarbraginn. Hver veit nema þessi starfsemi Arnar Inga eigi eftir að verða aðal ferðamanna-„attraksjón- in“ á Akureyri þegarfram líða stundir? # Myndarlegir Þingeyingar Eins og kunnugt er hættu „Foxararnir" við töku mynd- arinnar „Enemy mine“ hér á landi. Þetta olli miklum sár- indum víða um land, ekki síst meðal Þingeyinga, sem áttu að leika statistahlutverk í myndinni. Þeir fá því ekki að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu, en um þetta segir í Víkurblað- inu á Húsavík: „l' síðasta mánuði kom hingað fulltrúi frá kvikmyndafélaginu til að velja nokkur eintök af Þingey- ingum til að leika í myndinni. Eftir því sem við komumst næst munu þeir hafa átt að leika einhverjar verur frá öðrum hnetti. Þeir áttu að vera um 190 cm á hæð, mjó- slegnir með skúffukjaft, aula- legt yfirbragð, útstæð eyru og skósíða handleggi. Heyrst hefur að fulltrúi kvikmynda- félagsins hafi verið himinlif- andi með árangur sinn í sýsl- unni og fundið marga inn- fædda sem falla undir áður- nefnda lýsingu."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.