Dagur - 20.06.1984, Page 1
FILMUmúsib
AKUREYRI
67. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 20. júní 1984
69. tölublað
A fimmta tímanum í gær var slökkviliðinu tilkynnt um eld í rusli við Bókabúðina Huld. Greiðlega gekk að
slökkva og lítið sem ekkert um skemmdir. Mynd: KGA.
Sauðárkrókur:
Fleiri í fangageymslu
en allt árið í fyrra
— og margir teknir grunaðir um ölvun við akstur
„Það hefur verið talsverður
órói hérna undanfarnar 3 helg-
ar og mikil ölvun,“ sagði Björn
Mikaelsson yfírlögregluþjónn
á Sauðárkróki í samtali við
Dag eftir helgina.
Björn sagði að þeir hefðu
margfyllt fangageymslur sínar
undanfarnar helgar og væri nú
svo komið að fleiri hefðu fengið
„gistingu“ hjá þeim en allt árið í
fyrra. Pá sagði Björn að ölvun
við akstur hefði færst mjög í auk-
ana og styttist í það að jafnmargir
hefðu verið teknir grunaðir um
ölvun við akstur og allt síðasta
ár.
Björn sagði að eftirlit með ölv-
unarakstri væri ekki meira en
verið hefði undanfarin ár. „Við
erum með „tékk“ um hverja
helgi og það má e.t.v. segja að
þetta sé kerfisbundnara eftirlit en
verið hefur,“ sagði hann. gk-.
Fastráðinn
fréttamaður
á Norðurlandi
- frá fréttastofu lítvarpsins
Nú hefur verið afráðið að
fréttastofa hljóðvarpsins komi
sér upp fastráðnum frétta-
manni á Norðurlandi með að-
setri á Akureyri. Til starfans
hefur verið ráðin Erna Indr-
iðadóttir, sem starfað hefur á
fréttastofunni um nokkurra
ára skeið.
„Ég reikna með að byrja í nóv-
ember og verð að segja eins og er
að mér finnst ákaflega spennandi
að flytja norður og líst vel á það
í alla staði. Þarna er margt að
gerast og ekki sakar að staðurinn
er fallegur," sagði Erna þegar
Dagur innti hana álits á þessu.
„Það er langþráð takmark sem
næst með því að ráða fréttamann
í fullu starfi hjá Akureyrardeild
útvarpsins og ég vænti mjög mik-
ils af þessu,“ sagði Margrét Indr-
iðadóttir, fréttastjóri útvarpsins.
HS
Netanela syngur
a Akureyri
Sænska þjóðlagasöngkonan
Netanela sem vakti geysilega
hrifningu á Listahátíð í
Reykjavík á dögunum mun
skemmta Akureyringum í
kvöld og annað kvöld, og er
söngur hennar eina atriðið frá
Listahátíð sem flutt verður á
Norðurlandi.
stendur hefur hún aðsetur í
Svíþjóð. Á sunnudagskvöld mun
hún syngja í Húsavíkurkirkju.
Netanela mun syngja í Lax-
dalshúsi í kvöld kl. 20.30 og á
sama tíma annað kvöld í Akur-
eyrarkirkju. í Laxdalshúsi flytur
hún þjóðíög, jazz og blues, en á
tónleikunum í Akureyrarkirkju
negrasálma og gospel-tónlist.
Eins og fyrr sagði fékk Netan-
ela geysigóðar viðtökur á Lista-
hátíð og sögðu gagnrýnendur t.d.
að sama hefði verið hvar hún bar
niður: „Öllum viðfangsefnum sín-
um skilaði hún af mikilli prýði.
Sumum hreinlega frábærlega.“
Netanela hefur fram að þessu
verið óþekkt söngkona hér á
landi. Hún fæddist í Sovétríkjun-
um en fluttist ung til Kanada þar
sem hún ólst upp. Hún hefur
sungið víða um heim en sem
Netanela.
Piper Chieftain vél FN hlekktist á í aðflugi:
Reynt veröur að fIjúga
vélinni til Akureyrar
„Eftir því
kynnt var í byrjun þá var það
misvindi og niðurstreymi
þarna við flugvöllinn sem olli
þessu,“ sagði Jóhannes Foss-
dal hjá Flugfélagi Norðurlands
er við spurðum hann hvað
hefði valdið því að Piper
Chieftain vél félagsins hlekkt-
ist á í Iendingu á Bíldudal
á mánudagsmorgun. Vélin átti
ekki eftir nema nokkra metra
í flugbrautina þegar hún fékk
slg „hnut” og flugmanninum
Baldri Þorsteinssyni tókst ekki
að afstýra því að vélin skylli
niður rétt við enda flugbraut-
arinnar.
í vélinni voru 6 farþegar,
starfsmenn Híbýlis hf. á Akur-
eyri sem voru að fara til vinnu á
Bíldudal en engan þeirra sakaði.
Við spurðum Jóhannes hvort vél-
in væri mikið skemmd.
„Hún er sjálfsagt töluvert
skemmd en það fara flugvirkjar
frá okkur vestur á morgun til þess
að reyna að gera við hana þannig
að það megi fljúga henni heim.
Hún er alls ekki jafn mikið
skemmd og vélin sem hlekktist á
í lendingu í Ólafsfirði í vetur.
Við teljum æskilegra að reyna að
fljúga henni heim fremur en taka
hana í sundur fyrir vestan og
setja hana í skip og fullnaðarvið-
gerð mun svo fara fram hér. En
það kemur ekki í ljós endanlega
með skemmdirnar fyrr en flug-
virkjarnir eru búnir að skoða
vélina."
- Hefur þetta ekki talsverð
áhrif á ykkar rekstur nú á há-
annatímanum?
„Það fer ekki hjá því að þetta
kemur sér illa á þessum tíma því
það tekur tíma að laga vélina þótt
hún sé ekki meira skemmd en
bestu vonir gefa manni. Það
verður annað hvort leigð vél eða
keypt ef hún verður lengi frá
þessi.“
- Hafið þið ekki verið í þeim
hugleiðingum að kaupa svona vél
þótt þetta hefði ekki komið til?
„Jú, og við erum með nokkrar
vélar í sigtinu sem eru til sölu.
Það er ekki erfitt að fá svona vél
en það tekur sinn tíma að koma
því í gegnum bankakerfið og þess
háttar.“