Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. júlí 1984 81. tölublað Utlit fyrir mjög góða berjasprettu - Krækiberin þegar þroskuð „Berjalandið lítur vel út, krækiberin eru þegar orðin þroskuð og rauðir jaxlar lofa góðu um bláber og aðalblá- ber," sagði Aðalsteinn Óskars- son í samtali við Dag, en hann er með sumarhús á Kóngs- stöðum í Skíðadal. Þar eru skógræktargirðingar og annál- að berjasvæði. Að sögn Aðalsteins voru börn í berjamó í Skíðadal um síðustu helgi og þau komu berjablá heim, sem benti til þess að kræki- berin væru að koma til. Taldi hann líkur til að þau verði orðin safamikil um mánaðamótin, en tæplega mætti búast við full- þroskuðum bláberjum fyrr en undir miðjan mánuðinn. Sam- kvæmt upplýsingum Dags eru krækiber orðin þokkalega þrosk- uð víðs vegar á Norðurlandi og fyrir austan, þannig að útlit er fyrir góða berj auppskeru. -GS Siglf irðingar úr Fjórðungssambandinu: „Efasemdir um gagnsemi sambandsins" Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar 15. maí sl. var gerð tillaga þar sem bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semju álits- gerð um gagnsemi þátttöku Siglufjarðarkaupstaðar í Fjórðungssambandi Norðlend- inga. í framhaldi af þeirri greinargerð meti bæjarstjórn hvort áframhaldandi þátttaka í sambandinu réttlæti þann kostnað sem af henni leiðir. Blaðið hafði samband við Ótt- ar Proppé, bæjarstjóra á Siglu- firði og innti hann eftir því hvort þeir væru að íhuga úrsögn úr Fjórðungssambandinu og hvað þessi kostnaður væri mikill. Sagðist Óttar lítið geta sagt um málið á þessu stigi þar sem hann hefði ekki lokið þessari saman- tekt, sem getið er um hér á undan. En hann sagði að þetta lýsti efasemdum um gagnsemina. Sagði Óttar að búið væri að flétta þetta inn f löggjöf, t.d. um grunnskólalögin, rekstur fræðslu- skrifstofu og málefni fatlaðra. Landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna menn í stjórnir og slíkt. Hins vegar hafa ekki verið sett nein lög um að skylt sé að vera í svona samböndum. Kostnaður Siglufjarðarkaupstaðar vegna Fjórðungssambandsins á þessu ári er 208.000 kr. HJS Starfsfólk hraðfrystihúss Útgerðarfélags Akureyringa hf. fékk í gær viðurkenningu frá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum fyrir vöruvöndun. MyndrKGA. Verðkönnun NAN: Ódýrast í Hagkaup KEASunnuhlíð li Samkvæmt niðurstöðum 'verðkönnunar Neytendá- samtakanna á Akureyri er vöruverð lægst í Hagkaupi, KEA Sunnuhlíð, KEA við Byggðaveg, Kjörmarkaði KEA við Hrísalund og í úti- búi KEA á Dalvík, þegar miðað er við samanlagt verð á 23 vörutegundum í öUum verslununum. Að þessu sinni var verð- könnunin gerð í 11 verslunum pg eru fjórar þeirra utan Akureyrar. Á samanlögðu verði var gerður tvenns konar samanburður; ann- ars vegar á þeim 18 tegundum sem fengust í öllum verslunun- um, en hins vegar var borið sam- an verð á 23 tegundum í 7 versl- unum. í fyrra tilfellinu var KEA í Hrísalundi með lægstu útkom- una, en Hagkaup í því síðara. í báðum tilfellum var méðalverð hæst í útibúi KEA við Höfðahlíð. Nánar er sagt frá verðkönnuninni á bls. 5 í blaðinu í dag. -GS Akureyrskir verktakar vinna úti á landi en verktakar þaðan sækja hingað: „Oneitanlega sérkennilegt" - segir Franz Árnason, framkvæmdastjóri Norðurverks „Þetta er dálítið sérkennilegt, en kemur kannski til af því, að ef menn eru hræddir við verk- efnaleysi snemma á vorin þá bjóða þeir kannski í fyrstu verkin og lenda einhvers stað- ar úti á landi. Eins og til dæmis Kjartan á Egilsstöðum með Leiruveginn." Þetta sagði Franz Árnason hjá Norðurverki þegar Dagur bar undir hann þá stöðu sem er í mál- um Verktaka á Akureyri. Sem sé þannig, að Norðurverk er nú að störfum í Ólafsfirði, Barð sf. er í Skagafirði og Glerá sf. í Langa- dal í Húnavatnssýslu. En á með- an er verktaki frá Egilsstöðum að vinna að Leiruvegi. „Það er nú einu sinni stefnan hjá Verktakasambandi fslands að landið sé allt einn markaður, þannig að þetta er ekkert óeðli- legt frá því sjónarmiði," sagði Franz. Hann sagði ennfremur að kostnaður fyrir verktaka á Akur- eyri væri ekki svo mjög miklu meiri þótt þeir væru að störfum úti á landi, en ekki í sinni heima- sveit. Að minnsta kosti ekki eins mikið og sýnst gæti í fyrstu. „Pó hefði óneitanlega verið þægilegra fyrir okkur að vinna við Leiru- veginn heldur en frammi í Ólafs- firði." Franz sagði að á meðan þeir blönduðu sér í útboð hér fyrir norðan á skynsamlegu verði, þyrftu þeir ekkert að skammast sín þótt utanbæjarmenn kæmu og tækju verkin fyrir minni kostnað. „En það gæti verið að við fengj- um einhvern bakþanka ef héðan væru engin tilboð og menn kæmu æðandi annars staðar að til að vinna verk hér í grenndinni." -KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.