Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-18.JÚIÍ1984 Sérstaklega góður andi á staðnum - Rætt við Viðar Kristmundsson, matsmann í Rækjuvinnslunni á Dalvík Það var ekki leiðindasvipur á fólkinu í Rækjuvinnslunni á Dalvík þegar blaðamaður Dags rak þar inn nefið fyrir skömmu. Undirrituð minntist þess er hún stóð eitt sinn við færiband og tíndi rusl úr rækju og fannst það með eindæmum leiðinlegt. En þarna var sungið við færibandið, allir virtust glaðir og undu hag sínum vel. Á stöðum sem þessum eru ævinlega ábúðarfullir yfirmenn, en þennan daginn var yfirmaður- inn ekki við. Viðar Kristmunds- son, matsmaður var þá króaður af úti í horni og spurður spjörun- um úr, eða þannig. - Þessi framleiðsla er nýhafin, er ekki svo? Jú, jú, við byrjuðum í mars. Það var rækjuvinnsla hér á Dal- vík á árum áður, en starfseminni var hætt þar til í vetur. - Ertu innfæddur? Nei, það er ég ekki. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri. Fluttist hingað fyrir 4 árum og mér líkar mjög vel hérna. Konan er héðan og þess vegna flutti ég nú. - Hvaða menntun hafa matsmenn? Ég lærði þetta í Fiskvinnslu- skólanum, og heiti fiskiðnaðar- maður. Það er alltaf að aukast að Viðar Kristmundsson kann vel við sig á Dalvík. yfirmenn í fiskiðnaðinum séu út- skrifaðir úr Fiskvinnsluskólan- um, ýmist fiskiðnaðarmenn eða fisktæknar. - Hefur reksturinn gengið vel? Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Við höfum ekkert getað selt ennþá, nema eitthvað um 20 tonn sem fóru í niðursuðuverksmiðju í Garðinum. Það er auðvitað erfitt að reka fyrirtæki án þess að selja neitt. Ég held að það sé sama sagan hjá öllum rækjuvinnslun- um. Það er sennilega offramboð af rækju í heiminum og lækkandi verð sem er skýringin á þessu. Það er nógur afli. Við erum með 6 báta í viðskiptum sem veiða eingöngu rækju. - Er langur vinnudagur hjá fólkinu? Það er unnið á tveimur vöktum. Fyrri vaktin er frá kl. 4 á nóttunni til kl. 12 á daginn og hin seinni frá kl. 1 á daginn til kl. 10 á kvöldin. Við erum bara með eina rækjuvél og til að geta unnið úr öllum aflanum verðum við að hafa þessar vaktir. Fólk hefur ekki kvartað yfir þessu fyrir- komulagi. Það vinna hérna alls um 30-35 manns. Næst stóð til að spyrja Viðar hvort kaupið væri gótt. í því kemur ein stúlkan í gættina og hún fær þá bara spurninguna í staðinn. „Já, mjög gott kaup," var svarið og hananú. - En mannlíf á Dalvík almennt? Ég veit ekki hvað ég skal segja um það. Þegar maður vinnur svona mikið verður maður ekki var við það. Ég vinn frá kl. 4 á nóttunni til kl. 7 á daginn, lífið er því vinna og svefn. Én ég held að það sé gott. Það er mjög góður mórall hér í rækjuvinnslunni, al- veg einstakur. Fólkið er alveg yndislegt upp til hópa. HJS Héi Reksturinn gengur ekki nógu vel, eins og fram hefur komið í fréttum. Undanfarið hefur verið halli á nær allri útgerð, ekki síður togaraútgerð, þetta er búið að vera svona í allmörg ár. Það er rekstur Útgerðarfé- lags Dalvíkinga sem hér um ræðir og það er Valdimar Bragason framkvæmdastjóri sem svo mælir. - Hvernig er hægt að reka út- gerðina endalaust með tapi? Þetta helst úti með því móti að safna skuldum og rýra fé í fyrir- tækjunum og svoleiðis rekstur gengur ekki til lengdar, þetta gengur því ekki endalaust. Horf- urnar eru ekki bjartar, þegar afl- inn dregst svona saman eins og hann hefur gert eru afkomu- möguleikar slæmir. Ástæðurnar fyrir því að þessu er haldið áfram svona er að þetta er undirstöðu- atvinnuvegurinn hér og í landinu öllu, við. fáum þarna jyaldeyri sem við verðum að fá. Utgerðar- menn á Norðurlandi hafa skipað nefnd til að safna upplýsingum Teitur Gylfason. „Ég sit bara héma þegar fram- kvæmdastjórinn er í fríi," sagði Teitur Gylfason, yfir- verkstjóri í Frystihúsinu á Dalvík, er farið var fram á smá spjall við hann. Teitur er fiskiðnaðarmaður, nýlega út- skrifaður úr Fiskvinnsluskól- aiiuni og með rætumar á Dalvík. - Hvað eru margir í vinnu hjá ykkur? „Það eru um 130-140 manns, með þeim sem eru á Hjalteyri. Við erum með skreiðarverkunina á Hjalteyri. Það eru 90-100 manns í frystingunni og 30-40 í skreiðarverkun og saltfiski. - Gengur vel? „Já, það hefur gengið mjög vel. Aflinn er að vísu minni en í fyrra, það hefur því dregist eitthvað saman hjá okkur. Ætli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.