Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-18.JÚIÍ1984 ílefur þú gengið á Súlur? Sigurður B. Jónsson: Já, já, 50 sinnum. Ég gekk þangað til rjúpna árum saman. Otto Gottfreðsson: Nei, það hef ég nú ekki gert nema í huganum. En ég hef komist upp í Fálkafell. Hekla Vilhjálmsdóttir: Nei, en ég fer kannski seinna. Haraldur Sigurgeirsson: Já, 10 sinnum. Ég fór fyrst 12 ára gamall fyrir 56 árum. Ég hef fullan hug á að fara einu sinni til. „Ég ólst upp með þroskaheft- um einstaklingi og átti mér þann draum þegar ég var lítil stúlka og unglingur að mennta mig þannig að ég gæti orðið þessu fólki að liði. Sá draumur rættist ekki nema að litlu leyti þegar ég var yngri voru kon- ur ekki eins duglegar að fara í langskólanám og nú. Ég er búin að starfa í félaginu í 8 ár og hef verið formaður í 4 ár og þannig Iátið drauminn rætast að einhverju leyti." Það er Svanfríður Larsen, for- maður Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi, sem komin er í viðtal dagsins. Á laugardaginn var ríkinu afhent Vistheimilið Sólborg að gjöf og það er að mestu leyti styrktarfélaginu að þakka hvað hér hefur verið gert mikið átak í málefnum þroska- heftra. Svanfríður var fyrst spurð hvaðan hennar áhugi á þessu málefni væri kominn og hvenær hún hefði byrjað að starfa. „Ég byrjaði að starfa í svokall- aðri kvennadeild sem var stofnuð '71 og var síðan formlega lögð niður '81. Kvennadeildin var sá hluti félagsins sem var virkur á þessu tímabili. Okkur fannst ekki rétt að það væru bara konur að starfa og vildum því breyta þessu. Við vildum laða karlmenn að starfseminni með því að höfða ekki sérstaklega til kvenna en því miður hefur það ekki gengið neitt sérstaklega vel, þeir eru sjaldséðir. Hins vegar er gott til þeirra að leita ef eitthvað stendur til. Það eru um 30 manns virkir í félaginu af 230 félagsmönnum. En þeir eru líka dreifðir um allt Norðurland." - Hver var kveikjan að stofn- un félagsins? „Þetta byrjaði þannig að Jó- hannes Óli Sæmundsson, sem var námsstjóri, fór að hyggja að fræðslumálunum og sá að það var þörf á að veita þessu fólki ein- hverja sérkennslu og upp úr því var þetta félag stofnað. Það er nú ekkert vafamál að það var þörfin sem bókstaflega kallaði á þessa stofnun. Það voru foreldrar og fleiri sem stóðu að þessu. Sú stefna var uppi á þessum árum í kringum '59 þegar félagið var stofnað að það ætti bara að vera ein stofnun á landinu sem þjón- aði þessu og þá náttúrlega fyrir sunnan. Hér voru foreldrar sem ekki vildu láta börnin sín fara og hér voru læknar sem þekktu þetta vandamál. Upphaflega áætlunin var að byggja vistheímili fyrir um 15 manns en síðan kom í ljós að þörfin var mun meiri og þá reis vistheimili sem átti að þjóna miklu fleirum. Þetta byrjaði með dagvist en varð síðan sólar- hringsvist." - Það hefur þá verið fyrir til- stuðlan félagsins að Sólborg var reist? „Já, en heimilið er reist fyrir framlög úr styrktarsjóði vangef- „Tel mig heppna að hafa starfað fyrir þroskahefta" - Rætt við Svanfríði Larsen, formann Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi inna, sem þá var við lýði. En öll þessi ár sem félagið hefur starfað hefur mest allt fé sem það hefur aflað runnið inn í þessa starfsemi á einn eða annan hátt." - En það er fleira en Sólborg sem hér er rekið fyrir þroska- hefta? „Já, það er alltaf eitthvað að bætast við. Það sern okkur finnst kannski merkilegast á undan- förnum árum eru sambýlin, það var byrjað á þeim '75. Það eru fyrstu sambýlin semreist eru af opinberum aðilum í landinu. Það eru mjög margir í sambýli hér miðað við t.d. Reykjavík og þetta hefur gefist mjög vel. Því fyrr sem einstaklingarnir koma inn í þetta kerfi því betra. Það er reynt að hafa saman fólk á svip- uðum aldri og á svipuðu þroska- stigi þannig að það eigi samleið. '81 kom svo vinnustaður hér í bæ fyrir þroskahefta og það er alveg stórkostlegt fyrirbæri. Þetta fólk þarf að finna tilgang með sínu lífi eins og aðrir og þau virðast gera það þarna. Þetta er virkileg vinna, ekki bara dund og tómstunda- gaman. Þau fylgjast með því hvað framleiðslan er mikil og ég get nefnt sem dæmi að við fórum út í söfnun í fyrra þar sem verið var að safna fyrir sundlauginni og þá kom dálítil pressa á þau að framleiða mikið, það vantaði vörur til að selja úti í bæ. Þau brugðust við því með meiri af- köstum. Þeim hefur farið ótrú- lega fram hvað verklagni og af- köst snertir og eins hefur þetta komiö fram í betri hegðun, það er auðveldara að eiga við þau. Svanfríður Larsen. - Það eru fyrirhugaðar ein- hverjar skipulagsbreytingar í kjölfar þess að Sólborg var gefin ríkinu, geturðu sagt okkur eitt- hvað um þær? „Ég held að það sé ekki tíma- bært. Svæðisstjórnin hérna ræður því hvernig þessi mál verða skipulögð og hún ræður því hvaða breytingar verða. Hins vegar hefur starfshópur sem starf- að hefur á vegum Sólborgar gert ákveðnar tillögur um t.d. að þarna verði minni, sjálfstæðari einingar." - En breytist starfsemi félags- ins eitthvað? „Við höldum mánaðarlega fundi og þar er fjallað um ýmis málefni. Við sendum okkar full- trúa á þing og við eigum fulltrúa í svæðisstjórn og við höfum haft meirihluta í stjórn Sólborgar. Það er mikil áhersla á fjáröflun, sérstaklega á árum áður. Við höfum áhuga á því núna að breyta svolítið til. Okkur hefur dreymt um að geta sinnt okkar eigin félagsmönnum betur til að þeir geti orðið virkir félagsmenn og gagnast félaginu. Þá á ég við fræðslu með námskeiðahaldi og fræðslu á annan hátt. í framhaldi af því langar okkur að færa þetta út til almennings þannig að þetta verði sjálfsagt umræðuefni. Það er staðreynd að fordómarnir eru ennþá til. Við teljum það núna í okkar verkahring að reyna að hafa áhrif á það að þeim lögum sem fyrir eru í landinu um þetta málefni sé framfylgt. Við erum að því leyti þrýstihópur. Einnig að koma á fót þeirri þjónustu sem þjóðfélagið er ekki búið að viður- kenna sína ábyrgð á. T.d. skammtímavistun fyrir þroska- heft börn til að foreldrar komist í frí. Skólamálin hér hafa verið í ólestri. Aðbúnaðurinn í þjálfun- arskóla Sólborgar hefur verið fyr- ir neðan allar hellur og Síðuskóli :er í fjársvelti þar sem ein álman er ætluð fyrir þroskahefta." - Er gaman að starfa að þess- um málefnum? „Já, og ég tel mig mjög heppna að hafa starfað að þessu málefni vegna þess að ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki og ég tel mig ríkari eftir en áður." HJS Mávaplága - Mávarnir koma í veg fyrir að aðrir fuglar njóti sín Kona af Eyrinni hringdi: Sagði hún að það yrði bara að fara að gera eitthvað í því að fækka mávi hérna í bænum. Sagðist hún aldrei muna eftir öðru eins mávageri eins og nú er. Þeir eru alls staðar, sjálf er hún búin að setja upp fuglahræðu í garðinum hjá sér til að bægja þeim frá. Sagði hún engan frið vera fyrir þeim ef farið er að andapollinum að gefa 'öndunum og sagðist vita af því að þeir kæmu á gæsluvellina þegar börn- in eru búin að borða nestið sitt. „Mér er ekki illa við mávana, en þegar þeir eru orðnir hálfgerð plága verður að gera eitthvað. Þeir koma í veg fyrir að aðrir fuglar njóti sín."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.