Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 7
18.JÚIÍ1984-DAGUR-7 ír snýst allt um fiskinn 4- Rætt við Valdimar Bragason, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Dalvíkur hf. um stöðu útgerðarinnar í fjórð- ungnum, ég á sæti í þeirri nefnd og við höfum nú gert ráðherra grein fyrir stöðu þessara mála og vonumst til að hægt verði að leysa þennan vanda með sam- starfi. Við viljum ekki neinar þvinganir. Við vonumst til að út- gerðinni verði sköpuð þau skil- yrði að hægt verði að gera hana út án taps. - Hvað gerir framkvæmda- stjóri útgerðarfélags? Framkvæmdastjórastarfið er að mestu fólgið í rekstrarlegum þáttum, peningaumsvifum og slíku. Við sjáum eingöngu um rekstur togaranna, það er engin fiskverkun eða slíkt á okkar snærum. Það eru 4 togarar á Dal- vík og þar af eru 2 í eigu Útgerð- arfélags Dalvíkinga. - Er alltaf jafn eftirsótt að komast á togara? Það hefur verið það, en tekjur sjómanna hafa dregist aftur úr öðrum atvinnugreinum og það hefur leitt til þess að þessi störf eru ekki eins eftirsótt og áður Það var gerð örlítil lagfæring á Valdimar Bragason telur að ekki hafí veríð offjárfest í sjávarútvegi. kaupinu núna og menn eru ekki alveg eins óánægðir. Það eru samt engin vandræði að manna togarana, það er hins vegar meiri hreyfing í þessu. Meira um að menn hætti og fari í annað, áður voru þetta alltaf sömu mennirnir. - Nú varst þú bæjarstjóri hér á Dalvík í 9 ár, hver hefur þróun- in verið hér á staðnum á þessum tíma? Það hafa náttúrulega orðið töluverðar breytingar hér, íbúum hefur fjölgað og bærinn stækkað. Þrátt fyrir það hefur meginundir- staðan ekkert breyst, hér snýst allt um fiskinn og í kringum það er verslun og þjónusta, það hefur ekkert breyst. Breytingarnar hér voru í takt við það sem annars staðar gerðist, það var mikil upp- bygging á 8. áratugnum. Margt í fiskiðnaðinum hefur þó breyst, það er öruggari hráefnisöflun, það er skuttogurunum að þakka. Sumum finnst þeir vera bölvaldar alls núna, en ég er ekki sammála því. I>að hefur ekki verið bffjár- test í sjávarútvegi frekar en öðru í þjóðfélaginu. HJS „Strákarnir telja snyrtingu og pökkun vera verkefni ££ tyrír stelpur - Heimsókn í frystihús Dalvíkur aflinn sé ekki um 10 tonnum minni en í fyrra á sama tíma. Við höfum dregið úr söltun og skreið- arverkun, en aukið frystinguna um 25%. Frystingin er það eina sem er hagkvæmt núna. Skreið- armarkaðir eru lokaðir og salt- fiskur hefur selst illa. - Á hvaða markaði fer fiskur? „Aðallega á Bandaríkjamark- að. Við höfum líka selt lausfryst- an karfa og grálúðu á Frakk- landsmarkað og þorsk á Bretland. Lausfrysti fiskurinn selst vel, hann losnar jafnóðum út úr húsinu. Markaðurinn hefur ekki enn mettast af lausfrystum fiski því það eru ekki öll frystihús komin með lausfrystitæki. í raun- inni er ekki slæm birgðastaða á neinu markaðslandi núna, en það er erfiðast á Bandaríkjamarkað, það er lægra verð þar. - Svo við snúum okkur þá að blessuðum kvótanum, kom hann illa niður á ykkur? „Nei, ekki svo mjög. Hann er ekki svo mikið lægri en aflinn var hjá okkur í fyrra. Kvótinn ætti ekki að klárast fyrr en seint í haust og það gæti þá orðið örlítið stopp hjá okkur í árslok. Annars er þetta allt svo óljóst að það er erfitt að spá nokkru. - Er eitthvert félagslíf í frysti- húsum. Er fólk ekki orðið svo út- keyrt eftir strit dagsins að það fer bara heim að hvíla sig? „Jú, hræddur er ég um það. Það er ekkert sérstakt félagslíf innan frystihússins. Fólk sér um sínar tómstundir sjálft. Það er haldin árshátíð og svo gerir fólk sér glaðan dag á Sjómannadag- inn. - Er mikið af skólakrökkum í vinnu hjá ykkur í sumar? „Já, það er nokkuð mikið. Við ráðum stelpur allt niður í 15 ára ef svo ber undir. Við verðum að gera það meðan sumarfríin eru. Aðspurður sagði Teitur að þetta væru aðallega stelpur. Strákarnir neita þó þeim sé boðin vinna, finnst snyrting og pökkun ekki vera við sitt hæfi. En það skal tekið fram að það fyrsta sem blaðasnápur sá á ferð sinni um húsið var strákur við snyrtingu. - Það er ekkert svartsýnishjal í ykkur? ,.Nei, ég held að framtíðin sé bara björt. HJS. fjtusnaift og Mjólkursamlag KEA Akureyh Sími 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.