Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-18.JÚIÍ1984 WHSM ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:.24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Njótum lands, en níðum ei Njótum lands, en níðum ei hlaut fyrstu verð- laun í samkeppni sem Ferðamálaráð efndi til vegna Átaks '84 sem beinist að bættri um- gengni við náttúru landsins um leið og hvatt er til aukinna ferðalaga um eigið land. Þessi keppni Ferðamálaráðs sem og Átak '84 er þarft framtak og vel fallið til eftirbreytni því ísland er sannarlega þess virði að ferðast sé um það. En því miður ferðast sumir meira af kappi en forsjá og valda spjöllum á hálend- isgróðri og ýmsum náttúruminjum sem eru illbætanleg ef ekki óbætanleg. Hjólför upp um alla hóla og hæðir bera þessum ferðamönnum illa söguna og styðja þær kröfur náttúru- verndarmanna að tekin verði upp gæsla og eftirlit á viðkvæmum stöðum gróðurfarslega og jarðfræðilega séð. í náttúruverndarlögunum er ótvírætt kveð- ið á um að allur akstur utan vega er bannaður á íslandi. Ennfremur segir þar að Náttúru- verndarráð skuli setja sérstakar reglur um akstur ökutækja og umgengni ferðamanna í óbyggðum og því sé skylt að banna óþarfa akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta af hlotist. Til þess að hægt sé að fylgjast með um- gengni og umferð á hálendinu þarf góða sam- vinnu allra þeirra er starfa að ferðamálum og löggæslu sem og vegagerðarmanna. Vel merktir vegir og slóðar eru forsenda þess að fólk komist leiðar sinnar og um leið minnkar sú hætta að menn aki hvar sem þeim þóknast. Það er alls ekki nóg að setja einu sinni upp vegvísi og líta síðan aldrei eftir ástandi hans, því vegvísir sem liggur niðri er til lítils gagns og vegvísar sem regn og vindur hafa máð nöfn af eru líka einskis nýtir. Er- lendum ferðamönnum er ekki hægt að bjóða upp á vegvísa og skilti með miklu máli á ís- lensku sem þeir skilja ekki og kvarta svo sí- fellt undan slæmri umgengni þeirra. Stuttar og skýrar reglur sem allir skilja og auðvelt er að fara eftir væru til mikilla bóta. Umgengni manna fer batnandi er haft eftir þjóðgarðsvörðum og þakka þeir það meiri og betri fræðslu og minni boðum og bönnum. Án skilnings á þeim verðmætum sem óbyggðirn- ar geyma eru alltaf líkur á einhverjum skemmdum, ekki af skemmdarfýsn heldur af einskæru hugsunarleysi og þekkingarskorti. Höldum áfram á þeirri braut að stuðla að bættri umgengni og aukinni virðingu fyrir landinu okkar. AM. Ólafur H. Torfason skrifar - Gallerí Langbrók - Samsýning í Laxdalshúsi Að elclast vel 19 konur sýna verk sín í Innbæn- um núna, og hugurinn hvarflar ósjálfrátt að „listakonunni í Fjör- unni", Elísabetu Geirmundsdótt- ur, sem lífgaði umhverfi sitt á sérstæðan hátt og má enn sjá handaverk hennar í garðinum við Aðalstræti 70. Og á vorsýningu „Myndhópsins" í Myndlistaskól- anum í vor sáu margir í fyrsta sinn ljúf málverkin hennar, sem um leið eru skemmtilegar heim- ildir. Hún var ein á báti, og eins og svo margar kynsystur hennar ekki sífellt í sviðsljósinu með myndverk sín hógvær. Langbrækurnar í Reykjavík stofnuðu Gallerí Langbrók 1978, þá 12 talsins, nú eru þær 24. Til- gangurinn var vafalaust eitthvað svipaður og hjá Kvennaframboð- inu, að styrkja samstöðuna til að ná því fram, sem virtist örðugt öðruvísi. Þær leggja stund á keramik, textíl (vefjarlist), grafík, glerlist, málverk, teikningu, leð- urvinnu og fleira. Síðan 1980 hafa þær rekið notalegt gallerí á Bernhöftstorfu við Lækjargötu. Þangað er alltaf gott að koma. í tilefni Listahátíðar sýndu þær svo í Bogasal Þjóðminjasafnsins í vor og komu sumum í opna skjöldu, því „kvennalistin" er að breytast. Gott dæmi um „sókn" Lang- brókanna eru verk Ásrúnar Kristjánsdóttur í Laxdalshúsinu núna. Hún hefur fram að þessu einkum sýnt friðsamlegt tau- þrykk og myndvefnað, ef ég man rétt, en nú slengir hún táknum og sögubrotum af alefli á myndflöt- inn. í Bogasalnum sýndi hún eftirminnilegt málverk í anda „nýja málverksins", en hér eru, það lúmsk silkiþrykk. Þær eru of margar til að gera öllum skil, en í fljótu bragði má benda á verk Jóhönnu Þórðar- dóttur, Sigurlaugar Jóhannes- dóttur og Elísabetar Haralds- dóttur. Þær vinna í óþjált efni, fara um það liprum höndum og blása í það lífsanda listarinnar á annan hátt en málarar og grafík- erar. Þar er eitthvað að gerjast. Hefðbundnari eru Sigrún Eld- járn, Guðrún Svava Svavarsdótt- ir og Edda Jónsdóttir, sem elska endurtekningar og yfirlegu, sem maður freistast næstum til að kalla dund. Er þó ekki að efast um einlægni og tilfinningar. Langbrækur eru virtar fyrir af- burða vel heppnaða nytjalist, sem er list, hvað sem skólameist- ari MA segir. í Laxdalshúsi sýna mjög persónulegan fatnað þær Eva Vilhelmsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir og Steinunn Berg- steinsdóttir. Þær eru allar djarfar og kunna vel til verka. Aðrar Langbrækur sem núna skarta sínu fegursta eru hin sí- gilda Sigrid Valtingojer með grafík og Kolbrún Björgúlfsdótt- ir Búðardalsleirkerasmiður. Aldurinn er að færast yfir sum- ar Langbrækurnar, og ég hef orð þeirra tveggja sem hengdu upp sýninguna fyrir því, að listakonur nái sér ekki á strik fyrr en um fertugt. Þá er mesta búskapar- baslið að baki og einbeitingin tekur við. í Laxdalshúsi er ekki um að villast. Sumargleðin í Sjallanum Sumargleðihópurinn sem er og verið hefur, húsið opnað fyrir með að töfra liðið upp úr skipaður landskunnum skemmtikröftum hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og vakið mikla athygli hvarvetna um landið. Nú er komið að Norðlending- um að hrífast með, og inn á borð til okkar hefur borist „plakat" eitt mikið, þar sem auglýstar eru skemmtanir í Sjallanum nk. föstu- dags- og laugardagskvöld. Sama form er á þessum skemmtunum matargesti kl. 19, skemmtiatriði Sumargleðinnar hefjast kl. 21 og kl. 23 tekur dansleikurinn við og stendur fram á nótt. Þótt litlar mannabreytingar hafi orðið hjá Sumargleðinni - sú eina að Hermann Gunnarsson er mættur til leiks í stað Þorgeirs Ástvaldssonar rásarstjóra - þá er um glænýtt prógram að ræða. Einna forvitnilegastur er Dalli drifskaft sem er rosalegur gæi og Júlla Jó sem á ekki í vandræðum skónum. Sumargleðidansinn fer nú eins og eldur í sinu um landið, en þennan dans geta, að sögn Her- manns Gunnarssonar allir dansað, alls staðar og hvenær sem er. Þeir Bessi, Ómar, Magnús, Hermann, Raggi Bjarnason og hljómsveit eru sem sagt tilbúnir og væri vissara að krækja sér í miða í Sjallann í tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.