Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-18.JÚIM984 Toshiba örbylgjuofnar 5 stærðir. Verð frá kr. 10.580,- Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. 0 NÝLAGNIR VIOGERÐIR VBRSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Afls konar líkams- ræktartæki. Firmaloss, protein o.fl. >porthú^id iUNNUHtib Sími 23250. Frá kjörbúð KEA Byggðavegi 98 I helgarmatinn: Nautakjöt af nýslátruðu Filet og lundir kr. 488,25 kg. Buff kr. 425,70 kg. Snitsel kr. 435,70 kg. Gullash kr. 327,40 kg. Einnig bjóðum við grillaða kjúklinga Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 ! ÍSJIE 1*1 Utbreitt fréttablaó * i"i i.i'f'yrrTTTrrf ^^^r^^i^^F^mi** Frjálsum villiminkum fækkar á meðan aliminkum í búrum fjölgar. Villiminkurinn á undanhaldi „Ég hef þá trú, að ef veiðar væru skipulagðar um Iand allt, eins og gert er á Laxár- og Mývatnssveitarsvæðinu, þá væri hægt að útrýma minki al- gerlega á nokkrum árum," sagði Vilhjálmur Jónasson á Sflalæk í Aðaldal er Dagur innti hann frétta af minkaveið- um. Sagðist hann vera með svæði frá Ljósavatnsskarði og norður á Tjörnes, auk þess sem hann færi um Presthólahrepp. Hefur hann stundað minka- veiðar í 9 ár og sagði að minki hefði verið haldið í skéfjum á umræddu svæði. í sumar hefur Vilhjálmur náð í u.þ.b. 70 minka. „Ég hef undanfarin 4 ár farið á Melrakkasléttuna og þar hefur orðið gífurleg fækkun. Fyrsta árið sem ég fór vann ég á um 180 minkum, en í fyrra voru þeir ekki nema 30." Taldi Vilhjálmur að fækkunin væri fyrst og fremst skipulagðri leit að þakka, sem og góðum veiðihundum. Hefur hann 4 hunda á sínum snærum sem allir eru vel þjálfaðir og miklir veiðihundar. Það tekur um 3 ár að þjálfa hunda þar til góður árangur næst, þannig að nokkur vinna liggur að baki. Vilhjálmur sagðist hafa farið í Svarfaðardal nú um daginn og verið þar viku og drap þá 53 minka. Hefur hann farið í Svarf- aðardalinn undanfarin 4-5 ár, nema hvað ekkert varð úr ferð í fyrra og sagði hann að sæi til muna á fuglalífi þar í sveit nú í ár. Þá sagði Vilhjálmur að mink- ur gæti fjölgað sér geigvænlega á stuttum tíma, því yfirleitt koma um tvö til þrjú kvendýr úr hverju greni og ættu þær hvolpa strax á fyrsta ári. Þorgeir Þórarinsson á Grásíðu í Kelduhverfi hefur haft minka- veiðar með höndum þar í sveit og sagði hann í spjalli við Dag að minkur hefði verið með minnsta móti nú í vor. Hefði hann fundið tvö greni og unnið á 12 minkum. Sagði hann að farin væri ein skipuleg ferð á ári, en auk þess færi hann öðru hvoru ef vart yrði við minka. „Það er mjög misjafnt milli ára hversu mikið er um mink og erfitt að geta sér til um hvað veldur. Ég vona bara að vænta megi betri tíðar og við losnum alveg við þessa skað- ræðisskepnu," sagði Þorgeir. Ingi Yngvason í Mývatnssveit sagði að minkaveiðar hefðu gengið nokkuð sæmilega þar í sveit, þó sagði hann að lítið væri um mink og færi fækkandi. „Honum er haldið niðri, við erum á veiðum allt árið og það er það eina sem dugir." Sagðist hann hafa farið allt suður í Herðu- Hólsfjöllin í leit að minki og unn- Hólsfjöllin í leit að mink og unn- ið á um 30 dýrum. Sagði hann það með minnsta móti. Þegar mest var fyrir nokkrum árum hefði verið algengt að drepa um 100 dýr. Ingi taldi samt fremur ótrúlegt að hægt yrði að útrýma minki algerlega, þó honum hefði fækkað sem raun ber vitni. mþþ ............• ¦¦¦¦*'' ¦íf: ^^^_ ¦¦^^* Ascona Corsa Opel Corsa og Opel Ascona á hagstæðu verði Sýningarbílar á staðnum. KEA BÍLVANGURsf Óseyri 2 Akureyri • Símar 21400 og 22997. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.