Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 18.07.1984, Blaðsíða 3
18.JÚIÍ1984-DAGUR-3 „Obreytt ástand hlýtur að skapa fólksflótta" - segir Þorsteínn Ásgrímsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Úlafsf jarðar og Hraðfrystihúss Úlafsfjarðar Blombera Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð KomiÓ og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. © NYLAGNIR VIÐGERDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. „Það er ekki nema eiíl svar við þessari spurningu, og það er að rekstur togarans hefur gengið illa að undanförnu og reyndar hefur svo verið lengi," sagði Þorsteinn Ásgrímsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og Útgerðarfélags Olafsfjarðar er við Iitum yið hjá honum á dögunum, en Út- gerðarfélagið gerir út togarann Olaf Bekk. „Rekstur frysti- hússins gengur hins vegar ágætlega," bætti Þorsteinn við. „Kvótinn kemur auðvitað illa við okkur eins og marga aðra," sagði Þorsteinn. „Ólafur Bekkur lenti í tveggja mánaða stoppi í fyrrasumar og við erum enn að súpa seyðið af því. Það var hins vegar að einhverju leyti tekið til- lit til þessarar bilunar við út- hlutun kvótans en ekki nærri því að fullu. Þetta stopp kom sér afar illa við misstum af besta tímanum, komumst síðan til veiða á dauða tímanum í vetur og það er ekki fyrr en núna þessa dagana að menn eru að tala um að aflinn sé að glæðast. - Hvað starfa margir í frysti- húsinu? „Það eru að jafnaði um 80 manns en fer hátt í 100 um sumartímann." - Það var mikið atvinnuleysi hér í vetur. Hvernig er ástandið í dag, hefur eitthvað ræst úr? „Ástandið hefur ekki verið gott og var ömurlegt í vetur. Það hefur batnað í sumar en hér byggist allt á fiski og ef aflinn minnkar þá dregst vinna saman aftur. Það hefur ekkert verið gert til þess að mæta því, að vísu er verið að skoða rækjumálin, en það hefur ekkert komið út úr því ennþá. Og svo eru það fiskirækt- armálin sem menn binda óneitan- lega miklar vonir við hér." - Þið eruð að undirbúa það að geta tekið í gagnið bræðslu hérna? „Já, við stöndum í stórfram- kvæmdum í sambandi við það mál. Við erum að byggja hér nýja fiskimjölsverksmiðju. Við keyptum í fyrra bræðslutæki úr færeysku skipi og erum nú að vinna að því hörðum höndum að koma upp húsnæði svo við getum hafið bræðslu. Við erum svo bjartsýnir að við ætlum að reyna að koma þessum tækjum í gang í haust ef ekki strandar á fjár- magni. Það er geysilegt atriði fyr- ir okkur að reyna að ná í loðn- una, henni hefur verið landað hérna sitt hvorum megin við okk- ur og allt um kring þannig að það er mikið atriði að missa ekki af henni í haust. Þetta er aðalmálið hjá okkur í dag." - Er farið að sjá í það að tog- ararnir hérna verði búnir með kvótann áður en langt um líður? „Nei, ekki Ólafur Bekkur, ég helst að það dragist eitthvað fram á haustið, þótt auðvitað geti kvótinn fyllst fyrr ef það gerir mjög góða veiði." - Þannig að þegar togararnir hafa fyllt kvótann þá blasir við sama ástandið aftur og var í vetur? „Já, þá blasir atvinnuleysið við aftur, það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það." - Hefur ekkert verið gert til þess að mæta þessu. Nú hefur það t.d. heyrst að illa gangi að fá menn til að taka til starfa í Iðn- görðum sem hér hafa verið reist- ir? „Já það gengur illa. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessu, ef til vill skortir menn hug- myndir. Þetta snýst allt um fisk- inn og menn eru lítið að velta öðrum hlutum fyrir sér. Ætli það vanti ekki hugmyndafræðinga. Óbreytt ástand hlýtur að skapa fólksflótta héðan," sagði Þor- steinn að lokum. Einstök kostakjör tó^i. Seljum öll tjjölcl með 20%aMætti fram að verslunarmannahelgi. * Góð greiðslukjör * Brynjólfur Sveinsson hf. Sportvöruverslun, Skipagötu 1, sími 23580. Þorsteinn Ásgrímsson, Vorumað takaupp Sumarhúfur og -hatta. Sumarjakka. Skyrtur. Þýsku Mobil Elasto buxurnar o.fl. o.fl. iNyKOIIIlIl stök teppi og mottur á góðu verði. Einnig úrval af gólfteppum. Góðir greiðsluskihnálar. Glaiis(galla)efni, buxnaefni, ljósir litir. BómuUarefni með dagblaðaprenti. Mikið ^—i|^ úrval ^BBHjm af barna fatnaði. SÍMI (M) 21400.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.