Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR -27. júlí 1984 Föstudagur JLa ugardagur 27. júlí 19.35 Umhverfis jörðina á áttatiu dögum. 12. þáttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Grínmyndasafnið. 21.05 Kuwait - auðug þjóð í vanda. Bresk fréttamynd um Kuw- ait og áhrif styrjaldar írana og íraka á hag landsins og framtíðarhorfur. 21.35 Æskublóminn ljúfi. (Sweet Bird of Youth) Bandarísk bíómynd frá árinu 1962 byggð á samnefndu leikriti eftir Tennessee Wiil- iams. Leikstjóri: Richard Brooks. Aðalhlutverk: Paul Newman, Geraldine Page, Shirley Knight og Ed Begley. Metnaðargjarn ungur maður fer til Hollywood og lætur einskis ófreistað til að verða frægur. Þegar hann kemur aftur heim í fylgd fölnandi kvikmyndastjörnu fer að hitna í kolunum. 23.30 Fréttir í dagskrárlok. 28. júlí 16.30 íþróttir. 18.30 Um lúgu læðist bréf. Finnsk sjónvarpsmynd um bréfaskriftir og þær króka- leiðir sem pósturinn fer frá sendanda til viðtakanda. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 í fullu fjöri. 21.00 Grái fiðringurinn. (Guide for the Married Man) Bandarísk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri: Gene Kelly. Aðalhlutverk: Walter Matt- hau, Robert Morse, Inger Stevens og Sue Anne Langdon. Eftir fjórtán ára hjónaband er miðaldra mann hálfpart- Æskublóminn Ijúfi heitir föstudagsmyndin með ekki ómcrkari stjörnum en Paul Newman, Geraldine Page, Shirley Knigt og Ed Begley í aðalhlutverkunum. inn farið að langa til að halda framhjá. Hann leitar til besta vinar síns sem gefur honum góð ráð og ítarlegar leiðbein- ingar. 22.30 Brautarstöðin. Sovésk bíómynd frá 1983. Leikstjóri: Eldar Ryazanov. Aðalhlutverk: Ljudmila Gurchenko, Oleg Basilas- hvili og Nikita Mikhalkov. Framreiðslustúlkan Vera og píanóleikarinn Platon Grom- ov kynnast á járnbrautar- stöð og fella hugi saman þótt þau séu ólík að eðlisfari. 24.00 Dagskrárlok. 29. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. 5. þáttur. 18.35 Mika. Sænskur framhaldsmynda- flokkur í tólf þáttum fyrir börn og unglinga. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Ósinn. Kanadfsk kvikmynd um auð- ugt lífríki í árós og óshólm- um í Bresku Kólumbíu og nauðsyn verndunar þess. 21.00 Hin bersynduga. (The Scarlet Letter) Nýr flokkur. Bandarískur framhald- smyndaflokkur í fjórum þáttum. 21.55 Olympíuleikarnir í Los Angeles. 23.50 Dagskráriok. 30. júlí 18.00 Olympíuleikarnir í Los Angeles. Frá setningarhátíð 23. 01- ympíuleikanna. 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Grísalubbinn. Bresk dýralífsmynd um ap- ann Zen. 21.00 Eitt sannieikskorn. Sjónvarpsmynd byggð á há- tíðarræðu Alexanders Sols- ynitzyns. 21.30 Olympiuleikarnir í Los Angeles. 22.45 Fréttir i dagskrárlok. Priðjudagur 31. júlí 18.00 Olympíuleikarnir. 19.35 Bogi og Logi. 19.45 fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Óskalandið. Bresk sjónvarpsmynd um þann aldagamla draum mannkyns að skapa sér paradís á jörð. 21.05 Aðkomumaðurinn. 2. þáttur. 21.55 Olympiuleikarnir í Los Angeles. 23.25 Fréttir í dagskrárlok. 1. ágúst 18.00 Olympíuleikarnir í Los Angeles. 19.35 Söguhornið. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Fríðdómarínn. 21.25 Olympiuleikamir í Los Angeles. 22.55 Berlin Alexanderplatz. 23.55 Fréttir i dagskráriok. Föstudagur 27. júli 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Brúðubillinn í Reykjavík skemmtir börnunum. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Hljómskálamúsik. 21.35 Framhaldsleikrít: „Gil- bertsmálið" eftir Frances Durbridge. Endurtekinn II. þáttur: „Reynolds hringir". 22.15 Veðurfregnir ■ Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmar Ámason les þýð- ingu sína (4). 23.00 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.50 Fréttir ■ Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. La ugardagur 28. júlí 7.00 Veðurfregnir ■ Fréttir • Bæn ■ Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir • 7.25 Leikfimi • Tónleikar. 8.00 Fréttir • Dagskrá ■ 8.15 Veðurfregnir ■ Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. ■ Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir ■ 10.10 Veður- fregnir) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Súrt og sætt • Sumar- þáttur fyrir unglinga. Stjómendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Ema Arnar- dóttir. 12.00 Dagskrá ■ Tónleikar • Tilkynningar. 12.20 Fréttir ■ 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar ■ Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Á ferð og flugi ■ Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðs- dóttur og Sigurðar Kr. Sig- urðssonar. 15.10 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá ■ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gil- bertsmálið" eftir Frances Durbridge. III. þáttur: „Pétur Galino". 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar ■ Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Ambindryllur og Arg- spæingar ■ Eins konar út- varpsþáttur. Yfirumsjón: Helgi Frímanns- son. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjómendur: Guðrún Jóns- dóttir og Málfríður Þórarins- dóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili.“ Stefán Jökulsson tekur sam- an dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- son. 21.45 Einvaldur i einn dag. Samtalsþáttur i umsjá Ás- laugar Ragnars. Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir ■ Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmar Árnason les þýð- ingu sina (5). 23.00 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir ■ Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 29. júlí 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir • Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • Frá Olympíu- leikunum 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Hjalti Guð- mundsson. Organieikari: Marteinn H. Friðriksson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir - 12.45 Veður- fregnir ■ Tilkynningar ■ Tónleikar. Helgi Már Barðason verður með þáttinn Sumarútvarp unga fólksins kl. 20.00 á sunnudagskvöld. 13.30 Á sunnudegi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 Ólafsvaka. Dagskrá í umsjá Ingibjargar Þorbergs. 15.15 Lifseig lög. Umsjón: Ásgeir Sigurgests- son, Hallgrímur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir • Dagskrá ■ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Háttatal • Þáttur um bókmenntir. Umsjónarmenn: Örnólfur Thorsson og Ámi Sigurjóns- son. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegistónleikar. 18.00 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ■ Tilkynn- ingar. 19.35 Eftir fréttir ■ Þáttur um fjölmiðlun, tækni og vinnu- brögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 „íhugun". Jónas Friðgeir Elíasson les eig- in ljóð. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. Stjómandi: Helgi Már Barða- son. 21.00 Merkar hljóðritanir. 21.40 Reykjavik bemsku minnar - 9. þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Guðmund J. Guðmundsson. 22.15 Veðurfregnir ■ Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmeu: Ámason les þýð- ingu sína (6). 23.00 Djasssaga - Seinni hluti. Þriðja leið - Jón Múli Áma- son. 23.45 Fréttir ■ Dagskrárlok. f orðavali og i inc iirsk rifh un Þeir lesendur Dags sem lesið hafa þennan dálk reglulega hafa ekki komist hjá því að taka eftir að nær undantekn- ingarlaust er hann notaður til að lofa eður lasta fabrikku þá er álver nefnist. Ætti því ekki að villa á sér heimildir lengur, heldur taka upp nýtt nafn: Mín meining um álver. Ég veit ekki hvort ég þori fyrir mitt litla líf að kúvenda gersamlega og ræða um áhrif tölvuspila á börn. Það væri að brjóta upp hefðina, en í menntaskóla er mönnum uppálagt að bera virðingu fyrir hefðinni og því get ég ekki samvisku minnar vegna látið þetta uppáhaldsumræðuefni Eyfirðinga alveg í friði. Ég ætla þó að láta nægja að ræða örlítið um undirskrifta- lista sem verið hafa í gangi á undanförnum vikum. í gegnUm tíðina hafa íslend- ingar oft verið ansans ári óheppnir í orðavali er þeir gefa hlutunum nöfn, en nú virðist vera að renna upp betri tíð með blóm í haga. Um sæta langa sumardaga hefur fólki verið boðið upp á að rita nafn sitt á ansi girnilega undirsk- riftalista. Nefnilega hann býð- ur upp á framför-uppbygg- ingu-atvinnuöryggi og ég veit ekki hvað og hvað. Og hvaða hundur getur blákalt neitað að vera á móti framförum og upp- byggingu. Það er greinilegt að sá hinn sami heimtar stöðnun, kyrrstöðu, afturför, atvinnu- leysi og gott ef ekki dauðann og djöfulinn. Orðavalið hefur því afgerandi áhrif. Þetta er allt ofboðslega jákvætt. Hugs- iði ykkur maltið, nærandi, styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit. Hver mundi kaupa malt með áletruninni, tann- skemmandi, dregur úr orku, gefur slepjulegt og sljótt útlit? Þeir eiga heiður skilið hug- myndafræðingarnir sem svo glæsilega komust að orði, er þeir hrundu af stað undir- skriftasöfnun sinni. Þar fara menn með bein í nefi. Ekki er það ónýtt á þessum síðustu og verstu. Svo er það annað, það varðar peningaveski manna. Einhverra hluta vegna eru þau misþykk og þó leiðinlegt sé frá að segja, þá eru mörg skrambi þunn. Þeir er gildu sjóðunum veifa hafa alla jafna meiri möguleika á að koma sjónarmiðum sinum á framfæri og verður málstaður þeirra meira áberandi. Kemur þar til kasta blaðanna. Frá hverju segja blöðin og hverjir komast í þau? Hafiði velt því fyrir ykkur? Skyldi vera gott að þekkja mann og annan? Er nóg að vera dulítið núm- er í bæjarlífinu. Eða bara vera karlmaður, rétt um það bil að komast á miðjan og þar með besta aldur? Sakar ekki að vera ofurlítið meira en Meðal- jón. Það er engum blöðum (hvorki Degi né íslendingi) um það að fletta, að styðjir þú framfara listann svo kallaða, þá geturðu með sæmilegu móti aflað þér töluverðra vinsælda í gegnum blöðin. Átt að minnsta kosti greiðan aðgang. En svona almennt séð, þá hljóta undirskriftalistar brátt að verða markleysa ein. Undirskriftalistar af einu og öðru tagi hafa tröllriðið þjóð- inni á undanförnum árum og má segja án þess að ljúga miklu tií að menn skrifa undir allan fjárann. Alveg sama hvort þeir hafa skoðun á mál- inu eður ei, það er alltaf gam- an að skrifa nafnið sitt á lista. Það gæti verið að einhver frægur skrifaði líka.... Margrét Þóra Þórsdóttir. P.s. Ég er að fara af stað með undirskriftalista, áskorun til danskra yfirvalda um að hætta að selja okkur maðkað mjöl. Viltu skrifa undir?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.