Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 27.07.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 27. júlí 1984 ____Opið á BAUTA______ frá kl. 9.00 - 23.30 alla daga Opið í SMIÐJU alla daga frá kl. 12.00 - 14. 00 og frá kl. 18.30 BAUTINN - SMIÐJAN. Of ungt fólk á skemmtistöðum? „Nei, nei, þau hafa ekkert far- ið í verkfall og ég held að þad hafi aldrei komið til tals, a.m.k. fengum við enga til- kynningu um það hingað,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari er Dagur spurði hann hvort flokkstjórar Vinnu- skóla Akureyrar hefðu hafið verkfall á mánudaginn. Sagðist Valgarður ekki vita hvernig þetta hefði komist í blöðin, þ.e. að flokkstjórarnir ætluðu í verkfall. Þeir hefðu ekki tilkynnt þetta á skrifstofuna og sér finndist eölilegt að þeir til- kynntu vinnuveitenda sínum að slíkt hefði staðið til. Dagur fór á stúfana og fann einn vinnuskólaflokk að störfum úti í Glerárhverfi. Flokkstjóri yfir þeim hóp er Adolf Erlings- son og var hann spurður hvort þeir hefðu aldrei ætlað í verkfall. „Ég veit ekki betur en að það hafi staðið í bréfi því er við send- um bæjarstjóra. En þeir lýstu sig fúsa til að tala við okkur og því var hætt við umrætt verkfall." Sagði Adolf að þennan sama dag, þ.e. ntiðvikudag yrði fundur með flokkstjórum og manni frá STAK. STAK væri með ramma frá bænum sem væri sveigjan- legur um einn launaflokk og einnig verður starfsaldur metinn. Flokkstjórarnir koma svo með sínar tillögur á móti. Sagði Adolf að þau ætluðu að reyna að kom- ast út fyrir þennan ramma og á fimmtudag verður svo haldinn fundur með bæjarráðsmönnum. HJS „Gistinýting hefur verið góð hjá okkur í suinar og var t.d. 90% í júnímánuði,“ sagði Kristján Jónasson hóltelstjóri á Hótel KEA í stuttu spjalli við Dag. - Kristján sagði að þeir sem gistu Hótel KEA væru að lang- mestu leiti ferðamenn, bæði inn- lendir og erlendir. Hann sagði að alltaf væri eitthvað um það að fólk pantaði herbergi og léti síð- an ekki sjá sig og þetta þýddi að öðrum væri vísað frá sem þyrftu á gistingu að halda og síðan stæðu herbergin ónotuð. „Okkur eru alltaf öðru hvoru að berast kvartanir um að of ungt fólk komist inn á skemmtistaði,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn í samtali við Dag. „Um síðustu helgi fóru óein- kennisklæddir lögregluþjónar Slysavarnarfélagi íslands barst í fyrradag beiðni um að sóttur yrði veikur skipverji um borð í togarann Sólberg frá Ólafsfirði sem var að veiðum úti fyrir Norðurlandi. Þyrla varnarliðsins á Keflavík- í H-100 og athuguðu þessi mál, en urðu ekki varir við neitt at- hugavert.“ Það er ekki nóg með að lög- reglan hafi fengið umkvartanir. Lesendur Dags hafa haft sam- band við blaðið og sagt 13-15 ára unglinga hafa komist inn í Sjall- ann og H-100. urflugvelli var send og kom hún við á Akureyri um kl. 15 til þess að taka eldsneyti. Þegar þyrlan var síðan komin út fyrir Éyja- fjörð komu fregnir frá togaranum um að skipverjinn sem var hjartasjúklingur væri látinn. „Við reynum að fara á alla skemmtistaði bæjarins, helst um aðra hverja helgi og athuga þessi mál,“ sagði Ólafur Ásgeirsson. „Tölum við dyraverði, því að þeir eiga að sjá um að of ungt fólk komist ekki inn á þessa staði. En okkur finnst engin vandamála- Iykt af þessu.“ - KGA Þyrlan kom aftur til Akureyrar um kl. 16.30 og hélt síðan áleiðis til Keflavíkur en varð að snúa við vegna ísingar. Þyrlan var á Akur- eyri í fyrrinótt en komst suður í gær. Fjoröungsþing Norðlendinga í Reykjaskola í Hrútafirði Fjórðungsþing Norðlendinga 1984 verður haldið í Reykjaskóla í Hrútafirði dagana 30. og 31. ágúst og 1. september nk. Meg- inmál þingsins verða annars veg- ar menntunarmál landsbyggðar- innar, fjárhagur og stjórnun og hins vegar nýjar leiðir í atvinnu- málum. Haraldur fer ekki áOL! Haraldur Ólafsson lyftinga- kappi hefur ákveðið að keppa ekki á Olympíuleikunum í Los Angeles en hann hafði verið valinn eini keppandi Islands í þeirri íþrótt þar. Það var löngu vitað að Harald- ur Ólafsson var mjög óánægður með að fá ekki aðstoðarmann með sér á leikana eins og aðrir sem þar keppa af hálfu íslands. Var Guðmundur Þórarinsson formaður Lyftingasambands ís- lands valinn til þess að fara með Haraldi og titlaður aðstoðarmað- ur hans. Með fullri virðingu fyrir Guð- mundi þá er það vitað að hann er ekki fær um að vera aðstoðar- maður keppenda í lyftingum á Olympíuleikunum, enda er kom- ið á daginn að erindi Guðmundar til Los Angeles var fyrst og fremst að fara þar á fund Al- þjóðalyftingasambandsins. „Það er þingið sem mestu varðar,“ seg- ir Ölafur Sigurgeirsson sem á sæti í stjórn Lyftingasambands ís- lands með Guðmundi. Hætt er við að eitthvað hefði heyrst í handboltamönnum ís- lands sem keppa eiga á Olympíu- leikunum ef Bogdan landsliðs- þjálfari hefði verið látinn sitja eftir heima, en það er gert við þjálfara Haraldar Ólafssonar. gk- Fer of ungt fólk inn á skemmtistaðina? Á morgun er spáð vest- og norðvestlægri átt á Norður- landi en á sunnudaginn kem- ur norðanáttin til með að taka völdin smátt og smátt og heldur þeim völdum a.m.k. fram á mánudag. Samhliða kólnar eitthvað í veðri samkvæmt spánni, jafnframt því sem búast má við skúrum af og til sam- kvæmt spánni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.