Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI m&0 FILMUhúsid AKUREYRI 67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 15. ágúst 1984 92. tölublað Togararnir að Ijúka við þorskkvótann: Rækjan átti að bæta minnkandi þorskafla, en nú hleðst hún upp óseljanleg. Mynd: HJS Vaxandi atvinnu- leysi framundan? Geysilegt atvinnuleysi blasir við víðast hvar á Norður- landi alveg á næstunni í kjölfar mikillar þorskveiði togaranna að undanförnu en þeir hafa komið með full- fermi til heimahafnar hvað eftir annað. Þorskinn hafa togararnir veitt úti af Vest- fjörðum. Þessi mikla veiði flýtir fyrir því að togararnir ljúki við þorsk- kvóta sinn og er nú reyndar svo komið að margir togaranna eru búnir með þorskkvótann og aðrir eru um það bil að ljúka við hann. „Ég held að það mætti endur- skoða þessi kvótamál," sagði Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól- afsfjarðar hf. er við ræddum við hann. „Ég held að þessi mikla veiði að undanförnu þar sem allir togarar hafa mokveitt, sýni að ástandið sé annað og betra í sjón- um en talið hefur verið. Ég man ekki eftir svona mikilli og al- mennri veiði í mörg ár." - í samtölum okkar við aðila í sjávarútvegi á Norðurlandi kom fram að þeir telja yfirleitt að ekki verði hægt að fullnýta kvóta ann- arra fisktegunda. Margir hafa gripið til þess ráðs að notfæra sér heimild til þess að breyta kvóta annarra fisktegunda yfir í þorsk, en það hefur um leið í för með sér að heildarkvótinn minnkar. Það styttist því óðum í það að togararnir sigli til hafnar í síðasta skipti á þessu ári og verði bundn- ir við bryggju. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað slíkt hefur í för með sér, atvinnuleysi í landi og á þeim stöðum sem eiga allt undir sjávarútvegi, hreint vandræðaástand. Sjá bls. 8. gk-. Maður var handtekinn á Akur- eyri í fyrrinótt þar sem hann var á rölti með hljómflutnings- tæki undir hendinni og kom í Ijós að hann hafði stolið þeim úr bifreið. Ura helgina var annar maður handtekinn og hafði sá einnig stolið hljómflutningstækjum úr bifreið í bænum. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst nokkur minni- háttar innbrot sem framin hafa verið í bænum að undanförnu. í ljós kom að sökudólgurinn reynd- ist vera hópur unglinga. Ekki voru þeir alltaf allir saman og lít- ið munu þeir hafa haft upp úr krafsinu yfirleitt þótt þeir hafi valdið nokkrum skemmdum á þeim stöðum þar sem þeir fóru inn. gk-. Einingarsamningurinn aftur til bæjarráðs - Meirihluti bæjarstjórnar vildi ekki brjóta „prinsip" í kjarasamningum Harðar umræður urðu í gær í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem tekist var á um hvort hækka ætti launaliði samnings Etningar og Akureyrarbæjar, sem aðallega nær til starfsfólks á sjúkrahús- um og dagvistum. Niðurstaðan varð sú, að bæjarráði og kjara- samninganefnd var falið að taka upp viðræður við Einingu um launauppbót til þessa fólks þar til nýir kjarasamningar hafa ver- ið gerðir. Ástæða þess að Eining fór fram á að þessir samningar yrðu brotnir upp var sú, að Verkalýðs- félag Húsavíkur og Alþýðusam- band Norðurlands höfðu náð hagstæðari samningum eftir að gildandi samningur Akureyrar- bæjar og Einingar var samþýkkt- ur. Munar þar allt upp í rúm 7% á launaliðum. Vildi Eining aftur- virkni samningsins til 1. mars sl. Samstaða var um það meðal fulltrúa allra flokka í kjaranefnd að ekki væri ástæða til endur- skoðunar á samningnum nú, þar sem honum hafi þegar verið sagt upp miðað við 1. september. Bæjarráð var hins vegar ekki sammála kjarasamninganefnd. Meirihluti þess; Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, Valgerður Bjarna- dóttir og Helgi Guðmundsson, vildi samræma launaliðina við samning Alþýðusambands Norð- urlands og nokkurra sjúkrahúsa og stofnana á Norðurlandi vestra. Þegar þessi samþykkt bæjar- ráðs kom til afgreiðslu í bæjar- stjórn í gær urðu langar umræður um málið. Allir voru sammála um að rétt væri að bæta hag þessa fólks, sém samningurinn snerti, en þar væri um að ræða lægst launuðu starfsstéttirnar. Fulltrú- ar Kvennaframboðsins, Alþýðu- bandalagsins og Alþýöuflokksins töldu málið einfalt; það þyrfti ekki annað en þor til að sam- þykkja hækkun á launatöxtum. Það kæmi sér vel fyrir launþeg- ana, en munaði Akureyrarbæ sáralitlu. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins töldu hins vegar ekki rétt að brjóta ríkjandi „prinsip" í kjara- samningum, ekki síst vegna þess að Eining hefði þegar sagt upp umræddum kjarasamningi frá 1. september og viðræður þeirra við Akureyrarbæ hlytu því að hefjast á næstunni. Þegar ljóst var að þetta sjónarmið hafði meirihluta í bæjarstjórn ákváðu fulltrúar Kvennaframboðsins og Alþýðu- bandalagsins að styðja tillögu Sigurðar Jóhannessonar og Gunnars Ragnars um að vísa málinu á ný til bæjarráðs. Töldu þeir það „næstbesta kostinn". Jórunn Sæmundsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, greiddi atkvæði gegn þeirri tillögu; taldi ekki rétt að skjóta sér fyrir horn og vildi samþykkja launahækk- unina til þessara láglaunahópa strax. Þeir yrðu þá ef til vill örlít- ið sælli með launin sín. - GS „Hann er sprunginn þvers og kruss" - Klukknaturninn á Hólum að gefa sig „Klukknatui ninn hér á Hólum er sprunginn að innan, upp og niður og þvers og kruss," sagði Jón Friðbjörnsson á Hólum í Hjaltadal, en hann hefur um- sjón með og sér um viðhald á húsum þar á staðnum. „Mitt mat er að það sé röng uppsetning á klukkunum í turn- inum sem þessu veldur," sagði Jón. „Turninn var ekki byggður fyrir öll þessi ósköp sem í hann voru sett af þungum klukkum. Ég hef því lagt það til að klukk- unum væri ekki hringt að óþörfu, heldur bara við messur og þá að minni klukkunum væri hringt. Það þarf að breyta öllu hring- ingarkerfinu. Klukkurnar sveifl- ast sjálfar til og frá en með réttu lagi ætti að vera hamar sem berði í þær. Eins og þær eru núna er svo mikill titringur frá klukkun- um, sérstaklega þessari stærstu og það er að eyðileggja turninn. Þessi turn er byggður 1949 og vígður árið eftir. Það var Hró- bjartur Jónasson sem var bygging- armeistari og hann gerði ekki ráð fyrir svona stórum og þungum klukkum í turninn." - Hvað með kirkjuna sjálfa, er hún í niðurníðslu? „Ég vil nú ekki taka svo sterkt til orða, en hún þarfnast veru- legra viðgerða. Þjóðminjasafnið er hins vegar alltaf í peningasvelti þannig að það hefur lítið verið unnið að viðhaldi á henni nema það sem ég hef gert í mínum frítíma." gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.