Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -15. ágúst 1984
Skotveiðimenn
Gæsavertíðin nálgast
Eigum Brno tvíhleypur nr. 12
Verð kr. 20.160
Hornet Brno riffla
Verð kr. 19.390
Stevens pumpur og Mosberg
Verð kr. 15.750 Verð kr. 14.980
Ódýrar þriggja tommu magnum
einhleypur væntanlegar í næstu viku
Verð kr. 5.850
Aldraðir
Iðjufélagar
Farin verður dagsferð til Skagafjarðar, að Hól-
um og víðar, sunnudaginn 26. ágúst.
Mæting í Brekkugötu 34 kl. 8.30.
Hafið samband við skrifstofu Iðju fyrir miðviku-
daginn 22. ágúst, sími 23621.
Ferðanefnd.
AKUREYRARBÆR
Kartöflugeymsla
Kartöflugeymslur bæjarins verða hreinsaðar inn-
an skamms. Þeir sem eiga kartöflur eru beðnir
um að tæma hólf sín í síðasta lagi þriðjudaginn
21. ágúst, kl. 17.30-18.30.
Greiðsla fyrir kartöfluhólf er 300 kr. og ber að
greiða það gjald á bæjarskrifstofunni 21/8-1/9.
Breytingar og afgreiðsla á nýjum hólfum fer síðan
fram á skrifstofu garðyrkjudeildar í gömlu Gróðr-
arstöðinni.
Garðyrkjustjóri.
Kjörbúðir KEA
auglýsa
Nýr og reyktur
LUNDI
í helgarmatinn
Hætta er á atvinnuleysi í fískvinnslu víða á Norðurlandi á næstunni.
Þorskkvótinn
víða að klárast
— og þá blasir atvinnuleysið við
„Stakfellið er að koma inn
núna með um 170 tonn af
þorski og er það restin af kvóta
skipsins,“ sagði Páll Árnason
hjá Útgerðarfélagi N.-Þingey-
inga á Þórshöfn er við ræddum
við hann í fyrradag.
Þorskkvóti Stakfellsins var
1.600 tonn og sagðist Páll ekki
vita hvað nú tæki við. „Það er
ekkert spaug að binda skipið í 4-
5 mánuði eins og nú blasir við en
ætli það sé nokkuð annað sem
hægt er að gera. Afli bátanna hef-
ur verið tregur og þetta þýðir
sennilega ekki annað en atvinnu-
leysi á staðnum," sagði Páll.
„Við áttum eftir 36% af okkar
þorskafla um síðustu mánaða-
mót,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa
hf. „Það þýðir að við áttum um
1.800 tonn og það er algjörlega út
í hött að spá nokkru um það
hversu langan tíma tekur að
veiða það magn. Það fer að sjálf-
sögðu eftir aflabrögðum.“
Þráinn Gunnarsson hjá Höfða
hf. á Húsavík sagði að fyrirtækið
sem gerir út tvo togara, Júlíus
Havsteen og Kolbeinsey, ætti
kvóta sem myndi endast út árið.
„Við tókum snemma þá stefnu að
setja Júlíus Havsteen á rækju og
það þýðir að við eigum nægan
þorskkvóta fyrir Kolbeinsey út
árið.“
„Ef kvótinn verður ekki auk-
inn eins og menn hafa hugsanlega
gert sér vonir um eða ef ekki
tekst að fá kvóta inn á svæðið
þaðan sem hann er ekki nýttur
þá er dökkt framundan," sagði
Valdimar Bragason hjá Útgerð-
arfélagi Dalvíkinga hf. Það fyrir-
tæki gerir út togarana Björgvin
og Björgúlf og eru þeir búnir
með þorskkvóta sinn.
Valdimar sagði að hugsanlegt
væri að veiða fyrir aðra og landa
hjá þeim. Það myndi t.d. annar
togari þeirra gera nú í vikunni. -
Tveir minni togarar eru á Dalvík,
Baldur og Dalborg sem Ufsa-
strönd gerir út og munu þeir eiga
eftir eitthvað af kvóta sínum
ennþá.
„Rauðinúpur á eftir 2-3 túra,“
sagði Hólmsteinn Björnsson hjá
Jökli á Raufarhöfn. „Við eigum
einnig smávegis af ýsu og kola en
það getur orðið erfitt að ná því.
Það er hætt við því að það verði
að binda togarann áður en langt
um líður og loka báðum frysti-
húsunum hér og þá blasir alls-
herjar atvinnuleysi við.“
„Það er hryllilegt ástand sem
við blasir,“ sagði Þorsteinn Ás-
geirsson framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. er
við ræddum við hann. Að sögn
Þorsteins er Ólafur Bekkur búinn
með sinn þorskkvóta og væri
fyrirhugað að breyta kvóta grá-
lúðu og karfa í þorsk og með því
móti gæti skipið farið 2-3 túra
áður en binda þyrfti það eins og
fyrirsjáanlegt er. Aðrir togarar á
Ólafsfirði, Sigurbjörg og Sólberg
eru annað hvort búnir með kvót-
ann eða að ljúka við hann.
„Hegranesið og Drangey eiga
eftir samtals 400 tonn af sínum
þorskkvóta, en Skapti er búinn
með sinn,“ sagði Bjarki Tryggva-
son framkvæmdastjóri Útgerðar-
félags Skagfirðinga er við rædd-
um við hann. Bjarki sagði að
mjög hefði verið dregið úr sókn-
inni að undanförnu til þess að
hægt væri að hafa undan í vinnsl-
unni með góðu móti, ef það hefði
ekki verið gert væru þeir búnir
með þorskkvótann.
Hann sagði að togararnir
hefðu verið látnir liggja inni í 5-7
daga á milli túra. Hvað tæki við
á næstu vikum sagðist hann ekki
vita, ekki hefði verið tekin um
það endanleg ákvörðun ennþá.
Einar Sveinsson framkvæmda-
stjóri hjá Þormóði ramma á
Siglufirði sagði að Sigluvík ætti
eftir um 80 tonn og Stálvík 296
tonn. Ef þeir nýttu sér heimildina
til millifærslu þá ætti Sigluvíkin
eftir að veiða 257 tonn en Stál-
víkin 489 tonn.
„Forlögin hafa hagað málum
þannig hér á Siglufirði að við
höfum ekki getað rifið þetta upp
eins og aðrir, við höfum verið
með skip í viðgerðum og breyt-
ingum þannig að sennilega erum
við betur settir í dag en margir
aðrir.“
Einar sagði að sú staða hefði
verið rædd að ef fyrirsjáanlegt
væri að allir togararnir myndu
ekki klára kvóta sinn yrði hann
fluttur á milli skipa innan bæjar-
ins, en þessi mál væri öll ófrá-
gengin. gk-.
Stakfellið er búið með þorskkvóta sinn.