Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 9
15. ágúst 1984 - DAGUR - 9
Þrjú dýrmæt stig
í safn Þórsara
- eftir 3:0 sigur gegn Fram í gærkvöld
„Það sem færði okkur þennan
sigur öðru fremur var mikil
barátta og vilji til þess að gera
hlutina vel inni á vellinum,“
sagði Þorsteinn Ólafsson þjálf-
ari Þórs eftir að hans menn
höfðu unnið Fram 3:0 í gær-
kvöld á Akureyrarvelli. „Þetta
er í fyrsta skipti í langan tíma
sem strákarnir sýna vilja til
þess að sanna sig sem lið og
þessi barátta hefur einhverra
hluta vegna ekki náðst upp
fyrr. Vonandi verður framhald
á þessu,“ sagði Þorsteinn
Ólafsson.
Hagur Þórs í 1. deildinni vænk-
aðist verulega við þennan sigur
en liðið var áður í botnsætinu
ásamt Fram. Þór hoppar því úr
12 stigum í 15 en það er enn löng
leið framundan.
Leikurinn í gærkvöld fór hægt
af stað, Þórsarar þó brattari í
byrjuninni en komust lítt áleiðis.
Það var ekki fyrr en á 15. mín-
útu að Kristján Kristjánsson átti
skot sem var varið í horn, og 10
mínútum síðar var hann aftur á
ferðinni. Hann hafði þá betur í
kapphlaupi við varnarmann
Fram sem sá ekki annað ráð en
bregða Kristjáni aftan frá inni í
vítateig. Guðmundur Haraldsson
dómari benti í vítapunktinn og
Jónas Róbertsson skoraði úr
vítaspyrnunni með laflausu skoti
í hægra hornið niðri.
Bjarni Sveinbjörnsson fékk
ágætt tækifæri til þess að bæta við
marki er hann komst einn upp að
Krístján Kristjánsson hefur haft betur í kapphlaupi við varnarmann Fram sem sá ekki annað ráð en bregða honum
aftan frá. Vítaspyma dæmd og úr henni kom fyrsta mark Þórs.
vítateigslínu fyrir miðju marki.
En í stað þess að skjóta á Guð-
mund Baldursson markvörð sem
kom út á móti lék Bjarni til
hliðar, fékk á sig varnarmann og
skaut framhjá.
Mark Þórs númer tvö kom á
33. mínútu og var sérlega vel að
því unnið. Bjarni með boltann
við hliðarlínu og gaf hann aftur
til Jónasar. Jónas sendi boltann
inn í vítateig Fram á höfuð Nóa
Björnssonar sem hljóp þar í
eyðu, Nói skallaði aftur fyrir sig
til Kristjáns og hann skoraði með
firnaföstu skoti. Gott mark og vel
að því unnið.
í síðari hálfleik bar fátt til tíð-
inda. Framarar lögðu greinilega
allt í sölurnar að jafna en á kostn-
að varnarleiksins og Þór hefði átt
að nýta það. Hvað eftir annað
komust Þórsarar upp að vítateig
Fram en það vantaði herslumun-
inn að klára dæmið. Langskotin
fóru framhjá ef þau voru reynd,
helst að Guðjón Guðmundsson
gerði það en hann hafði ekki ár-
angur sem erfiði. En þegar 3
mínútur voru til leiksloka kom
þriðja markið og Einar Arason
var þar að verki.
Boltinn kom rúllandi á móti
honum um 25 metra frá marki.
Einar skaut honum viðstöðulaust
til baka, hitti hann firnavel og við
þann þrumufleyg réð Guðmund-
ur í marki Fram ekki þótt hann
virtist ætla að verja, hann missti
boltann aftur fyrir sig eftir að
hafa hálívarið.
Þórsarar fögnuðu því 3:0 sigri
og að vonum var gleði í herbúð-
um þeirra eftir leikinn. En sem
fyrr sagði er löng leið eftir enn.
Leikurinn í gærkvöld sýndi þó
leikmönnum Þórs hvað það er
sem gildir í hinni hörðu keppni,
barátta er víst lausnarorðið
ásamt viljanum til að vinna.
Bestu menn Þórs voru þeir
Jónas Róbertsson, Bjarni Svein-
björnsson og Nói Björnsson sem
allir áttu mjög góðan leik en
margir aðrir stóðu þeim lítt að
baki. Lítið reyndi á hinn unga
markvörð Baldvin Guðmundsson
en þegar hann beitti sér virkaði
hann öruggur. Lið Fram olli von-
brigðum, algjörlega bitlaust lið
og mátti teljast heppið að sleppa
með 3 mörk á bakinu.
Bæjakeppni og
opið mót í tennis
Bæjakeppni í tennis milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur og
opið tennismót verður haldið
á Akureyri nú um helgina.
Slagurinn hefst kl. 15 á föstu-
dag á vellinum við sundlaugina
og er opna mótið þá á dagskrá.
það heitir því virðulega nafni
„Sporthús-open“ og það er Adi-
das umboðið á íslandi sem gefur
öll verðlaun í það. Þessu móti
verður svo framhaldið kl. 10 á
sunnudagsmorgun.
Á laugardaginn kl. 10 hefst
hins vegar bæjakeppnin og er
það í þriðja skipti sem hún fer
fram. Reykjavíkurliðið hefur
sigrað í bæði skiptin 3:2 eða með
minnsta mun, en Haukur Jó-
hannsson einn af forsprökkum
Akureyrarliðsins segir sig og sína
menn aldrei hafa verið sprækari
en einmitt nú og því eigi að snúa
dæminu við.
Hópferð á Skagann
Knattspyrnudeild KA hyggst
gangast fyrir sætaferð til Akra-
ness á laugardaginn, en þá á
KA að leika gegn íslands-
meisturum Skagamanna þar.
Ef næg þátttaka fæst verður
lagt af stað frá Lundarskóla kl.
7.30. Allar nánari upplýsingar
veitir Gunnar Níelsson í síma
23482 eða 22287. Verð er áætlað
700 krónur.
Ingimundarmót
að Jaðri
Tvö opin golfmót verða haldin
hjá Golfklúbbi Akureyrar um
næstu helgi. Um er að ræða
minningarmótið um Ingimund
Árnason og Ragnarsmótið sem
er opið mót fyrir konur.
Minningarmótið um Ingimund
Árnason eða Ingimundarmótið
eins og golfarar kalla það, er orð-
ið eitt af fjölmennari mótum
landsins og hefur verið geysilega
vel sótt undanfarin ár. Ekkert
bendir til þess að þar verði breyt-
ing á og hafa t.d. fjölmargir sunn-
lenskir kylfingar boðað komu
sína á Jaðarsvöll um næstu helgi.
Leiknar verða 36 holur með og
án forgjafar.
Það er Ragnar Lár myndlist-
armaður sem hefur veg og vanda
af opna kvennamótinu, Ragnars-
mótinu. Mjög vinsælt mót hjá
kvenfólkinu og þær leika um
verðlaun með og án forgjafar,
alls 36 holur.
HNEYKSLI
„Það er víst óhætt að segja að
Knattspyrnusumbaml íslands hafl
sett niður við þetta mót, það er
ekki ofmælt," sagði Cíestur Jóns-
son, en hann var fararstjóri
tveggja llða úr KA seni tóku þátl i
„Pollamóti" KSÍ i Reykjavík um
helgina.
- Það myndi sennilega hcyrast
citthvaö cf leikmönnum i meist-
araflokki værí uppúlagl að hafa
fataskipti undir hemm liimni fyrir
leiki, og það i ausandi rigningu.
Eða ætli það yrði ekki „söngur" ef
í miðjum leik kæmu menn og
hcimtuðu af þeiin varamanna-
bekkinn? Scnnilega yrði hávuði,
en við þetta urðu strákamir að
sætta síg.
Veðrið í Reykjavík um helgina
var dæmigert Rcykjavíkurrigning-
arveður og voru lcikirnir í mótinu
lútnir fara fram á grasbleðli sem er
á milli aðulvallur i Laugardal og
sundlaugarinnar og á lítt skylt við
knatlspyrnuvöll.
Þegar b-liö KA var að leika til
úrslita við FH komu skyndilegu
vullarstarfsmenn að varamanna-
bekknum. Báðu þeir strákana aö
standa upp af bckknum því þeir
ætluðu að taka bekkinn og flytja i
burt. L'ndrandi stóðu strúkarnir á
fætur, og ætli þuð sé ekki eíns-
dæmi að vuramunnabekkur sé tek-
inn af liði í iniðjum leik?
Punkturinn yfir i-ið í þessu móti
var svo cr verðluunaufliendingin
fór fram. KA-mcnn vissu reyndar
ekki af þvi að verðlaunaafhending-
unni hefði verið flýtt og voru þvi
ekki viðstaddir. B-liö KA sem lék
til úrslita í stnum flokki við FH og
tapaði eftir vítaspyrnukeppni 3:5
fékk reyndar sín verðlaun síðar, en
þau voru bolir með auglýsíngu
Eimskips í bak og fyrir.
- Já, það má ætla að forráöu-
incnn KSÍ telji sig geta lioðið þeim
yngstu upp ú hvað sem er. Þeir
skyldu þo íhuga það að strúkurnir
sem klæddu sig úr í ausundi rign-
ingu í útiklefa við sundluugina,
léku svo ú þúfuni við sundlaugina,
misstu varamannahekk sinn og
fengu auglýsingabo! frú Eimskip
fyrir 2. sætið þeir nuina þessa
hluti.
Strákamir i b-liði KA unnii
Tindustól 16:0, gerðu jafntelli 0:0
við Akranes og unnu ÍBK 2:0 úður
en þcir léku til úrslita við FH.
Þeiin leik lauk 3:3 og vann FH síð-
an í vitaspyrnukcppni.
A-lið KA lék við Stjörnuna og
ÍBK í riðlukeppninni og vann báðu
leikina. í undanúrslítuni tupaði
KA hins vegar fyrir Fram og IR og
varð liöið i 4. sæti.
O.XtS'**
.vj.LIJá.i
.fJ.LJJÍ: