Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR [ BÍLINN, BÁTiNN, VINNUVÉUNÁ VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI Játaði fljótt og vel Bílvelta varð við austustu brúria yfir Eyjafjarðará nærri flugvelli um helgina. Þegar lögreglan köm á staðinn var ökumaður á bak qg burt, en fljótlega fannst hann og< viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þá var um helgina brotist inn í rakarastofu í Strandgötu á Akurv: eyri og þaðan stolið rakvélum óg myndavél. Greiðlega gekk; að hafa upp á þeim er þar var að verki og játaði hann bæði fljótt og vel. Grímsey: Vantar vindinn „Hún mallar fínt, en hað vanl- ar bara meiri vind," ságði Steinunn Sigurlijörnsdóttir i Grímsey er við spurðum hana hvernig ástatt væri með virid- mylluna þar á bæ. „Það þarf þó varla að óttast það þegar kemur fram á'háustið og veturinn að það verði ékki nægur vindur hérna. ÞaÖývirðíst loksins allt vera í fínu lagi með. relluna, hún hefur snúist npkkra dagparta síðan gengið yár-írá henni og hún var þá búin áð hita í yfir 20 gráður vatnið. ;'./', Hún virðist því loksins yerá komin í gott lag enda er búið að vanda mikið til þessa verks. Það komu margir gallar í ljós sem búið er að laga svo nú vantar ekkert nema vindinn. Ég veit þó ekki hvort sjómennirnir okkar. eru á sama máli," sagði Stéinunri. Guðmundur Hrafn með makrílinn. Þetta er óneitanlega fallegur fiskur. Mynd: KGA. Veiddi makríl á stöng - einn þann lengsta sem veiðst hefur hér við land „I luiin yár; geipifjörugur í drætti," sagði Guðmundur Hrafn Brynjursson um makrfl sem hann veiddi við hryggju á Oddeyrartanga á sunnudag- iriri, Makrfllinn var 44 cm langur pg 860 grömm að þyngd 'og er eirin sá stærsti seiu veiðst hefur hér við land. Þetta ér sjaldgæfur fiskur við ísland, helst verður hans vart í torfum og hafa nokknr veiðst úr slíkum. Segja má að éinsdæmi sé að makríil veiðist við bryggju hér á landi, en merkilegra er þp hversu stór þessi fiskur var.. , -KGA. Hátíðahöld í Ólafsfirði: Troðfullt í Tjarnarbora „Þetta hefur gengið alveg Ijómandi yel í'ram að þessu og ég vona að það verði svo ál'rani," sagði Guðbjörn Arn- grímsson formaður afmælis- nefndarinnar í Ólafsfirði, en Ólafsfirðingar halda nú mikla hátíð og fagna 100 ára afmæli byggðar í Olafsfjarðarhorni. Hátíðahöldin hófust á laugar- dag með leik Leifturs og Þórs frá Akureyri í knattspyrnu og sigraði 1. deildarlið Þórs 2:1 í nokkuð fjörugum leik. Hátíðin var svo formlega sett á sunnudag og þá um kvöldið var skemmtun í Tjarnarborg og „alveg troðfullt út úr dyrum" eins og Guðbjörn orðaði það. Guðbjörn tjáði okkur að mikið hefði verið af aðkomufólki í Ólafsfirði, margir burtfluttir Ólafsfirðingar hefðu mætt á stað- inn og sumir þeirra komið langt að. Hátíðahöldin í tilefni af- mælisins standa yfir fram á að- faranótt sunnudags og er skipu- lögð dagskrá á hverju kvöldi. gk-: Skagaströnd: Ný gerð toghlera Vélaverkstæði Karls Berndsen á Skagaströrid hefur hannað og hafið framleiðslu á nýrri gerð rækjutoghlera. . Toghlerar þessir hafa fjórar opnanlegar raufar og eru þeir þvi mun léttari í drætti og hífingu en venjulegir hlerar. Vinna um borð í rækjubátum gengur fljótar fyrir sig en ella. Þessir toghlerar frá Karli Berndsen vinna svipað og flugvélavængir, þeir mynda einhvers konar sig fyrir aftan sig og hleypa sjónum í gegn. Sagði Karl að byrjað hefði verið á þessu á sl. vetri og væri eftirsþurn mikil. Mest hefðu þeir þó selt til bátanna við Flóann og á Snæféjls- nes. - mþþ. Ilimi nýi loghleri sem framleiddur er á Skagaströnd. Næsta sólarhringinn verður norðaustangola eða hægviðri í l'yrstu og norðaustangola eða kaldi á miðum og ann- esjuni síðar í dag. Það verður skýjað og skúrir á stöku stað. Á morgun verður svipað veður, kannski heldur kaldara. # Allar túttubyssut í ruslið! Eínhvers staðar stendur að aldrei sé góð vísa of öft kveðín og því vill S&S taka undir með rrióðurinni sem hringdi f Lesendahomið sl. mánudag og var að vekja at- hygli á þeirri hættu sem staf- ar af leik barna með túttu- byssur. Sonur hennar varð fyrir því að fá skot úr túttu- byssu í annað augað með þeim afleiðíngum að hann missti sjónina á auganu. Sá sem skaut aetlaði ekki að meiða neinn en samt fór sem fór. Því er það vinsamleg "V" JuL fjQ Mm ábending til allra barna sem eiga túttubyssur að gefa ruslafötunni túttubyssurnar áður en eitthvert óhapp hendir. Pabbar og mömmur mega gjarnan hjálpa til við út- rýminguna á túttubyssunum. • Júving olíufélagið Frá því að okkar ástkærl Dall- asþáttur hvarf af skjánum á síðastliðnum vetri hafa sumir vart gengið heilir til skógar, enda hætti þátturinn á svo viðkvæmum tírna. Miss Ellý var að ná sér upp úr heilmiklu þunglyndi og menn horfðu fram á bjartari tíma. Þá var allt rifið frá manni og yfirvöld gáfu í skyn að við fengjum ekkert meire að sjá. Við yrð- úm bara að fylgjast með í gegnum slúðurdálka Reykja- víkurblaðanna, en þau hafa verið nokkuð iðin vlð að segja frá gangi mála á Sáðfork. Við höfum t.d. frétt að SuEllen hafi látið skrifa sig út úr þáttunum og hverfur hún að sjónarsviðinu á mjög svo hetjulegan hátt. Eldur kemur upp á búgarðinum og sú stutta gerir sér Iftið fyrlr og bjargar JoðErrum í tveim- ur eintökum, en verður sjálf eldinum að bráð. Því er þetta rifjað upp hér, að nú geta. landsmenn fengið Dallas- þætti á videóspólum í ákveðnu olíufélagi. Gárung- arnir margfrægu voru ekki lengi að skíra viðkomandi olíufélag. Juvíng olíufélagið skal það heita. Videóeigend- ur hugsa hlýtt til vetrarins, að sjá litlu barbýdúkkurnar og fylgjast með viðburðarríku lífi þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.