Dagur


Dagur - 31.08.1984, Qupperneq 15

Dagur - 31.08.1984, Qupperneq 15
31. ágúst 1984 - DAGUR - 15 Amtsbókasafnið á Akureyri. Biblíudagur í Amtsbókasafninu í tilefni „bíblíuársins" verður opnuð bókasýning í Amts- bókasafninu nk. sunnudag, 2. september, kl. 16.30. Þar verða sýnd eintök af Guð- brandsbíblíu og öllum síðari útgáfum Biblíunnar hérlendis auk eintaka af flestum Nýja testamentisútgáfum allt frá því Nýja testamentið kom fyrst út á íslensku í þýðingu Odds Gottskálkssonar, en það var prentað í Hróarskeldu áríð 1540. Einnig verða á þessari sýningu nokkrar mjög fágætar bækur úr gömlu Hólaprent- smiðjunni, svo sem Summaria Theologie, sem prentuð var í þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar um 1590 á Núpu- felli í Eyjafirði. Við opnun sýningarinnar mun Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags, flytja er- indi og rekja sögu útgáfu- starfsins, en jafnframt kynna þau rit sem Biblíufélagið hefur nú á boðstólum. Sýningu þessari er komið á í tengslum við héraðsfund Eyjafjarðarprófastdæmis, sem settur verður viö lok guós- þjónustu í Akureyrarkirkju sama dag. Allir eru velkomnir við opnun þessarar sérstöku sýningar en hún verður síðan opin virka daga til 12. septem- ber nk. á opnuna'rtíma safns- ins eða frá kl. 1 til 7 e.h. Ástæða er til að hvetja fólk til að skoða þau verk sem ekki aðeins geyma grundvöll trúar okkar og siðgæðisviðhorfa heldur höfðu ómæld áhrif á varðveislu móðurmálsins og allt menningarlíf gegnum aldirnar. Hörku- leikur á Siglujirði - Hin æsispennandi keppni í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu heldur áfram um helgina. FH hefur þegar tryggt sér sæti í 1. deild á næsta ári, en hvorki fleiri eða færri en 7 lið eiga enn möguleika á að fylgja þeim upp þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af keppninni. Línur skýrast væntanlega nokkuð um helgina í þessari miklu keppni því þá verður leikin heil umferð í 2. deild. Á Siglufirði leika tvö liðanna sem berjast á toppnum, KS og Völsungur, og væntanlega taka leikmenn þar hvern ann- an ekki neinum vettlinga- tökum ef að líkum lætur. Leikurinn hefst kl. 14 á morgun. Á Garðsvelli leika Víðir og FH í kvöld, UMFS og UMFN leika á morgun kl. 14, einnig ÍBV og Tindastóll og Einherji og ÍBL Úrslitakeppnin í 4. deild heldur áfram, og þar er einn leikur í Norður- Austurlands- riðlinum, lið Leiknis og Tjör- ness leika á Fáskrúðsfirði á morgun. Fjórir leikir eru í 1. deild, Valur-Breiðablik, Víkingur- Fram, KR-Akranes og ÍBK- Þór. Þórsarar þurfa stig til að komast endanlega af fallhættu- svæðinu. og gæti leikurinn í Keflavík orðið hörkuleikur. Diskódanskeppni í Sjallanum Unglingar munu væntanlega fjölmenna í Sjallann á sunnu- dagskvöldið, en þá fer þar fram úrslitakeppnin í Norður- landsriðli „Landskeppninnar í freestyledansi 1984“. Forkeppnin hefur staðið yfir að undanförnu og hefur verið keppt á Akureyri, Húsavík, Golf Tvö mót verða hjá Golfklúbbi Akureyrar. Það fyrra hefst í fyrramálið kl. 10 og er það keppnin um Sjóvá-bikarinn, 18 holur með fullri forgjöf. Á sunnudag hefst keppni um Nafnlausa bikarinn kl. 9, en þeir einir fá að taka þátt sem verða mættir á vallarsvæðið 15 mínútum fyrr. Hjá Golfklúbbi Húsavíkur er tveggja daga mót, „Frico- Scandia" keppnin, og á Ólafs- firði ætla þeir að leika unt Út- gerðarfélagsbikarinn, 36 holur með og án forgjafar. Dalvík, Sauðárkróki og Egils- stöðum. Fjórir þeirra sem mæta í úrslitakeppnina í Sjallanum á sunnudagskvöldið munu síðan komast í úrslitakeppnina sem haldin verður í Reykjavík, í veitingahúsinu Brodway 9. september. Þeir fjórir munu fá vegleg verðlaun frá ACT í Sjallanum á sunnudagskvöld- ið. í dómnefnd verða Sigvaldi Þorgilsson danskennari, Helga Tómasdóttir dansari og Alice Jóhannsdóttir dansari. Aldurs- takmark í Sjallanum á sunnu- daginn verður 16 ár og keppn- in hefst kl. 21. Það er Sjallabandið sem skemmtir gestum Sjallans í kvöld og annað kvöld. Við höfum heyrt að þeir sem það skipa séu félagar í Hljómsveit Ingimars Eydal, ásamt tveim- Útiskákmót verður haldið í garði Laxdalshúss á morgun klukkan þrjú. Þar verða mætt- ir 20 skákmenn og tefla þeir hratt - sem sé hraðskákmót. Ef veðurguðirnir verða í ur þrautreyndum músik- öntum, hershöfðinginn er í fríi en hinir eru í fullu fjöri á fjöl- unum um helgina. slæmu skapi á laugardag verð- ur mótið flutt til sunnudags. Gera má ráð fyrir að þetta hraðskákmót verði sett mjög formlega klukkan þrjú stund- vfslega. Basar að Kristnesi Á laugardag klukkan 2 verður og vettlinga sem gott er að nesi á laugardaginn, en verði haldin basar að Kristnesspítala eiga fyrir veturinn, trévörur og er stillt í hóf. Það er því eins og verður hann úti ef veður leikföng, t.d. brúður og dýr. gott að mæta snemma. Að lok- leyfir. Á basarnum verður Starfsfólk spítalans leggur til um má geta þess að allur ágóði margt fallegra muna er vistfólk kökur sem einnig verða til rennur í handavinnusjóð, en hefur gert, má þar nefna hann- sölu. Það er því hægt að gera hann stendur undir efniskaup- yrðavörur ýmiss konar, sokka mjög góð kaup fram í Krist- um vistfólksins. Skákmót í Laxdalshúsi m > i rá Kjörmarkaði ^ KEA Hrísalundi /Á Fyrir helgina: Grillaðir kjúklingar Hrásalat þrjár tegundir Fjölbreytt úrval í okkar glæsilega kjötborði A Kjörmarkaður KEA Hrísatundi Tilboð Tilboö óskast í MMC Colt, árgerö 1980. Bifreiöin er skemmd eftir árekstur og er til sýnis við skrif- stofu félagsins Glerárgötu 24. Tilboðum sé skilað fyrir fimmtudag 4. septem- ber nk. BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS Starfsmenn vantar á dagvistir Akureyrar hiö fyrsta. Umsóknum skal beint til Félagsmálastofnunar Akureyrar Strandgötu 19b, á blöðum sem þar fást. Dagvistarfulltrúi. AKUREYRARBÆR Norðlenskl málgagn Dagur er stærsta og útbreiddasta blaðið sem gefiö er út utan Reykjavíkur. Síminn er 96-24222. Opið laugardaga f rá kl.9-12| TJ jinff ATTp Norðurgötu 62, Akureyri 1 nAuI&AU i Sími 23999 |

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.