Dagur


Dagur - 03.09.1984, Qupperneq 8

Dagur - 03.09.1984, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 3. september 1984 „Ferðamannaþjónusta á framtíð fyrir sér“ A bænum Geitaskarði í Langadal búa hjónin Ágúst Sigurðsson og Ásgerður Páls- dóttir. Á Geitaskarði er ákaf- lega stórt og reisulegt íbúðar- hús og gæti maður helst ímyndað sér að þar hafi búið höfðingjar fyrrum. Blaðamenn Dags komu þar við á dögunum. Okkur hafði verið tjáð að þar væri kanínubú, en þegar til kom reyndist það ekki nema 20 kanínur. Hjónin á Geita- skarði hafa hins vegar rekið ferðamannaþjónustu sl. 3 sumur og við spjölluðum þá bara um hana í staðinn. Ágúst er fyrst spurður hvað þau hafi búið lengi á Geitaskarði og með hvernig bú hann sé. „Við erum búin að búa hér í 9 ár. Ég er með um 200 rollur, kálfa og hross og er að setja upp kúabú núna. Svo er konan með þessar 20 kanínur. Við erum með hrossin svona til heimabrúks, annars finnst mér þau best í potti. “ - Hvenær byrjaði þessi ferða- mannaþjónusta? „Petta er þriðja sumarið sem við erum með þessa ferðamanna- þjónustu," það er Ásgerður sem hefur orðið. „Petta hefur smá- aukist. Þetta hafa mest verið út- lendingar sem hafa notfært sér þessa þjónustu, en íslendingar virðast vera að taka við sér og átta sig á því að það er boðið upp á þetta. Það er margt fólk í Reykjavík og á Akureyri sem á enga ættingja eða vini í sveit. Með því að notfæra sér þessa þjónustu getur það komist í snertingu við sveitina." - Er það ekki bara rétt yfir hásumarið sem eitthvað er að gera í þessu? „Jú, þetta er nú frekar stuttur tími, byrjar seinnipartinn í júní og er búið í ágúst. Én það er hægt að lengja þetta, fólk getur komið í maí og september. Þá er mikið um að vera í sveitinni, sauðburð- ur, göngur, réttir og fleira. Fólk getur fengið að taka þátt í sveita- störfunum ef það vill, farið á hestbak líka. Þetta þarfnast meiri umræðu og við teljum þetta vera mjög jákvætt. Þéttbýlisbúinn hefur lít- - segja hjónin Ásgerður og Ágúst, sem búa á Geitaskarði og hafa rekið ferðamannaþjónustu í 3 ár. inn skilning á störfum bóndans. Það er líka gaman fyrir sveita- fólkið að kynnast viðhorfum þéttbýlisfólksins. Bændur hafa aðlagað framleiðslu sína kröfum neytandans. Það er ekki langt síðan þú fékkst bara lambakjöt í heilum og hálfum skrokkum. Það var munaður að fá nautakjöt. Okkur finnst vera lítill skilningur á búskapnum. Fólk heldur að þetta sé baggi á þjóðfélaginu. Við spyrjum bara, ef landbúnað- ur verður lagður niður, ætlar fólk þá að lifa á þjónustu og dag- blöðum fyrir sunnan? Við erum ansi hrædd um að einhver fram- leiðsla verði að vera í landinu. Við höfum mikla trú á þessari ferðamannaþjónustu. Þetta er góð landkynning. Við spjöllum við útlendingana og sumir sem hafa verið hér í einn sólarhring segjast hafa lært meira um landið hér, en á 3ja vikna ferðalagi um landið." - Kemur hingað fólk alls stað- ar úr heiminum og eru engir tungumálaerfiðleikar? „Já, fólk kemur frá öllum löndum, flestir þó frá Norður- Evrópu. Við getum bjargað okk- ur á dönsku, ensku og lítillega þýsku og tjáskiptin hafa gengið mjög vel. Hingað hafa komið Ástralíu- menn og Japanir. Japanirnir voru blaðamenn að skrifa 18 greina flokk um ísland og þeir kunnu ekki orð í ensku. Þeir voru mest hissa á að íslenskir bændur kynnu að lesa og hvað þeir áttu mikið af bókum.“ - Það er rekin Ferðaþjónusta bænda og hún hefur gefið út kynningarbækling. Getið þið sagt okkur eitthvað af þvf? „Ferðaþjónusta bænda var stofnuð til að hafa eitthvert skipulag á þessum málum. Oddný Björgvinsdóttir er starfs- maður Ferðaþjónustunnar og hún hefur unnið ákaflega gott starf. Hún hefur útvegað útlend- ingum vinnu í sveit og það er þó nokkuð vinsælt. Það var gefinn út kynningarbæklingur í fyrra, þar er kynnt hvað hver bær hefur upp á að bjóða. Sumir eru bara með svefnpokapláss, aðrir með hesta- leigu o.s.frv. Hjá okkur eru Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson. margir möguleikar, hægt að fá bara gistingu, það er hægt að fá morgunverð eða fullt fæði með. Það er algengast að fólk panti, en sumir labba bara við. Sumir út- lendingarnir eru með bæklinginn og eru búnir að merkja við bæi hringinn í kringum landið. Þeir ætla þá ekkert að gista á hótel- um, bara á sveitabæjum. Það eru 50 bæir sem bjóða upp á eitthvað fyrir ferðamenn. Ferðaþjónusta bænda gerir vissar kröfur til þeirra bæja sem eru í samtökunum. Málakunn- átta þarf t.d. að vera til staðar. Annars verður aðalfundur í sept- ember þar sem þessi mál verða rædd og stefna mótuð. Það er alveg nauðsynlegt að Séð heim að Geitaskarði. Myndir: mþþ. málakunnátta sé til staðar. Út- lendingar vilja spjalla við fólkið. Það eru furðulegar hugmyndir sem sumir hafa gert sér um land- ið og þjóðina. Sumir halda að við séum ennþá með baðstofulíf.“ - Hafið þið aldrei verið með gesti yfir veturinn? „Það hefur verið lítið um það. Það kom þó einn Þjóðverji hing- að í desember í fyrra. Hann kom frá Reykjavík, var eina nótt og fór svo aftur suður. Hann kom hingað til að sjá mikinn snjó, en því miður var allt autt. Útlend- ingar halda flestir að við stöndum ekki upp úr sköflunum fyrr en um mitt sumar. Þeir verða því hissa þegar við segjum þeim að hér sé fremur snjólétt. Það á að fara að stofna ferða- málasamtök í fjórðungnum, það verður fundur alveg á næstunni. Við höfum þá trú að þetta eigi eftir að aukast á næstu árum. ís- lendingar hafa ýmislegt að selja sent aðrar þjóðir hafa ekki, t.d. hreint vatn og hreint loft. Við höfum getað útvegað veiðileyfi í lax og silung og við getum vænt- anlega haldið því áfram. Útlend- ingar verða mjög hissa þegar við segjum þeim að þeir geti drukkið úr næstum hverjum læk og hverri á sem þeir veiða í. íslendingar verða að hafa gát á þessum málum. Sumir útlend- ingar koma á eigin bílum, vel birgir af mat og kaupa kannski bara bensín á bílinn. Sumir koma meira að segja með bensín með sér. Við vorum einu sinni með hóp hérna í gistingu, þau keyptu engan mat en fengu aðstöðu til að elda sjálf og þau voru bókstaflega með ailt sem þau þurftu, þau hafa kannski keypt mjólk hér á landi, en þau voru með óhemju mikið af niðursuðumat. Það er allt of mikið af svona ferða- mönnum og þeir skilja lítið eftir sig. Þessi mál hafa aðeins verið rædd, en stjórnvöld hafa verið hikandi í að gera eitthvað í mál- unum. Það þarf að efla tollgæsluna á Seyðisfirði. Þar fer í gegn ósótt- hreinsaður veiðibúnaður og það getur haft afdrifaríkar afleiðing- ar, þetta gæti leitt til þess að ár hér á landi sýktust og það væri hörmulegt slys. Það er ekki við tollgæslumennina sjálfa að sakast, þeir eru bara of fáir og þeim er ætlað of mikið verk. Það er víða pottur brotinn í ferða- mannaiðnaði íslendinga.“ Þar sem okkur þótti húsið stórt utan frá séð, heimtuðum við að okkur yrði sýnt það að innan. Það var vel tekið í það og við fengum salíbunu um húsið. Okk- ur taldist svo til að þar væri 21 herbergi í allt. „Við erum ntikið með þessa ferðamannaþjónustu til að nýta húsið. Við getum tekið 8 í gistingu, með góðu móti og ætlum að taka fleiri herbergi und- ir þetta.“ Ágúst upplýsti okkur um að foreldrar hans hafi búið á Geitaskarði og það var langafi hans sem byggði það. Það kost- aði 5.000 gullkrónur og allt efni var flutt á hestum frá Sauðár- króki. „Langafi var hér hrepp- stjóri og Dannebrogsmaður.“ Þau hjónin hafa í huga að gera baðstofu uppi í risinu, þau sýndu okkur hvar það yrði og sýndist okkur húsnæðið vera tilvalið fyrir baðstofu. Eftir að hafa skoðað allt húsið fengum við hjónin til að stilla sér upp til myndatöku í garðinum og kvödd- um síðan með virktum. - HJS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.