Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 9. nóvember 1984 Veturinn 1980-81 gerðu nemendur 6. bekkjar félagsfræði- deildar M.A. könnun á högum fatlaðra á Akureyri. Hlutiþess- arar könnunar var að athuga hvernig að- gengi fyrir fatlaða vœri háttað hér í bæ. Bœði var íbúðarhús- nœði og þjónustufyr- irtæki athuguð. íbúð- arhúsnœði var athug- að þannig að útbúnir voru listar til að merkja inn á hœð trapp a, breidd hurða o. fl. Nemendur könnuðu þetta hver heima hjá sér. Þjón- ustufyrirtækin og önnur þau fyrirtæki sem ófötluðum finnst veita sjálfsagða þjón- ustu voru athuguð með því að fara þar um í hjólastól. Hjólastóll var fenginn aö láni hjá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatl- aðra og hann notaður til að kynnast af eigin raun hvernig eða hvort fatl- aður einstaklingur kæmist af eigin raun um þær stofnanir og fyrirtæki sem athuguð voru. Þau fyrirtæki og stofnanir sem voru athuguð voru: Bæjarskrifstofur Akureyrar, Bún- aðarbanki íslands, Landsbanki íslands, kjörbúð KEA í Miðbæ, Tryggingarstofnun ríkisins, bæjar- fógetaskrifstofur Akureyrar, Læknamiðstöðin í Hafnarstræti, Súlnaberg KEA, Bautinn, Póstur og sími, Akureyrarflugvöllur, Kjörmarkaður KEA við Hrísalund og Hagkaup. Ákaflega ógreiðfær í stuttu máli sagt, voru öll þessi fyrirtæki og stofnanir ákaflega ógreiðfær einstaklingi sem bundinn er við hjólastól, utan verslunarhúss Hagkaups, sem virðist vera hannað með hjólastóla í huga, að flestu leyti. Það eina sem sett var út á þar var staðsetning mátunarklefa. Eins og flestir kannast við þarf að fara niður tröppur til að komast að þeim og einnig eru þeir heldur litlir. Hag- kaup var eini staðurinn af þeim sem heimsóttir vofu sem hafði sérhann- að salerni fyrir hjólastólafólk. Á bæjarskrifstofurnar þurfa flest- ir einhvern tímann að fara til að sinna ýmiss konar erindum og þá ekki síður fatlað fólk, en ófatlað. í skýrslunni sem unnið var, segir að bæjarskrifstofur Akureyrar séu afar ógreiðfærar hreyfihömluðum. Fyrsta hindrunin eru 2 tröppur utan dyra. Þegar inn er komið eru 4 tröppur sem þarf að fara upp áður en komið er að lyftu hússins. En þar með eru hindranirnar ekki bún- ar því lyfta hússins er svo lítil að hjólastóll kemst þar ekki inn. Til að komast upp á 2. hæð urðu nemend- ur því að bera hjólastólinn og eitt bekkjarsystkinið upp 20-30 tröppur. Þegar upp þær var komið var vel greiðfært fyrir hjólastól, en hurðir voru full þungar. Við Búnaðarbankann voru nokkrar hindranir. Fyrst þurfti að lyfta hjólastólnum upp á háan pall til að komast inn. Þá var að opna dyrnar inn í afgreiðslusalinn og reyndust þær heldur þungar fyrir þá sem í stólnum sat. Afgreiðslusal- ur bankans er mjög góður. Þessum hindrunum mætti koma fyrir katt- arnef með því að koma fyrir ská- braut við útidyr og létta á hurðum. Ferlimál fatlaðra á Akureyri: ,JHvað hefur gerst á jjórum árum? Landsbankinn reyndist erfiðari en Búnaðarbankinn. Þar fyrir utan eru nokkrar stórar og miklar tröppur, sem bera þurfti stólinn upp og þar á eftir er mikil og þung hurð sem erfitt er að opna sitjandi. Innan dyra er ágætlega greiðfært, enda afgreiðslusalurinn á einni hæð. Segir í skýrslunni að þetta mætti lagfæra með því að koma fyr- ir skábraut við tröppur og létta hurðir. Kjörbúð KEA í Brekkugötu reyndist mikil hindrun fötluðum manni og segir í skýrslunni „að litl- ar líkur séu á að fatlaður maður geri þar stórinnkaup". Engu er lík- ara en búðin sé skipulögð þannig að einstaklingur bundinn við hjólastól geti alls ekki verslað þar. Útidyr voru þröngar, hurðir þungar og hár þröskuldur. Innan dyra var þröngt og á allan máta ómögulegt fyrir hjólastólsbundinn einstakling að komast um. Til að komast inn í Trygginga- stofnun ríkisins þurfti að bera stól- inn upp nokkrar tröppur. Eftir að komið er inn fyrir þunga útidyra- hurð er greiðfært fyrir hjólastóla. Á efri hæð í sama húsi eru bæjar- fógetaskrifstofurnar til húsa. Reyndu nemendur að komast þangað með hjólastólinn en það reyndist ókleift. Lyftan var of lítil og stiginn brattur og mjór, bæjar- fógetaskrifstofur eru sem sagt ekki hannaðar með hreyfihamlaða í huga. Næst var Læknamiðstöðin í Amaró-húsinu. Til að komast inn í Amaró þurfti að lyfta hjólastólnum eina tröppu. Þaðan er stólnum rennt inn í lyftuna sem er mjög rúmgóð. í Læknamiðstöðinni sjálfri er greiðfært, nema hvað blómskrúð og stássgrindur (eins og segir í skýrslunni), öftruðu manni sem bundinn er við hjólastól að komast á salerni. Hægt er að setja skábraut við fordyri og þannig ætti að vera auðvelt fyrir fatlaða að komast á Læknamiðstöðina. Um Súlnaberg var erfitt að komast. Hár þröskuldur var við úti- dyr, sem voru að auki þröngar. I'nn- an dyra voru 2 tröppur niður að af- greiðsluborði, og ekki var hægt að leysa það vandamál með skábraut vegna þrengsla. Salerni voru og ófullnægjandi af sömu ástæðu. Sama sagan var á Bautanum. Til að komast á salerni þurfti að fara upp átta tröppur, en það ferðalag bar þann árangur helstan að snúa varð frá vegna þrengsla. Póstur og sími er á jarðhæð og lítið var þar um þröskulda. Hins vegar eru útidyr í mjórra lagi og al- menningssímar eru of hátt á veggj- um til að manneskja í hjólastól geti notfært sér þá. Margar fyrirstöður eru á Akur- eyrarflugvelli. 2 tröppur eru við úti- dyr og þröskuldur. Fremur greið- fært var innandyra, en þó var ekki hægt að koma hjólastólnum inn á salerni og verður að telja það held- ur bagalegt. Kjörbúð KEA við Hrísalund er hönnuð með hjólastólaumferð í huga, en samt eru hindranir. Ská- braut við útidyr var of brött, enginn pallur við dyrnar og hurðin þung. Þó var handrið við skábraut- ina. Greiðlega gekk að komast um búðina og milli afgreiðslukassa. í skýrslunni segir einnig að það hafi sjungið í augun að hvergi í Miðbænum voru skábrautir við gangstéttabrúnir. Kantsteinar voru yfirleitt það háir að maður í hjóla- stól hefði vart komist upp á gang- stéttina, eða niður af henni, án hjálpar. En það er ekki nóg að komast upp á gangstéttina ef hún er ófær vegna þess hve óslétt hún er. Kemst ekki langt án hjálpar Þetta eru helstu niðurstöður „hjóla- stólahópsins" svokallaða. Þetta sýnir glögglega að maður í hjólastól fer ekki langt án hjálpar. Einn hluti þessarar aðgengiskönnunar var að kanna hvort nemandi í hjólastól gæti stundað nám í Menntaskólan- um á Akureyri. Einn úr bekknum var heilan dag í hjólastól og skrifaði síðan um þá reynslu sína. Utkoman úr því varð að það væri miklum erf- iðleikum bundið. Sá sem var í stólnum bjó á heimavist, nánar til- tekið á 3. hæð og þurfti að fara niður í kjallara í matsalinn. Hann var algjörlega háður velvilja skóla- systkina sinna með að komast um heimavistina og niður í skóla til að geta setið í tímum. í Menntaskól- anum eru margir og brattir stigar og stundataflan er þannig að bekkur- inn var á sífelldum þönum millí stofa og jafnvel milli bygginga. Þetta var því ákaflega erfitt viður- eignar og hætt við að ef manni í hjólastól dytti í hug að hefja þarna nám myndi sá hinn sami fljótlega gefast upp. Það vill enginn vera svona mikið upp á aðra kominn. Nú eru liðin 4 ár síðan þessi könnun var gerð og það er kannski ekki langur tími, en okk- ur Dags-mönnum lék forvitni á að vita hvort eitthvað hefði verið gert í þessum málum, hvort einhvers staðar hefði verið komið fyrir skábrautum eða öðrum úrbótum. { skýrslunni kemur fram að það er aðgengi sem fötluðum hér í bæ finnst helst þurfa að bæta úr og það var þess vegna sem við fórum út í að athuga þetta. Við fórum því á stúfana og skoðuðum þessa sömu staði og krakkarnir í M.A. gerðu á sínum tíma, tókum myndir og lit- uðumst um. Ferð okkar hófst á bæjarskrif- stofunum, rétt eins og fyrir fjórum árum. Ekki höfðu orðið neinar breytingar þar, í fljótu bragði séð. Það var sama trappan úti, engin skábraut og lyftan hefur ekkert stækkað á fjórum árum, líklega hefur hún verið búin að taka út þroskann þá. Við rákum augun í það að fundarsalur bæjarstjórnar er á 4. hæð og gerðum við það að gamni okkar að telja tröppurnar þangað upp og eru þær um 80. Það er því ljóst að maður bundinn við hjólastól sækir ekki bæjarstjórnar- fundi stíft, það þyrfti þá alla vega eitthvert vöðvatröll til að bera hann þangað upp. Næst lá leið okkar að Sjúkrasam- laginu, þó það hafi ekki verið skoð- að fyrir þessum títtnefndu fjórum árum. Þar er skábraut, en þrösk- uldur við dyr og þar með yar draumurinn búinn. Búnaðarbank- inn var næstur og teljum við hann vera til fyrirmyndar, að flestu leyti. Búið er að hækka stéttina fyrir utan, þannig að nú er enginn pallur við dyr. Þröskuldar eru engir og því greiðfært inn og út. Landsbankinn er alveg eins, í skýrslunni er bent á að möguleiki er á skábraut við tröppur, en ekkert hefur verið gert í því máli. Sömu sögu er að segja um Kjörbúð KEA í Brekkugötu. Þar eru sömu þrengslin, en okkur sýndist að búið væri að breikka bilið milli kassanna á einum stað. Bæjarfógetaskrifstofur hafa feng- ið mikla andlitslyftíngu að utan. Komin er skábraut og þröskuldur er ekki við útidyr, þannig að greið- fært er inn. En þegar inn er komið situr við það sama. Lyftan hefur ekki stækkað frekar en sú á bæjar- skrifstofunum og stiginn jafn mjór og brattur. Hins vegar er auðvelt að komast inn í Útvegsbankann, það ætti að vera auðvelt fyrir mann bundinn við hjólastól að eiga við- skipti við hann. Kantsteinar háir og gangstéttir ósléttar Hjá Pósti og síma hefur í rauninni engu verið breytt, en með tilkomu göngugötunnar e'r auðveldara að komast þar inn. Ef hurðinni væri haldið opinni ætti manneskja í hjólastól að komast þar inn án vandræða. Almenningssímar á veggjum hafa hins vegar ekki verið lækkaðir og hvergi eru afgreiðslu- borð í hæfilegri hæð fyrir sitjandi manneskju og gildir það um alla þessa staði. I Læknamiðstöðinni, Súlnabergi, Bautanum, flugvellin- um og Hagkaup hefur engu verið breytt og fjölyrðum við því ekki um það. Eins og segir hér framar þá stakk það menntskælingana í augu hvað allir kantsteinar voru háir og gang- stéttir ósléttar. í Miðbænum hefur göngugatan breytt allmiklu þar um. Hún er tiltölulega slétt og þar festir ekki snjó, auk þess sem kantsteinar og ósléttar gangstéttir hafa horfið. En þetta er aðeins ein stutt gata og betur má ef duga skal. Skábrautir við gangstéttir eru ekki eingöngu til góða fyrir hjólastóla, heldur og kerrur, vagna og reiðhjól. Valdimar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, tók undir þessi orð og sagði að margoft væri búið að benda bæjaryfirvöld- um á hversu mjög kantsteinar væru til trafala, ekki eingöngu fötluðu fólki heldur og fólki með barna- vagna, en það virtist sem einhverr- ar tregðu gætti hjá bæjaryfirvöldum í þessum málum. Nefndi Valdimar sem dæmi nýja göngubraut sem verið er að gera við Tryggvabraut. Úti á götunni er eyja og að sjálf- sögðu eru hafðar á henni kantstein- ar, það virðist því sem ekki sé möguleiki að láta götuhæðina halda sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.