Dagur - 16.11.1984, Page 3

Dagur - 16.11.1984, Page 3
16. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Blóm og kransar ajþakkaðir Sagan sem ég sagði ykkur í síðustu viku, af slysförum „fyrir handan", virðist hafa vakið víðáttumikla at- hygli. Að minnsta kosti hafa blóm og kransar streymt heim allt frá því að blaðið kom út. En ekki til mín, ó, sei, sei, nei; blómahafið hefur allt verið eignað konunni - og með þeim hafa ýmist fylgt hluttekningar- eða samúðarkveðjur. „Ég hef nú lengi vitað að hann væri tæpur,“ stóð á einu kortinu, „en að hann væri orð- inn svona slæmur datt mér ekki í hug.“ „Aumingja stúlkan, það er greinilegt að þú hefur þinn kross að bera,“ sagði á öðru fallegu korti frá gamalli guðhræddri konu í Innbæn- um, sem sendi krans. „Geta læknarn- ir ekkert gert við þessu? Ja, það veit ég að honum Guðmundi Karli hefði ekki orðið skotaskuld úr því að lemja þessa vitleysu úr manninum. Og að virðulegt blað eins og Dagur skuli láta það eftir honum að birta þetta rugl,“ sagði önnur gömul kona sem lét sig nú hafa það að hringja, bless- unin. Já, það var greinilegt að þeir virt- ust ekki margir sem lögðu trúnað á sögu mína, en fleiri voru vissir um að ég væri nú loksins orðinn algerlega „klikk“, konu minni til mikillar smánar. Samt sagði ég þessa sögu nú sannleikanum samkvæmt - eins og mér einum er lagið - nema hvað eitt- hvað var örlítið ýkt og annað logið! En það var saklaust. Gunnar ja-veíl „Nú dugir sko ekkert helvítis ja- vell,“ sagði Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar, þegar hann var spurður um atvinnuhorfur hjá stöðinni í samtali við Dag. Og Gunn- ar lét ekki standa við orðin tóm, því ráðamenn í Slippstöðinni hafa sópað að sér verkefnum á undanförnum vikum, enda vita útgerðarmenn að það er ekkert fúsk á handbragði Slippstöðvarmanna. En þetta „ja- vell“ Gunnars var gripið á lofti í Slippstöðinni og glymur nú þar frá því snemma að morgni fram á kvöld. En þó það kæmi nú ekki fram í viðtalinu við Gunnar, þá vitnaði hann í fræga sögu af „ja-vell“ setn- ingu. Það var nefnilega þannig, að eitt sinn kom virðuleg frú, vel yfir miðjum aldri, til Péturs heitins Jóns- sonar, læknis á Akureyri. Kvartaði frúin sáran yfir manninum sínum, hann væri varla orðinn til nokkurs gagns í rúminu. Hafði frúin um þetta mörg orð og lýsti getuleysi mannsins grannt. Þegar ræðu frúarinnar lauk sagði Pétur stundarhátt, „ja-vell“ eins og honum var gjarnt. Þá sagði frúin í forundran: „En nú dugir sko ekkert helvítis ja-vell, Pétur læknir, þú verður að gera eitthvað frekar í málinu.“ Lœknaglens í bók frá Skjaldborg Á næstunni kemur á markað bók sem hefur að geyma læknabrandara, sem Ólafur Halldórsson, læknir, hef- ur safnað saman, en Óttar Einarsson búið til prentunar. Satt best að segja á Dagur stóran hluta í þessari bók. Þannig var, að ég sagði einhvern tíma frá því í slúðurdálki, að slík bók væri í smíðum og sagði Ólaf smiðinn. Til að byrja með vildi Ólafur víst ekkert kannast við verkið, en þetta varð til þess að læknabrandararnir streymdu til hans í stríðum straum- um og úr varð bók. Guðmundur heitinn Karl var læknirinn minn. Ég fór eitt sinn til hans og kvartaði yfir svimaköstum, sem angruðu mig ef ég reisti mig snöfurlega á fætur - (sem ég hef pass- að mig á að gera ekki síðan). Pessi svimaköst voru stundum svo slæm, að ég steinlá. Sjúkdómsgreining Guðmundar var á þessa leið: - Það er svo sem ekki að undra, þú ert svo andskoti stór drengur. Þess vegna er blóðið svona lengi til höfuðsins! Eftir þessi orð varð ég alheill og hef ekki fundið fyrir svima síðan. Þessi skemmtilega mynd hér aö ofan er sögulegur minjagripur, sem ég fann í rusli. Hún mun vera tekin 17. júní eitt árið, að líkindum nálægt 1960, og sýnir lið akureyrskra blaðamanna og leikara, sem áttust við í knattspyrnu. Eins og að líkum lætur var leikur liðanna eitt aðal- skemmtiatriði dagsins. Á efri mynd- inni eru blaðamennirnir, talið frá vinstri: Þorsteinn Jónatansson, Sig- urbjörn Bjarnason, Ingólfur Gunn- arsson, Sverrir Pálsson, Árni Bjarn- arson, Halldór Blöndal, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Gísli Bragi Hjartar- son, Gísli Jónsson, Jón Samúelsson og Jakob Ó. Pétursson. í liði leikaranna eru f.v.: Kjartan Ólafsson, Árni Böðvarsson, Jóhann Ögmundsson, Oddur Kristjánsson, Jón Ingimarsson, Kristján Jónsson, en síðan koma tveir kappar sem við erum ekki alveg vissir um hverjir eru. Annar þeirra, sá með prjóna- húfuna, gæti þó verið Magnús Krist- insson, en hver er undir pípuhattin- um vitum við ekki. En næstur honum er Hafsteinn Porbergsson og síðan er Níels Halldórsson í fullu veldi, eins og hann var og hét, en nú er ekki nema um helmingurinn eftir af þeim Níelsi sem við sjáum á myndinni. Nelli „feiti“ tilheyrir sem sé fortíð- inni. Hann var dómari í þessum leik, en línuverðir voru Eggert Ólafsson og Jón Kristinsson. A baka til við dómaratríóið standa Jóhannes Mika- elsson, fvar Sigurjónsson og Einar Haraldsson. Leikararnir eru flestir í búningum sem tilheyrðu sýningu LA á Munkunum frá Möðruvöllum, en ekki vitum við gjörla hvaða sýningu búningur blaðamanna tilheyrir. STÍGIÐ SKREF FRAM TIL MEIRA ÖRYGGIS Eigum ávallt til afgreiðslu öryggisskó og stígvél með stálplötu í sóla og stálhettu a ta. ATLABÚÐIN S. 96-22550, Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.