Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 3
26. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Álverksmiðja við Eyjafjörð: „Mistökværu að hafna slíkum hugmyndum“ - en ekki raunhæfur kostur til lausnar á atvinnuvandanum á allra næstu árum, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar „Ég hef ekkí teljandi áhyggjur af mengunarþætti þessa máls, en hins vegar hef ég ákveðnar efasemdir varðandi efnahags- legu hliðina,“ sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að álverk- smiðja við Eyjafjörð væri raunhæfur kostur til eflingar atvinnulífs á svæðinu. „Þessari spurningu verður þannig hvorki svarað með jái eða neii enn sem komið er. Það er stefna Iðnþróunarfélagsins að kanna beri til hlítar allar leiðir til að efla atvinnulífið í byggðum Eyjafjarðar þar með talið bygg- ingu og rekstur álverksmiðju. í þessu sambandi höfum við lagt sérstaka áherslu á rannsóknir í umhverfismálum og er fyrstu niðurstaðna í þeim athugunum að vænta í næsta mánuði. Aliðnaðurinn í heiminum hef- ur á undanförnum árum gengið í gegnum eitt mesta samdráttar- skeið í sögu þessarar atvinnu- greinar. Á síðasta ári. batnaði ástandið á álmörkuðum verulega en sá bati hefur að töluverðu leyti gengið til baka á þessu ári. Mark- aðsverð á áli er nú um fjórðungi lægra en það þyrfti að vera til að standa undir kostnaði við nýja ál- verksmiðju og tilheyrandi virkjun. Ein ástæðan fyrir lágu markaðsverði er mikil umfram- framleiðslugeta álfyrirtækja í heiminum svo og sívaxandi endurvinnsla á brotaáli. Af þess- um sökum er mjög takmarkaður áhugi hjá fyrirtækjum í áliðnaði á nýfjárfestingu á allra næstu árum. Á hinn bóginn gera menn sér vonir um að í lok þessa ára- tugar komist framleiðslugeta og eftirspurn í meira jafnvægi en nú er og að um eða upp úr 1990 geti skapast grundvöllur fyrir fjárfest- ingu í nýjum verksmiðjum. Með hliðsjón af þessu og þeirri staðreynd að virkjunarfram- kvæmdir vegna álverksmiðju taka mun lengri tíma en fram- kvæmdir við sjálft iðjuverið eða um sex ár er að sjálfsögðu ljóst að álverksmiðja er ekki raunhæf- ur kostur til lausnar á atvinnu- vanda Eyfirðinga á allra næstu árum. Par verða aðrar lausnir að koma til. Það væru hins vegar mikil mis- tök að hafna hugmyndum um ál- verksmiðju við Eyjafjörð sem hugsanlegri leið í framtíðarþróun atvinnulífs í þessu byggðarlagi og áður en rannsóknir og athuganir liggja fyrir og þar með hvort þessi möguleiki er raunhæfur eða ekki. Ég held að flestir sem eitthvað hugsa um atvinnumál og byggða- þróun geri sér grein fyrir því að landsbyggðin á nú og mun á næstu árum eiga mjög undir högg að sækja gagnvart höfuðborgar- svæðinu í því að skapa ný störf fyrir þá sem koma inn á vinnu- markaðinn á næstu árum. Nýj- ustu upplýsingar um fjölgun árs- verka á landinu frá árinu 1982 staðfesta þetta en 85% af öllum nýjum störfum á landinu urðu þá til á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum því að leita allra leiða til að halda okkar hlut og ræða ein- stakar leiðir án fordóma en jafn- framt reyna að útfæra einstakar hugmyndir þannig að sem víð- tækust samstaða geti crðið um viðkomandi mál. Að mínu mati skiptir m.a. stærð verksmiðju máli í þessu sambandi svo og Finnbogi Jónsson. möguleikar íslendinga að hafa áhrif á ákvarðanatöku í fyrirtæk- inu sjálfu, sem er mikilvægt at- riði, ekki síst gagnvart okkar eig- in byggðariagi," sagði Finnbogi Jónsson að lokum. - HS ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞINNA! Eröryggi fjölskyHunnar í hættu vegna misskilnmgs? Geturðu staðbð í skilum ÁN SJÚKRA- OG SLYSATRYGGINGAR? r r A Islandi eru almannatryggingar Kynntu þér staðreyndimar um sjúkra-og betri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Því er eðlilegt að fólk telji hag sínum borgið hvað sem á dynur. En- eftir áratuga starf okkar að tryggingamálum getum við fullyrt að margir hafa orðið fyrir biturri reynslu í því efni. Þegar á reyndi, eftir að sjúk- dómar eða slys höfðu barið að dymm, uppgötvuðu þeir að bætur almanna- trygginga tryggðu þeim og heimilinu ekki fulla og óbreytta framfærslu. slysatryggingar okkar. Þannig forðastu misskilning sem gæti orðið dýrkeyptur. Já, takk, ég vildi gjaman fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. rT Nafn: Heimili:. SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög - í blíðu og stríðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.