Dagur - 03.12.1984, Page 4

Dagur - 03.12.1984, Page 4
4 - DAGUR - 3. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stefnumótun í landbúnaði í ítarlegri ályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins um nýsköpun í atvinnulífi og sókn til betri lífskjara er birt stefnumótun í einstökum atvinnugreinum og segir þar m.a. um landbún- aðinn, að með skipulegum aðgerðum stjórn- valda, bænda sjálfra og samtaka þeirra, sé nú unnið að því að samræma framleiðslu landbún- aðarafurða innlendum þörfum. Landbúnaðurinn hefur mikið þjóðhagslegt gildi, er m.a. grundvöllur atvinnu um 11 þúsund manna, sem beint vinna að frumframleiðslu eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þar af eru um 4 þúsund ársverk sem tengd eru landbúnaði við úrvinnslu. Auk þessa má telja alla þá er vinna að þjónustu. Þetta sýnir mikilvægi þess fyrir þétt- býli sem dreifbýli að landbúnaðurinn verði efld- ur svo sem aðstæður leyfa. Landbúnaðurinn hefur einnig ómetanlegt gildi fyrir sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á eftir- farandi markmið: 1. Að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir bú- vörur til neyslu og iðnaðarframleiðslu og efla útflutning þeirra afurða sem hagkvæmir mark- aðir finnast fyrir. 2. Að ráðstafanir séu gerðar til að tekjur bænda verði í raun í samræmi við tekjur annarra stétta og félagsleg þjónusta við þá ekki lakari. 3. Að búseta í sveitum verði treyst með efl- ingu nýrra búgreina og þróun annarrar atvinnu- starfsemi samhliða landbúnaði. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á fjölmörg atriði og meðal þeirra má nefna að op- inberar aðgerðir stuðli að framgangi framleiðslu- stefnu sem sé í samræmi við markaðsaðstæður og framleiðslumöguleika, að landkostir verði látnir ráða framleiðslu, að neyslustefna taki tillit til óska neytenda, hollustusjónarmiða og nýting- ar innlendra auðlinda og að tryggt verði að opin- berar aðgerðir til jöfnunar lífskjara stuðli að framgangi þeirrar stefnu. Þá er lögð áhersla á að bændum verði tryggt fullt grundvallarverð, afurðalánakerfi verði eflt þannig að vinnslustöðvar geti greitt fullt verð við afhendingu afurðanna, vinnslustöðvarnar verði áfram reknar á vegum bænda og samtaka þeirra og verðmiðlun verði tryggð þannig að sama verð greiðist fyrir afurðir um land allt, enda verði kröfur um hagkvæman rekstur upp- fylltar. Unnið verði að því að auka hlut heima- fengins fóðurs og áfram verði miðað við að bú- vöruframleiðslan fari sem mest fram á fjöl- skyldubúum. Þá er rætt um að þróun vöru úr landbúnaðaraf- urðum verði efld og fjallað um nýjar búgreinar s.s. loðdýrarækt, fiskeldi, framleiðslu garðávaxta og gróðurhúsaafurða, þjónustustarfsemi og iðn- að í sveitum og skógrækt. Byggðastefna V: Endurskipu- lagning byggðarinnar Stofninn að flestum þorpum og bæjum landsins er frá því um aldamót, þegar staðarval mótaðist af þörfum útgerðar og verslunar. Vitanlega yrði staðarval allt annað, ef menn kæmu nú að ónumdu landi til að hefja hér fiskveiðar. Maður kunnugur fiskverkun skýrði það fyrir mér, að höfuð- atriðið væri að skipuleggja fisk- verkunina þannig, að atvinna yrði jöfn og stöðug. Til þess þarf skip sem geta sótt víða til fanga, og þá eru skuttogarar af minni gerðinni hentugir. Til þess að tryggja stöðugt hráefni þarf 2-3 skuttogara. Þar með þarf nokkuð stórt byggðarlag til að sjá um veiðar og vinnslu og þjónustu, eða um 2.000 íbúa. í 3-400 manna þorpi með einum togara verður fiskurinn of gamall og vinnuaflsþörfin verður umfram hóflegan vinnutíma íbúanna. Af þessu leiddi, taldi hann, að færa þyrfti byggðina saman í kjarna, sem gætu unnið hráefnið á heppi- legan hátt. Gerum ráð fyrir að þörfum fiskverkunar sé hér rétt lýst. Hvernig mætti fylgja þessu eftir? Hugsum okkur að stjórnvöld kynni ráðagerðir um að færa íbúa 3-4 þorpa í einn stað með um 2.000 íbúum. Erfitt er að sjá hvernig íbúar þeirra þorpa sem út undan yrðu, sættu sig við það. Hætt er við að þeir flyttu frekar annað. Svo má búast við því, að ákvörðun stjórnvalda um að byggja upp á einum stað yrði haggað við stjórnarskipti. Þá væri þegar búið að kosta einhverju til við endurskipulagninguna og vekja ríg og illdeilur innan héraðs. Af þessu gæti leitt mis- heppnaða fjárfestingu og tor- tryggni innanhéraðs sem spillti fyrir nauðsynlegri samvinnu um langa framtíð. Loks má búast við Bjöm S. Stefánsson. því, að útgerðarhættir breytist enn frekar fyrr eða síðar og þá ekki endilega í samræmi við getu byggðarlags með tvö þúsund íbúum. Margt má finna að vinnu- brögðum við skiptingu fjármagns og framkvæmda á byggðarlög, eins og þau hafa tíðkast, þar sem haft hefur verið að leiðarljósi að miðla málum. Hætt er samt við, að vísvitandi mismunun til að endurskipuleggja byggðina hefði af ofangreindum ástæðum orðið enn dýrari. í næstu grein verður fjallað um bætt vinnubrögð til að skipta fjár- magni og framkvæmdum á byggðarlög og innan þeirra. Björn S. Stefánsson. Bókmenntaverk á aldarafmæli í dag, 3. desember 1984, á aldar- afmæli Hólmgeirs Þorsteinssonar frá Hrafnagili, kemur út á vegum Sögusteins, bókaforlags í Reykjavík merkilegt ættfræðirit sem verður án efa aufúsugestur eyfirskra manna og annarra, sem slíkum fræðum unna. En það er hið mikla ritsafn Hólmgeirs, "Ey- firskar ættir, yfir tvö þúsund blaðsíður þar sem getið er í lengra eða styttra máli tugþús- unda einstaklinga. Er safnið í sjö bindum og efni þeirra sem hér segir: 1. bindi, sem er stærst flytur Hvassafellsætt í Eyjafirði 350 bls. auk nafnaskrár. 2. bindi, Randversætt í Eyja- firði . Niðjatal Randvers Þórðar- sonar. Göngustaðaætt. Niðjatal Gísla bónda Jónssonar á Göngu- stöðum. Hólsætt í Kinn. Niðjatal Kristjáns Árnasonar og Guðrún- ar Friðfinnsdóttur, Hóli í Köldu- kinn. Eru þessir ættarþættir 370 blaðsíður. 3. bindi er Svarfdælskar ættir, 290 blaðsíður. 4. og 5. bindi nefnist Eyfirð- ingaþættir. Eru bæði 460 blaðsíð- ur. 6. bindi, Molar og mylsna. Eru það margir smærri ættarþættir úr Eyjafirði. 7. bindi Ættartölur, 304 blað- síður. Flestum bindunum fylgir nokk- ur nafnaskrá. En fyrirhugað er, að síðar meir verði samin ítarleg nafna- og efnisskrá til að auð- velda notkun bókanna. Eins og mörgum mun kunnugt var Hólmgeir listaskrifari og handrit hans öll til hreinnar fyrir- myndar. Var því horfið að því ráði að gefa þau út ljósprentuð og breyta þeim ekki á einn eða annan hátt. Bolli Gústavsson sóknarprest- ur í Laufási fylgir ættfræðiritun- um úr hlaði með ágætum for- mála. Minnist hann kynna af þessum eyfirska fræðimanni og gerir grein fyrir ætt hans og upp- runa og fjölþættu ævistarfi. Hólmgeir Þorsteinsson var fæddur að Ytra-Dalsgerði í Saur- bæjarhreppi í Eyjafirði 3. des- ember 1884. Foreldrar hans voru Þorsteinn Indriði Pálsson, svarf- dælskrar ættar og Kristjana Guðrún Einarsdóttir úr Þingeyj- arsýslu. Þau gengu í hjónaband 1883, og bjuggu í Dalsgerði í 30 ár. Þar ólst Hólmgeir upp. Hólmgeir fór til náms í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri tví- tugur að aldri, en hætti námi eftir einn vetur vegna fátæktar. Las svo utanskóla og stundaði einnig nám hjá Ingimar Eydal í Grund- arskóla, sem Magnús bóndi Sig- urðsson á Grund stofnaði 1906 og lauk nokkru síðar gagnfræða- prófi. Árið 1909 réðist hann til Magnúsar og vann þar í sjö ár. í fyrstu sem heimiliskennari og síðar verslunarmaður, enda rak Magnús umfangsmikla verslun þar. - Hann kvæntist Valgerði dóttur hans 1915. Næsta ár hóf hann störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri en 1917 flutti hann til Dal- víkur og stofnaði útibú kaupfé- lagsins þar. Bjó hann þar ytra í 2 ár. Þá lá leiðin á gamlar æskuslóðir í Eyjafirði. Gerðist hann nú bóndi að Hrafnagili 1919 en þá kostajörð var þá tengda- faðir hans búinn að kaupa og bauð Hólmgeiri ábúð þar. Eftir nokkur ár var flutt í Grund, en að 6 árum liðnum aftur í Hrafna- gil, þar sem hann bjó síðan til 1952 er þau hjón og fjölskyldan fluttu alfari til Akureyrar og áttu þar heima síðan. Fjórar dætur eignuðust þau Hólmgeir og Valgerður: Krist- jönu, Hólmfríði, Steingerði og Guðrúnu, sem látin er fyrir tæpu ári. Allar giftar og búsettar á Ak- ureyri. - Valgerður andaðist 1949. Þrátt fyrir stutta skólagöngu aflaði Hólmgeir sér haldgóðrar menntunar með lestri úrvals- bóka. Hann var prýðilega greind- ur, fjölfróður og stálminnugur. Ræðumaður ágætur og mála- fylgjumaður. Ritfær í besta lagi, hlýr í viðmóti og gamansamur. Hann var traustur ungmennafé- lagi og samvinnumaður, óhvikull stuðningsmaður Framsóknar- flokksins og fyrsti varaþingmaður hans um skeið. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað, sat í hrepps- nefnd lengi, oddviti í 20 ár, í stjórn búnaðarfélagsins, skatta- nefnd og yfirskattanefnd, fulltrúi á búnaðarþingi, endurskoðandi Kaupfélags Eyfirðinga í 30 ár og fyrirtækja SÍS í 35 ár, svo að eitt- hvað sé nefnt. Þegar aldur færðist yfir hneigð- ist hugur Hólmgeirs mjög að ætt- fræði og þjóðlegu fræðagrúski. Hóf hann þá að safna efni til ey- firskrar sögu, skrásetja allt sem ættfræði snerti og margs konar annan þjóðlegan fróðleik. Gekk hann að því með sömu atorku og öðru, er hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði bréfasamband við fjölda manns víðs vegar um land, og var um árabil daglegur gestur í skjalasafni og síðar bókasafni bæjarins, að skrifa þar og skrá- setja og viða að sér efni í ætt- fræðibækur sínar. Fátt af því hef- ur þó birst á prenti fyrr en nú, er sjö bindi koma ljósprentuð af Eyfirskum ættum. Með ættfræðiritum sínum hef- ur Hólmgeir Þorsteinsson lagt umtalsverðan skerf til bók- mennta okkar. Fyrir þau störf og mörg önnur sem hann vann á langri og gifturíkri ævi á hann miklar þakkir skildar. Hann andaðist á Kristneshæli 27. sept- ember 1973. Akureyri 3. desember 1984 Árni Bjarnarson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.