Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 9
10. desember 1984 - DAGUR - 9 „Hulduskóli sem er gleymdur í kerfinu" - segir Þorbjörg Sigurðardóttir skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri Þótt það hafi sennilega farið framhjá mörgum til þessa, þá er það samt sem áður stað- reynd að á Akureyri er rekinn skóli sem ber heitið Þjálfunar- skóli ríkisins. Starfsemi þessa skóla hefur ekki farið hátt, enda eru ekki útskrifaðir það- an „dúxar" með hvíta kolla, en samt sem áður má fullyrða að þessi stofnun eigi skilið athygli og hana ekki síðri en aðrir skólar. „Skólinn tók fyrst til starfa árið 1969," sagði Þorbjörg Sigurðar- dóttir skólastjóri Þjálfunarskól- ans er við ræddum stuttlega við hana í síðustu viku. „í>að var hins vegar ekki fyrr en 1978 sem ríkið tók að sér rekstur skólans. Fram að þeim tíma var skólinn rekinn af Vistheimilinu Sólborg. Skólinn hefur ávallt verið til húsa á Sól- borg þangað til í haust að við fluttum hingað í Hvammshlíð 6. Það vita allir að það er þörf fyrir þennan skóla og það er ætl- unin að það verði byggt yfir skól- ann við Síðuskóla, þannig að ein álman þar verði okkur ætluð. Við eigum að komast í það húsnæði eftir 3 ár enda er leigusamningur- inn í Hvammshlíðinni ekki til lengri tíma. Börn hér í skólanum sem eru á forskóla- og grunnskólaaldri eru 27 talsins og svo eru hér 31 í fullorðinsfræðslu. Hér eru 13 kennarastöðugildi." - Nú hefur verið talað um þennan skóla sem olnbogabarn í skólakerfinu, „Já, hann er mikið olnboga- barn, hann er hulduskóli sem er gleymdur í kerfinu." - Hvers vegna er það? „Ég reikna með því að það sé fyrst og fremst vegna þe.ss að við tilheyrum ekki öðru skólakerfi hér á svæðinu, höfum allt að Þorbjörg skólasljóri með gítarinn. Takturinn sleginn. sækja beint til ráðuneytisins. Við erum og höfum verið eini sér- skólinn utan Reykjavíkursvæðis- ins." - Og eruð þið afskipt? „Okkur finnst það. Fjárhagur er mjög takmarkaður og fæst ekki neitt til neins. Ég get nefnt sem dæmi að ef fengnir eru fyrir- lesarar til Reykjavíkur utanlands frá til þess að endurmennta þjálf- unarlið skólanna þar og þá sem starfa að þessum málum þá kem- ur það fyrir að við fréttum ekki af því fyrr en of seint og það er ekki fjármagn hjá okkur til þess að senda fulltrúa. Pá er heldur ekk- ert gert til þess að hægt væri að fá þessa fyrirlesara hingað norður. Þetta sýnir að við erum hér með hulduskóla sem er gleymdur í kerfinu." - Átt þú von á því að nú séu að eiga sér stað einhverjar breyt- ingar á viðhorfum til skólans? „Við erum að vona að svo verði, aðmenn fari að vakna til lífsins. Ég bind vonir við það að félögin hérna séu að vakna til lífsins að taka okkar málstað, eins og Styrktarfélagið og For- eldrafélagið, þau félög sem hafa hagsmuna að gæta. Eg vona að þeirra starf verði til þess að opna augu stjórnvalda." - Hvaða nám er stundað í þessum skóla? „Ég veit varla hvað á að skíra það, það er ekki að lesa, skrifa og reikna. Við getum kallað það að læra að vera til í daglega lífinu. Flestir nemendur hér eru bæði andlega og líkamlega fatlaðir." - Nú er skólinn staðsettur í miðju íbúðahverfi. Hvernig hef- ur það gengið? „Pað hefur gengið vel og engin vandamál komið upp. Fjótlega eftir að skólinn tók til starfa hér buðum við nágrönnunum í heim- sókn til þess að kynnast því sem hér fer fram. Það var vel mætt og meðal nágranna okkar ríkir skilningur á því sem hér er að gerast." gk-. Samverostund. t Kveðja frá eiginmanni, börnum, foreldrum og bræðrum Sóley B. Guðmarsdóttir F. 11.11.1954-D. 11.9.1984 Hinn sölnaði gróður þess sýnir vott að sumarið góða sé horfið brott, sem öllum öðrum var betra. En sumur enda. þótt séu hlý, og svo má búast við stormagný og fönnum vályndra vetra. Oss eru sömu örlög gjörð. sem erum gestir á móður jörð. um síðir til foldar að falla. En enginn veit nær er enduð dvöl, og ekki er neinna kosta völ. sr forlög til farar kalla. En okkar bíður þó ylhýrt vor. þá ævinnar stígum við hinsta spor. við þurfum ei vetur að þreyja, en þolum um sinn hinn þunga dóm. þann, er deyðir hin fögru blóm, sem hretviðri haustsins beygja. Nú mætir þú sumrinu, Sóley kær, þótt syrgi þig vinir. fjær og nær, sem fagna því frekar skyldu. að nú ert þú laus við þjáning þá. sem þungt og lamandi hvíldi á. og allir þig verja vildu. Minning þín lifir. hrein og heið. þú hefir um ævinnar stutta skeið, virðing og vinsemd getið. Fjölskyldu auðsýnt ást og tryggð, unnið þín störf af trú og dyggð. að verðleikum var það metið. Víst er að bjargföst von og trú verður oss öllum huggun sú. er hrekur brott harmaskugga. Ástvinum þínum ertu nær, og enn sem fyrr mun þér skyldan kær bæði að hjálpa og hugga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.