Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 11
10. desember 1984 - DAGUR - 11 Tveir sigrar Gylfa Gylfi Þórhallsson sigraði af ör- yggi á haustmóti Skákfélags Akureyrar sem er nýlokið. Gylfi hlaut 12,5 vinninga af 13 mögulegum en næsti maður sem var Jón Björgvinsson var með 12,5 vinninga. I þriðja sæti varð Jón Garðar Viðars- son með 11 vinninga. í unglingaflokki sigraði yngsti keppandi mótsins, Rúnar Sigur- pálsson sem er aðeins 12 ára og mjög efnilegur skákmaður. Hann og Einar Héðinsson urðu efstir og jafnir með 4 vinninga af 6 mögulegum og í aukakeppni þeirra á milli hafði Rúnar betur. Jafnir í 3.-4. sæti urðu svo Tómas Hermannsson og Bogi Pálsson með 3,5 vinninga. Pá er nýlokið hausthraðskák- móti Skákfélags Akureyrar. Þar vann Gylfi Þórhallsson með mikl- um yfirburðum og var með fullt hús eða 19 vinninga af jafn mörg- um mögulegum. Arnar Por- steinsson varð annar með 15,5 vinninga og í 3.-5. sæti voru jafn- ir með 15 vinninga þeir Jón Björgvinsson, Jón Garðar Viðarsson og Kári Elíson. Jón Björgvinsson varð síðan hlut- skarpastur í aukakeppni. Efstur unglinganna varð Bogi Pálsson með 8,5 vinninga, annar Skafti Ingimarsson með 8 vinninga og þriðji Tómas Hermannsson með 7,5 vinninga. gk-. Áskrift&augjýsingar 9624222 Leikfélag : Akureyrar ¦ Gestaleikur: j London Shakespeare \ Group sýnir : MacBeth I miðvikudaginn 12. desember- kl. 20.30 og fimmtudaginn " 13. desember kl. 20.30. : „Ég er gull j og gersemi"; eftir Svein Einarsson byggð á ¦ Sólon fslandus eftir ". Davíð Stefánsson. : Frumsýning 28. desember. ; Uppselt. Önnur sýning 29. desember. ¦ Þriöja sýning 30. desember. Z Miðasala hafin á báðar sýningar ¦ ásamt jólagjafakortum LA í Turninum : við göngugötuna virka daga ¦ frá kl. 14-18 og laugardaga kl. 10-16. : Síltli 24073. : • Myndlistarsýning¦ myndlistarmanna á Akureyri" í Turninum frá 1. desember.: Fundarboð Félagsfundur T.F.A. verður haldinn þriðjudaginn 11. des. á sal félagsins Ráðhústorgi 3 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Kjarasamningur. 2. Önnur mál. Kaffi í fundarhléi. , Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir: Eitt höfuðhlutverk nefndarinnar er að leita hug- mynda um nýsköpun í atvinnulífi. Hér með auglýsir nefndin eftir slíkum hugmynd- um meðal fyrirtækja og einstaklinga. Litið verður á hugmyndirnar sem eign þess sem þær leggur fram og mun nefndin fara með þær sem trúnaðarmál, sé þess óskað. Allar þær hugmýndir sem berast, verða rannsak- aðar ýtarlega. Nefndin mun aðstoða eigendur hugmyndanna við að kanna hugsanlega arðsemi og það hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd. Allar frekari upplýsingar veitir hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar, Ulfar Hauksson í síma 21000. Skrif- legar tillögur sendist Atvinnumálanefnd Akureyr- ar, Pósthólf 478, 602 Akureyri. Auglýsing um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Síðasti gjalddagi þinggjalda 1984 var hinn 1. des- ember sl. Er því hér með skorað á alla gjaldehdur þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðar- sýslu er enn hafa ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegar til embættisins, svo komist verði hjá óþægindum, kostnaði og frekari dráttarvöxt- um er af vanskilum leiðir. Dráttarvextir eru nú 2,75% fyrir hvern vanskilamánuð. Sömuleiðis eru kaupgreiðendur hér með minntir á að skila þegar til embættisins sköttum starfsmanna. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 7. desember 1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Draupnisgötu 4, hluta, Akureyri, þingl. eign Karls og Þórðar sf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Strandgötu 23, hluta, Akureyri, þingl. eign Hafn- arbúðarinnar hf. o.fl., fer fram eftir kröfu Ara ísberg hdl., Ás- geirs Thoroddsen hdl., Tómasar Þorvaldssonar hdl., Lands- banka íslands, Reykjavík og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri fóstudaginn 14. desember 1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Kaupangi v/Mýrarveg, N-hluta, Akureyri, þingl. eign Verslunarmiðstöðvarinnar hf., fer fram eftlr kröfu Verslun- arbanka íslands og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52. og 55. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Strandgötu 19, efri hæð, Akureyri, talinni eign Ástu Þorláksdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnar Sólnes hrl. á eigninni sjálfrí föstudaginn 14. desember 1984 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Frostagötu 6c, Akureyri, þingl. eign Val-, smiði sf., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, inn- heimtumanns ríkissjóðs og Iðnlánasjóðs á eigninni sjáltri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 30., 33. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Eyrarlandsvegi 29, Akureyri, þingl. eign Dúa Björnssonar, ferfram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 30., 33. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Tjamarlundi 15h, Akureyri, þingl. eign Árna B. Péturssonar, fer fram eftir kröfu Akureyrarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 30., 33. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Víðilundi 10g, Akureyri, þingl. eign Gylfa Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Gunnar Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hvammshlíð 6, Akureyri, þingl. eign Sigmars Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gunnars Sólnes hrl., Hreins Pálssonar hdl., Ólafs Gústafs- sonar hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri og veðdeildar Lands- banka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Ásabyggð 18, kjallara, Akureyri, þingl. eign Ólafar Baldvinsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hrl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. des- ember 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Skarðshlíð 13e, Akureyri, þingl. eign Sturlu Snæbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnun- ar ríkisins og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. desember 1984 kl. 17.30. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.