Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. janúar 1985 „Mig minnir að það hafi verið árið 1979 sem skrifstofan var fyrst opnuð og þá var Magnús Jónsson með hana. Hann var með hana í tvö ár, en síðan lagðist hún af er hann hætti. Hún er opnuð aftur 1. júní 1983 er ég tek við henni og hef ég starfað þar síðan.“ Það er Albert Valdemarsson sem mættur í Viðtal Dags-ins að þessu sinni og skrifstofan er hann talar um er skrifstofa SÁÁ að Strandgötu 19 b, í húsi Félagsmálastofnunar Akureyr- ar. Skrifstofan er opin alla virka daga milli klukkan 4 og 6. „Tildrögin að því að skrifstof- an var opnuð aftur var fyrst og fremst knýjandi þörf vegna of- neyslu áfengis og lyfja hér í bænum. Það að skrifstofan hafi verið lokuð í tvö ár er ekki vegna þess að ástandið hafi verið betra í áfengismálum, heldur var það af öðrum orsökum. Við opnuð- um aftur í samráði við stjórn SÁÁ í Reykjavík.“ - Hver er tilgangurinn með þessari skrifstofu? „Starfssvið hennar er fyrst og fremst að gefa aðstandendum og neytendum kost á að koma og ræða sín mál og finna hugsanleg- ar leiðir út úr ógöngunum sem ofneysla skapar. Það sem ég geri er að svara símhringingum ef fólk vill leita sér upplýsinga og ég veiti viðtöl og ráðgjöf þegar fólk kemur. Þetta er megintilgangur skrifstofunnar. Við veitum mönnum aðstoð við að meta stöðu sína og hvaða leiðir best er að fara.“ - Leita margir til ykkar? „Já, þó nokkuð margir. Þó eru þeir færri heldur en hefðu ástæðu til að leita til okkar held ég megi fullyrða.“ - Hvað með árangur? „Ég hef ekki nákvæmar tölur um árangur, en fyrir fyrsta árið sem skrifstofan var starfandi voru um 100 manns sem fóru í með- ferð á vegum okkar.“ - Skrifstofan þjónar ekki bara Akureyri, eða hvað? „Nei, hún er opin fyrir fólk á öllu Norðurlandi, hún er opin fyrir alla þá sem vilja og finnst þeir hafa þörf fyrir að ræða þessi mál hvort sem þeir eru búsettir á Akureyri eða annars staðar á landinu." Hugsunarhátturinn - Hvað er hægt að segja um ástandið? „Ástandið er eins og við er að búast í þessu þjóðfélagi og eins og hugsunarhátturinn og hefðin í kringum áfengisneyslu er í dag. Því miður er það ekki til fyrir- myndar. Ef eitthvað er um aé vera, ef boðið er til matarveisli þá er ómögulegt annað en að bjóða upp á vín, ef nýtt fyrirtæki er stofnað, þá er allt fljótandi í kokkteilum og menn drekka ótæpilega. Næsti dagur á eftir er ömurleikinn uppmálaður, heilsan í hlutfalli við það sem drukkið var kvöldið áður og menn koma litlu í verk, því líkaminn er lengi að ná sér eftir mikla áfengis- neyslu. Mér fannst alveg til fyrir- myndar að þegar nýja útvarps- húsið hérna var tekið í notkun, þá var ekki veitt vín og reykingar ekki leyfðar í húsinu. Þetta finnst mér að fleiri mættu taka upp.“ - Hvernig er með lyfjaneyslu, kemur slíkt til ykkar kasta? „Lyf slæðast alltaf með. Lyfja- neysla er eitt form ofneyslu, það skiptir kannski ekki máli hvort ofneyslan er í fljótandi eða föstu formi. Þegar lyfja er neytt er oft- ast um að ræða að áfengi er notað líka. Það eru fáir eða jafnvel eng- inn lyfjaneytandi eingöngu, áfengi er alltaf notað með. Það er frekar til að menn drekki bara áfengi en láti lyfin eiga sig, en það eru sífellt færri, það má eig- inlega líkja þeim mönnum við síðasta geirfuglinn." - Er betra að eiga við það, þegar menn neyta einungis áfengis? „Það er erfitt að segja til um það, þó er hægt að fullyrða að þeir sem eingöngu eru áfengis- neytendur eiga auðveldari leið út úr vítahringnum, heldur en þeir sem einnig nota lyf. Þeir hafa einn aðila að slást við, áfengið, og það hlýtur að vera auðveldara að berjast við einn aðila en segj- um tvo, ef lyfja er neytt að auki. Þetta segir þó ekki að lyfjaneyt- endur eigi ekki sömu möguleika að ná bata og hreinir áfengisneyt- endur.“ Hvert er hlutfall karla og kvenna er til ykkar leita? „Ég hef engar tölur, mér finn- ast tölur ekkert hafa að segja í svona málum. En konur hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár, a.m.k. komið meira fram í dagsljósið sem ofneytendur en var. Já, þær hafa í vaxandi mæli haslað sér völl á þessu sviði sem öðrum ef svo má að orði komast. í kring- um ofneyslu er mikill feluleikur og það er ekki bara alkinn sjálfur sem er í feluleik, heldur taka að- standendur hans einnig þátt í honum, þeir fela ástandið eftir bestu getu og fegra það og vilja ekki að fólk komist að því hve bágborið það er í raun og veru. Konur eiga auðveldara með að fela sig inni á heimilunum og þar eru margar konur í felum, drekka sitt vín og enginn veit neitt. En sem betur fer er viðhorf manna að brevtast gagnvart þessu, fólk er hætt að skammast sín fyrir þetta eins og það gerði, þetta er bara eins og hver önnur veikindi.“ Þjáningin - Veikindi segirðu. Er alkó- hólismi veikindi? „Já, þetta eru veikindi. Þetta er eitt af því sem verið er að rannsaka. Það vill enginn verða alkóhólisti, en samt verða menn það gegn vilja sínum. Það veit enginn hver verður alkóhólisti, ekki fyrr en búið er að reyna á það. En hvað sem gerist í mann- inum, þá verður þetta andlegur og líkamlegur sjúkdómur og það mjög alvarlegur. Þau eru ófá slys- in sem verða vegna ofneyslu áfengis, sjálfsmorðin og þannig mætti lengi telja. Það er hægt að kenna áfenginu um ansi margt. Nú, öll þessi andlega og líkam- lega þjáning sem er í kringum þetta, heimili og hjónabönd leys- ast upp. Það er með ólíkindum hversu mikið er um slíkt. Þá verður að athuga það, að í 5-6 manna fjölskyldu er það kannski bara einn sem drekkur, en öllum hópnum Ifður illa út af því, allur hópurinn þjáist með drykkju- manninum." Hvað nú Sólnes? Frásögn í íslendingi 10. þessa mánaðar um afstöðu Jóns Sól- nes til erindis Amtsbókasafnsins um útibú þess í Glerárþorpi olli mér vonbrigðum. Jón, sem ný- búinn er að gera metsölubók, er á móti aðstöðu til lestrar! Hann talar um að fólk hér eigi bíla og geti skroppið inn á aðalsafn. Skilur hann ekki að bókasafn er meira en útlánastaður; það á einnig að vera Iesstofa. Skólafólk á að geta fengið þar bækur til uppflettingar og unnið þar að heimildarritgerðum sínum. Þar eiga og að liggja frammi blöð og tímarit. Við erum hér um 5000, Jón Sólnes, flest ungt fólk. Við eigum fullan rétt á bókasafni. Hvers konar íhaldspúki hefur hertekið jafnhressan mann? Manstu, Jón Sólnes, eftir útibúi, settu upp í Þorpinu fyrir nokkrum árum? Þú varst þá sjálfur bankastjóri Landsbankans. Við áttum þá einnig bíla - og um miklu nytjaminni pappír að ræða þar og þá Ég vænti fyrir hönd okkar allra Þorpsbúa, ekki síst unglinga, að höfundur metsölubókarinnar unni okkur að njóta hennar og annarra við þægindi. Þorpsbúi. - Hvað er hægt að gera, hvaða ljón eru í veginum? „Það er eitt ljón í veginum og það er að fólk skortir hugrekki til að horfast í augu við vandamálin og ræða þau, það er eitt aðal ljónið. Það sem oft gerist er að fólk er að reyna að laga sín mál og það reynir og reynir, en því miður gerast oft hlutir sem ýta frekar undir drykkjuna og við- heldur henni. Það er ýmislegt hægt að gera. Félagsmálastofnun og fleiri aðilar hafa staðið fyrir fjölskyldunám- skeiðum og hef ég verið virkur þátttakandi í þeim. Venjulega er það maki alkóhólistans sem sækir námskeiðið, en alkinn fer í með- ferð suður. Aðstandendum er gefinn kostur á þessu námskeiði, en börn verða helst að vera orðin 15 ára gömul. Það er einstöku sinnum sem alkinn tekur þátt í þessum námskeiðum og er það ekki síður nothæft fyrir hann. Námskeiðin standa yfirleitt í mánuð en einnig er boðið upp á helgarnámskeið. Þau eru byggð upp á fyrirlestrum og hópum- ræðum sem Alanon-konur, óvirk- ir alkóhólistar og starfsmenn frá Félagsmálastofnun hafa séð um. Þátttaka hefur verið góð, en mætti að skaðlausu vera miklu meiri. Það eru haldin um 3^1 námskeið á ári, svona eftir því sem okkur finnst vera þörf á.“ - Er mikið af ungu fólki sem leitar til ykkar? „Það kemur fólk allt niður fyrir tvítugt, svona 17-18 ára í ein- stökum tilfellum yngra.“ - Er hægt að segja að fólk sé orðið að alkóhólistum svona ungt? „Það er hægt að sjá hvort fólk hefur líkurnar með sér eða á móti. Menn þurfa ekki endilega að vera búnir að drekka heilan hafsjó af brennivíni áður en þeir teljast alkóhólistar. Það má taka það skýrt fram að maður sem drekkur einu sinni til tvisvar á ári getur allt eins verið alki. Það er allt bundið því hvað gerist þegar hann er byrjaður að drekka. Hvað gerist í kringum hann, t.d. ef hann umturnast. Að vera eða vera ekki alki er ekki höfuðatrið- ið, heldur hvort menn ráða sjálfir ferðinni. Alkanum finnst hann ráða ferðinni og því sem gerist í kringum hann, en svo er ekki, það er vínið sem tekur af honum völdin.“ Gærdagurinn - Nú er áfengi orðið töluvert dýrt, dregur það ekki úr drykkj- unni? „Ég veit dæmi þess, að nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar kjaramál eru í ólestri og launin lág, þá er síðasta króna heimilisins notuð til áfengis- kaupa. Það er jafnvel ekki til matarbiti handa börnunum. Hvernig skyldi mönnum líða þeg- ar þeir vakna upp úr vímunni? Jú, það er farið út með þeim góða ásetningi að útvega heimil- inu peninga fyrir mat, en sá pen- ingur er aftur notaður til áfeng- iskaupa. Við getum aðeins leitt hugann að andlegu hlið málsins. Ætli hún sé ekki ansi bágborin?“ - Að þessum orðum sögðum, er þetta ekki niðurdrepandi starf, að vera alltaf að fást við þessa hluti? „Nei, það finnst mér ekki. Og það byggist á því að mér finnst ég geti miðlað fólki einhverju og reyni það sem ég get til að fólk geti notfært sér reynslu mína á þessum málum. Nú, svo er alltaf jákvætt þegar fólk tekur sig á. Þó ekki væri nema 1 af hverjum 100, þá finnst mér starfið skila ár- angri. Það er alveg sama hvaða starf maður vinnur, ef maðui vinnur með jákvæðu hugarfari þá getur það aldrei orðið niður- drepandi. Hafa menn hugsað út í það þegar þeir fara að sofa á kvöldin, að þeir eru búnir að lifa daginn í dag? Þegar menn vakna næsta morgun er dagurinn í gær liðinn og kemur aldrei aftur. Nýr dagur hefst og menn reyna að átta sig á mistökum gærdagsins og gera þau ekki aftur, menn gefa sér frelsi frá gærdeginum. Þetta á alkóhólistinn erfitt með að sætta sig við. Þeir vilja ekki sleppa for- tíðinni, það er þeirra stóri vandi.“ - Samt sem áður, þú ert bjartsýnn? „Ævinlega bjartsýnn.“ - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.