Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -14. janúar 1985 verðlaunaafhending nj ____ Knattspyrnuráð Akureyrar hélt hóf í Félagsborg sl. laugardag, og var aðaltilefnið að afhenda verðlaun fyrir Akureyrarmótið í knattspyrnu innanhúss sem fram fór á dögunum. Mikið var um dýrðir í þessu hófi knattspyrnu- manna. Videósýningar voru, veitingar og verðlauna- afhendingin sem fyrr sagði og mátti sjá ánægjusvipinn á mörgum pollanum er hann tók við verðlaunum sínum. Nú vita knattspyrnumenn hvað er framundan hjá þeim, við blasir enn eitt keppnistímabilið og ætli það sé fjarri lagi að ætla að fiðringur hafi farið um menn í þeirri einmuna veðurblíðu sem verið hefur hér að undanförnu. Alls taka 64 félög þátt í ís- landsmótinu í knattspyrnu karla innanhúss en keppt er í 4. deildum. Verður leikið i 2. og 4. deild í Laugardals- höll um næstu helgi en keppnin í 1. og 3. deild fer fram á sama stað um miðjan febrúar. Öllum liðunum hef- ur verið raðað í riðla og er riðlaskiptingin þessi: 1. deiid: a-riðill: Valur, FH, Víkingur, KA b-riðill: ÍBK, UBK, HSÞ-b, Fylkir 2. deild: a-riðill: Léttir, UMFN, Grótta, Austri b-riðill: Leiftur, Týr, Boiungar- vík, Selfoss c-riðill: UMFG, Haukar, ÍR, Afturelding d-riðill: Þróttur N, KS, Ármann, Árroðinn 3. deild: a-riðill: HV, Vík. Ól, Súlan, Ár- vakur b-riðill: Pór V, Tindastóll, Neisti, Leiknir F c-riðill: Reynir S, Augnablik, Reynir Á, Einherji d-riðill: Magni, Stjarnan, ÍK, Valur R c-riðill: Þróttur R, Fram, Víðir, KR d-riðill: ÍBÍ, ÍA, Þór Ak, UMFS 4. deild: a-riðill: Geisli, Eyfellingur, Stokkseyri, Vorboðinn Þorsteinn með Magna Við erum búnir að ráða Þor- stein Ólafsson sem þjálfara hjá okkur í sumar,“ sagði Kristleifur Meldal hjá Magna á Grenivík er við ræddum við hann um þjálfaramál félagsins. „Við erum mjög ánægðir með að fá Þorstein til okkar. Við misst- um góðan þjálfara sem var Ein- ar Helgason en fáum annan góð- an í hans stað og erum brattir.“ Kristleifur sagði að Þorsteinn hyggðist tilkynna félagaskipti yfir í Magna úr Pór, en ekki væri ákveðið hvort hann myndi leika með liðinu, það yrði bara að koma í ljós í sumar. Þorsteinn Ólafsson hóf þjálf- araferil sinn með Þór í 1. deild- inni í fyrra og iék einnig með lið- inu að hiuta en hann hafði verið fastur markvörður félagsins árið áður. Er ekki að efa að hann mun reynast Magnamönnum góður Þorsteinn Ólafsson. liðsauki, hvort sem hann tekur fram markmannshanskana eða ekki. Brian Ro Heldur var hann snautlegur matseðilli sem enskir buðu upp á á laugardaginn. Þar hafa menn ekki farið varhluta af kuldakastinu sem angrað hefur Evrópubúa að undanförnu og mörgum leikjum varð að fresta vegna erfiðra vallarskilyrða. Þá léku Sunderland og Liver- pool t.d. aðeins fyrri hálfleik- inn því eftir að dómarinn hafði skoðað völlinn í hálfleik fannst honum nóg komið og aflýsti Ieiknum, staðan þá 0:0. Everton lét erfið vallarskilyrði engin áhrif hafa á leik sinn gegn Newcastle og spilaði nú sinn besta leik í langan tíma. Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti, heldur hversu stór hann yrði. í hálfleik var staðan 2:0. Fyrsta markið skoraði Gra- eme Sharp með skalla á 17. mín- útu. Annað markið kom á 32. mínútu. Varnarmaðurinn Derick Mountfield þrumaði boltanum inn eftir hornspyrnu. Kevin Sheedy skoraði síðan tvívegis í síðari hálfleik og öruggur sigur kom liðinu á toppinn á ný. Chris Waddle sem hefur verið yfir- burðamaður í liði Newcastle átti dapran leik og það þolir New- castle illa. Sem fyrr sagði spilaði Everton afbragðsgóða knatt- spyrnu en enginn þó eins vel og Peter Reed sem átti stórleik á miðjunni. í London áttust nágrannarnir QPR og Tottenham við í skemmtilegum og góðum leik, en leikið var á hinum umdeilda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.