Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 14. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GVLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að draga gagn- lega lærdóma í ritstjórnargrein Fjármálatíðinda, sem Jó- hannes Nordal skrifar, er fjallað um það sem framundan er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar segir: „Þótt skylt sé að horfast í augu við það, að sú verðbólgualda sem nú gengur yfir, sé al- varlegt áfall fyrir þá viðleitni að koma á stöðugleika í verðlagsþróun hér á landi, er hitt þó mikilvægara að draga gagnlega lær- dóma af þessari reynslu, svo að betur megi til takast í framtíðinni. Tvennt vekur vonir um það, að aftur megi komast á braut lækkandi verðbólgu á næsta ári. Annars vegar er það, hve fljótt mun draga úr verðbólguhraðanum, þegar kemur fram á vorið, svo að enn á að gefast tækifæri til þess í næstu kjarasamning- um að ganga út frá hóflegri verðlagsþróun sem megingrundvelli launastefnunnar. Hins vegar kom margt það fram í viðræðum aðila, áður en launasamningar voru gerðir, en einn- ig eftir á, sem bendir til meiri skilnings en oft áður á nauðsyn þess, að leitað verði annarra og betri leiða til þess að tryggja hag launþega og afkomu þjóðarbúsins en þær, sem valdar hafa verið að þessu sinni.“ Jóhannes Nordal bendir síðan á tvö atriði sem bíða úrlausnar og hann telur mjög mikil- væg: „í fyrsta lagi verður að hafa þá staðreynd í huga, að ekki er svigrúm til almennrar aukn- ingar rauntekna, á meðan þjóðarframleiðslan eykst ekki og halli er á viðskiptajöfnuði. Kjaramálin hljóta því við þessar aðstæður að snúast fyrst og fremst um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu og hlutföllin á milli fjárfestingar og neyslu. Leiðin til þess að ná fram breyting- um í þessum efnum er hins vegar ekki fólgin í því að knýja fram háar launahækkanir, held- ur verður það fyrst og fremst að gerast fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins, svo sem með skatta- breytingum, breytingum félagslegra útgjalda og ráðstöfun fjár til fjárfestingar og sam- neyslu. I öðru lagi má síst nú á tímum efnahags- legra þrenginga missa sjónar af því, að aðeins með aukinni framleiðslu og verðmætasköpun er hægt að skapa að nýju skilyrði almennt batnandi lífskjara. Stöðugleiki í verðlagi er tvímælalaust ein mikilvægasta forsenda þess, að atvinnurekstur hér á landi komist úr þeim vanda sem að hefur steðjað nú um skeið. Það eru því sameiginlegir hagsmunir allra aðila vinnumarkaðarins, að sú verðbólgualda, sem nú gengur yfir, hnigi sem fyrst, og aftur verði komist á sléttari sjó,“ sagði Nordal í grein sinni. a Erlingur Sigurðarson: I sauðargæru - v/viðtals við Jón Arnþórsson Milli jóla og nýjárs gengu álmenn á fund forsætisráðherra og af- hentu honum undirskriftir 4.032 Eyfirðinga, eins og rækilega hef- ur verið tíundað í fjölmiðlum, og nú síðast í viðtali við Jón Arn- þórsson í Degi, sem hér verður lítillega fjallað um. Á meðan á undirskriftasöfnun- inni stóð lögðu aðstandendur á það áherslu að með henni væri aðeins verið að biðja um að „stóriðjukosturinn yrði kannaður til hlítar", og nauðsynlegar rann- sóknir til þess gerðar. Ég hitti líka í sumar menn sem sögðust hafa skrifað undir „beiðnina um rannsóknirnar“, þeir hefðu ekki verið að biðja um álver við Eyja- fjörð, langt í frá. En strax nú þegar loks er búið að afhenda listana er í túlkun fjölmiðla farið að bera á því að rúmlega 4.000 manns fari þess á leit að álver verði hér reist, enda sagði í hausnum að þeir sem undir skrif- uðu óskuðu þess að næsta stór- iðjufyrirtæki yrði reist við Eyja- fjörð. Pað er því engin hending heldur rökrétt í besta máta að listarnir voru í sauðargæru þegar þeir voru afhentir. Þáttur Dags er athyglisverður. Þegar andstæðingar álvers af- hentu í sumar sína lista með nöfnum 3.289 manna, var Degi gert viðvart eins og öðrum blöðum, og samdægurs birtist í blaðinu stutt fréttaklausa um málið. Ekkert tiltökumál, blaðið lagði sitt mat á fréttagildi atburð- arins og sinnti honum samkvæmt því. Hins vegar er það sérkenni- legt í fréttamatinu, að þegar list- ar álmanna loks koma fram, sé það svo miklu merkari atburður, að verðskuldi sérstakt viðtal, og má ljóst vera af því hvers málstað blaðið fylgir, enda hefur rit- stjórnarstefna þess verið ljós þeim sem fylgst hafa með þessum málum, og kemur enn fram hér. Pó svo að sjónarmið andstæðinga álvers hafi fengið að koma fram í blaðinu hygg ég að það hafi ætíð verið að þeirra eigin frumkvæði, og í öllum skrifum frá ritstjórn blaðsins hafa sjónarmið álmanna verið hærra sett. Ætlun mín er ekki að ræða hér alla þætti þessa viðtals Gísla Sig- urgeirssonar við Jón Arnþórsson, en það er raunar lítið annað en dylgjur og aðdróttanir um menn og málefni. Hins vegar hlýt ég að verða að staldra við nokkur atriði þar sem Jón talar í hálfkveðnum vísum. Ljóst er af öllu að hann og fylgismenn hans hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með útkom- una úr söfnun álversandstæðinga, og sennilegast að þær 3.289 undirskriftir séu skýringin á því hvers vegna listar álmanna voru ekki afhentir fyrr. Á þeim tíma hafi nefnilega verið á þeim færri nöfn, og því orðið að kemba bæ- inn betur, eins og gert var nú í desember. Líklegt finnst mér að nokkur hundruð nöfn hafi þá fengist til viðbótar, a.m.k. ef marka má af þeim lista sem mér var boðið að skrifa upp á þá. Pað er því ljóst að sá mikli meirihluti sem forráðamenn ætluðu að sýna hefur reynst ansi miklu minni, en þeir gerðu ráð fyrir, þegar þeir Vilhelm Ágústsson og Aðalgeir Finnsson blésu í herlúðra sína í júní. Hvað hefur annars orðið af þeim? En einstök atriði sem ég verð að staldra við eru þessi: 1. Jón segir svo sem slegið er upp í fyrirsögn: „Álversandstæð- ingar fundu enga mengun“ af völdum Alcan í Kanada. Petta er varla svara vert, aðstæður gjör- ólíkar eins og bent var á, enda mætti nú fyrr vera skaði, þó svo að þeir sem kæmu í þriggja daga kurteisisheimsókn til fyrirtækis í boði þess, sæju hann ekki. En þetta segir það eitt hvernig ætlun álmanna var að nota þessa Kan- adaferð, og Dagur hefur dyggi- Erlingur Sigurðarson. legast gengið fram í þessum ein- falda áróðri og verið þeim betri en margir fundir. 2. Eftir hálfs árs barning, með hléi sem kennt er því að kynning- arfundir um ferðina hefðu ekki verið haldnir „mörgum til furðu“, segir Jón um undir- skriftasöfnunina: „Miðað við það er árangurinn viðunandi, ekki síst vegna þess að við gættum þess að allir sem skrifuðu undir væru orðnir 18 ára og búsettir í Eyjafirði. En ég hygg að álvers- andstæðingar hafi ekki viðhaft sömu leikreglur.“ (Leturbreyting mín.) Hvað eiga svona dylgjur að þýða? Ég bið um rök, eða lýsi Jón ómerkan orða sinna ella. Til upplýsingar skal það rifjað upp sem kynnt var við afhendingu listanna í ágúst, og Dagur hefði getað sagt frá hefði hann viljað: í upphafi var við það miðað að þeir sem á listana skrifuðu hefðu náð tvítugsaldri. Eftir að álmenn fóru af stað og miðuðu við 18 ár, þótti þeim sem voru 18-20 ára og andvígir álveri það að sjálfsögðu hart að fá ekki að tjá þá skoðun sína, eins og jafnaldrar þeirra sem annars sinnis voru. Því var þeim heimilað á síðari vikum söfnunarinnar að skrifa á listana, en þá hafði allmörgum verið neit- að. Aldursákvæðinu var fremur auðvelt að framfylgja, þar sem söfnunin fór að mestu leyti pers- ónulega fram og aðeins örfáir listar lágu frammi á bensínstöðv- um og öðrum stöðum. Vegna búsetu í Eyjafirði voru engin frávik gerð, utan að úr Fnjóskadal komu óskir um að fá að vera með og komu þaðan list- ar með milli 20 og 30 nöfnum. Þessari beiðni fylgdu m.a. þau rök að Hálshreppur ætti aðild að Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og væri þar með viðurkennt að slík uppbygging á svæðinu tæki til Fnjóskadals. Enda væri slíkt eðli- legt þar sem til Eyjafjarðar sæktu þeir öll sín viðskipti, og eins og þokan hefði löngu fundið leiðina um Víkurskarð, væri eins líklegt að mengun úr Eyjafirði kæmist hina sömu leið. Við yfirferð listanna voru strik- uð út á annað hundrað nafna, sem ekki uppfylltu skilyrði um aldur og búsetu. Voru það ekki síst brottfluttir Eyfirðingar sem hér voru staddir og töldu sér mál- ið eðlilega skylt, en því miður fyrir þá, varð svona að vera, en þökk sé þeim fyrir góðan hug. 3. Vegna þess sem á eftir kem- ur í viðtalinu um söfnun okkar og afhendingu, er rétt að ítreka, það sem áður hefði mátt koma fram í Degi: Fyrsti fundur okkar var haldinn í Freyvangi 12. júní og hinn síðasti á Akureyri 26. júní. Á þessum fundi tóku ýmsir með sér undirskriftalista, en það var fyrst eftir Akureyrarfundinn, sem farið var að fylgja þeim eftir og innkalla þá fyrir 15. júlí. Þá voru nær allir listar komnir í hús, og hinir voru komnir fyrir 20. júlí þegar söfnuninni lauk með kaffisölu í göngugötunni á Akur- eyri. Þá þegar var ætlunin að af- henda þá forsætisráðherra, en af ástæðum sem þjóðinni urðu kunnar í sumar, dvaldist hann er- lendis í rúman mánuð og því var heimkomu hans beðið til 22. ágúst að listarnir voru afhentir. Það þarf engar dylgjur um þetta, og það er óþarfi hjá Jóni Arn- þórssyni að kasta steinum að okkur fyrir að liggja ekki á nöfnum þeirra sem vilja aðra iðjukosfi við Eyjafjörð en álver. Við knúðum dyra, þegar við vor- um tilbúin eftir mánaðarsöfnun, en fyrir okkur var ekki upplokið fyrr en mánuði síðar. En hitt er satt að það tók okkur ekki hálft ár að koma nafnalistunum fyrir í sauðargærunni. Með bestu nýjársóskum í ál- verslausum Eyjafirði. Á þrettánda degi jóla 1985 Erlingur Sigurðarson. Athugasemd ritstjóra: Ritstjórnarstefna Dags vegna ál- málsins er sú sama og gagnvart öðrum atvinnugreinum - að skoða alla mögulega kosti í at- vinnuuppbyggingu við Eyjafjörð en hafna engu fyrirfram. Þessi stefna er í samræmi við samþykkt sem gerð var um álmálið á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var að Hrafnagili haustið 1983. Sjónarmið þeirra sem fyrirfram hafna álveri, áður en niðurstöður rannsókna liggja fyrir, hafa á hinn bóginn átt greiðan aðgang að síðum Dags, eins og t.d. fjölmargar greinar Erlings Sigurðarsonar bera vitni um. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.