Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BlLINN. BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI Verður Lágheiðin opnuð í janúar? Á Siglufírði mun vera nokkur urgur í mönnum vegna þess að talið er þar að ekki þurfí mikið til þess að opna Lágheiði yfír í Ólafsfjörð. Siglfírðingar sem eiga leið inn í Eyjafjörð geta ef heiðin er opin sparað sér um 60 km akstur. „Það hefur ekki verið athugað með að opna heiðina," sagði Páll Þorsteinsson fulltrúi hjá Vega- gerð ríkisins á Sauðárkróki er við ræddum þetta mál við hann, en það er í verkahring manna þaðan að sjá um Lágheiðina. „Þetta kom upp einnig í byrjun desember og þá var talað um að á heiðinni væri einn skafl, en þeg- ar við fórum að skoða það reynd- ist meiriháttar mál að opna heið- ina. Ástandið þarna hefur eflaust batnað talsvert síðan og við ætl- um að kíkja á þetta og opna ef fært þykir,“ sagði Páll. gk-. ungsþingi sem haldið var á Reykjum í Hrútafirði í ágúst á sl. ári var samþykkt að Fjórðungs- sambandið stæði að því að halda svona mót fyrir æskuna á Norð- urlandi, og það hefur verið talað um aldursflokkinn 9-14 ára í þessu sambandi. Nefnd hefur síð- an unnið að þessu máli sem ég er í ásamt Hermanni Sig- tryggssyni Akureyri og Arnaldi Bjarnasyni. Á fundi í nefndinni 4. janúar kaupir væri með hæðina þar fyrir ofan. Pær sögusagnir að Ferðaskrif- stofa Akureyrar væri aðili að þessum kaupum eiga ekki við rök að styðjast. gk-. var fjallað um það hvernig ætti að standa að þessu móti. Það hefur verið rætt um að þarna yrði keppt í frjálsíþróttum, sundi, knatt- spyrnu og skák svo eitthvað sé nefnt, einnig yrðu þarna kvöld- vökur sem krakkarnir sjálfir myndu annast að verulegu leyti. Það er stefnt að því að halda fund á Akureyri 26. janúar um þetta mál og bjóða þangað for- ustumönnum íþrótta- og ung- mennasambanda á Norðurlandi og fleirum og þar yrði þetta mál kynnt og leitað eftir samstarfi við þessa aðila. Við erum að „skjóta“ á að þátttakendur í þessu móti gætu orðið 600-800 talsins. Aðstaðan á Sauðárkróki til að halda svona mót er mjög góð, öll mannvirki á sama stað ef svo má segja og ég vona bara að framhald þessa máls leiði til þess að leikarnir verði að veruleika," sagði Björn. gk'- „Er orðinn hund- leiður á þessu“ - segir Gunnar Haraldsson sem hefur selt Bílasalann sf. „Það er stefnt að þessu móti æskunnar hér á Sauðárkróki síðustu helgina í júní í sumar,“ sagði Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Sauðárkróki, en hann er formaður undirbún- ingsnefndar fyrir „Norður- landsmót æskunnar“, íþrótta- mót sem fyrirhugað er að halda í sumar. Beðið eftir heilsuverndarstöð, gæti þessi mynd heitið. Samkvæmt lögum hefur verið stofnuð heilsuverndarstöð með aðsetri á Akureyri. Sjá nánar bls. 9. Mynd: mþþ Sjóvá Sjóvátryggingarfélag íslands hefur keypt tvær neðstu hæð- irnar að Ráðhústorgi 5, hús- næðið þar sem Alþýðubankinn rekur sitt útibú og hæðina þar fyrir ofan. Að sögn Þórarins B. Jónssonar eiganda Sjóvá-umboðsins á Ak- ureyri er fyrirtækið að tryggja sér framtíðarhúsnæði með þessum kaupum, á besta stað í bænum eins og hann orðaði það. Þórar- inn sagði að Sjóvá yrði opnað í hinu nýja húsnæði í haust, en Al- þýðubankinn hefur húsnæðið á ieigu frá fyrri eiganda til 1. ágúst. Þórarinn sagði einnig að Sjóvá- umboðið myndi nýta 1. hæð húss- ins fyrir sína starfsemi en óráðið Höldur sf. og Hekla hf. hafa keypt fyrirtækið Bflasalann sf. við Hvannavelli og munu yfír- taka reksturinn um næstu ntánaðamót. vÉg er orðinn hundleiður á þessu og kominn tími til að hætta," sagði Gunnar Haraldsson í samtali við Dag en hann er eig- andi Bílasalans ásamt Haraldi Gunnarssyni. „Ég er búinn að standa í þessu braski síðan 1948 og vera með rekstur og nú er kominn tími til að hætta,“ sagði Gunnar. „Hvað ég ætla að fara að gera? Það er sko nóg að gera fyrir þá sem nenna að vinna og ég hef aldrei verið atvinnulaus um dag- ana,“ sagði Gunnar er við spurð- um hann hvað nú tæki við hjá honum. Höldur og Hekla ætla að reka „Eins og alþjóð veit þá er Ár æskunnar á þessu ári og á Fjórð- bílasölu á staðnum eins og verið hefur, en að auki verður boðið upp á nýja bíla frá Mitsubishi og British Leyland. gk-. Gunnar Haraldsson: „Aldrei veríð atvinnulaus." - haldiö á Sauðárkróki í sumar Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af veðrabreyt- ingum næstu sólarhring- ana a.m.k. Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar í morgun verður veðrið á Norðurlandi næstu dagana gott, suð- lægar áttir ríkjandi en ekki hvasst og ágætis vor- veður. # Kostir hitaveitunnar Hitaveita Akureyrar hefur á undanförnum árum mátt þola ýmiss konar gagnrýni bæði réttláta og ómaklega eins og gengur og gerist. Það er eink- um sölufyrirkomulag veit- unnar sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki en núverandi kerfi er þrátt fyrir allt ekki svo bölvað. # Rúgbrauðs- gerð... Kona í Þorpinu sem ekki vill láta nafns síns getið bendir á að á hennar heimili hafi það lengi tíðkast að seyða rúg- brauð með hjálp heita neysluvatnsins sem hitaveit- an skenkir ókeypis. Aðferðin er sú að setja rúgbrauðið í vatnsþétta dós eða ílát og sökkva síðan í fötu með rennandi heitu vatni. Seyð- ingin tekur tvo sólarhringa. Ekki getur Smátt og stórt hvatt fólk til þess að taka sér þetta til fyrirmyndar, vegna þess að fara verður sparlega með heita vatnið, en hvernig er það, lumar enginn á góðri rúgbrauðsuppskrift? # .. og heimilis- iðnaður Karl á Brekkunni hafði nýlega samband við blaðið og spurði hvort menn hefðu heyrt um nýju eimingartækin sem nú eru að ryðja sér til rúms. Þetta eru tæki sem byggja á lofttæmi en við það lækkar suðumark þess sem soðið er þannig að hægt er að nota ókeypis hitaveituvatn við suðuna. Eru þessi tæki sögð þyngdar sinnar virði í gulli en að sama skapi illa séð hjá forráðamönnum raf- veitunnar og hitaveitunnar. • Ódýrt gufubað Piltur ( Innbænum lýkur þessum hitaveituþætti með ábendingu um tæki í gufu- baðið sem svo sannarlega geta sparað fólki aurana. Eins og ( dæminu hér á undan, er það hitaveitan sem er sparnaðarhvatinn en raf- veitan missir spón úr aski sínum. Sem kunnugt er hefur það færst (vöxt að fólk kaupi sér saunaofna og gufubaðs- klefa til notkunar (heimahús- um. Saunaofnunum fylgir sá ókostur að þeir eru talsvert dýrir og það tekur langan tíma og mikið rafmagn að kynda þá upp. Nýju gufu- baðstækin eru svokölluð spíssatæki, þar sem heitu vatni er dælt undir þrýstingi út um örsmá göt. Við þetta myndast gufa sem jafnast fyllilega á við hitann af saunaofnunum. Stofnkostn- aður fyrir utan klefann er rúmar fimm þúsund krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.