Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 3
14. janúar 1985 - DAGUR - 3 „ Riðan ansi víða héma og ástandið er slæmt“ -segir Gunnar Jónsson bóndi á Brekku í Svarfaðardal sem hefur barist við riðuveiki í fé sínu í 19 ár „Ég er búinn að búa hér í 19 ár og riðan hefur verið hjá mér allan þann tíma meira og minna. Ég held að hún hafi verið viðloðandi hér síðan 1930-1940 en að vísu dró að- eins úr henni þegar fjárskiptin urðu 1949 en blossaði svo upp aftur,“ sagði Gunnar Jónsson bóndi að Brekku í Svarfaðar- dal er við ræddum við hann. Eins og fram kemur í máli Gunnars hefur riðuveiki verið geysilegt vandamál í Svarfaðar- dal undanfarna áratugi, og er ekki séð fyrir endann á því hvernig það mál verður leyst eða hvort það verður hægt á annan hátt en að farga öllu fé á bæjun- um þar. „Það voru keypt hingað líf- lömb á fimm bæi í haust og einhverjir á Dalvík gerðu það líka,“ sagði Gunnar. „Ég held að það hafi verið keypt um 170 lömb vestan af Ströndum og úr Þistil- firði. Það voru engin lömb á þess- um bæjum látin lifa í haust. Það að slátra lömbunum og kaupa líflömb að má segja að sé tilraun til þess að sporna við riðunni og menn leggja áherslu á að lömbin sem keypt voru hafi ekki sam- skipti við annað fé í húsum. Það er talið að smit berist aðallega á milli inni þótt sjálfsagt geti það gerst úti einnig." - Er ástandið slæmt núna í þessum málum hjá ykkur í Svarf- aðardal? „Já þetta er slæmt ástand og riðan er ansi víða hérna. Það má heita að riða sé í fé á hverjum bæ hér í dalnum vestanverðum en minna um þetta að austan.“ - Heldur þú að það að kaupa líflömb geti orðið til þess að þið komist fyrir þetta eða þarf að gera eitthvað róttækara í málun- um, skipta alveg um stofn? „Ég veit það ekki. Það á að reyna þetta í 2-3 ár að kaupa lömb að og láta ekkert lifa heima af lömbum en hvað verður svo veit maður ekki. Ég held að það geti allt eins endað með því að það þurfi að farga öllu fé hérna, manni sýnist það.“ - Þurfið þið sjálfir að bera all- an kostnað við þetta? „Við verðum að axla þetta sjálfir, en sauðfjárveikivarnir greiða 90% af flutningskostnaði lambanna hingað, aðra aðstoð fáum við ekki. Ætli lömbin hafi ekki kostað á bilinu 2.200-2.600 krónur í haust, eftir þyngd. Ég keypti 33 lömb og þau kostuðu 85 þúsund krónur. Það sjá því allir að þetta er ekki gott mál og því miður eru horfurnar daprar. Þetta er sjálfsagt ágætt fyrir þá þarna fyrir sunnan, að minnka framleiðsluna, er það ekki það sem þeir vilja?“ - Hefur ekkert komið til tals að þið fáið fjárhagsaðstoð? „Við fáum hana ekki, það ligg- ur alveg ljóst fyrir og okkur er sagt að það séu engir peningar til. “ - Þú sagðir áðan að þér sýndist helst að það þyrfti að farga öllu fé til þess að komast fyrir þetta? „Ég skal ekkert fullyrða um það, en ég held að þetta tefji fyrir riðunni að kaupa líflömb á þenn- an hátt, maður fái lengra tímabil sem ekkert fer úr riðu. Það hefur verið rætt að skera allt niður en þetta varð ofan á í bili a.m.k. Menn veigra sér við því að skera allt niður því það eru engar bætur greiddar. Ætli menn reyni ekki að þrauka áfram.“ - Það er sem sagt ekki kominn neinn uppgjafartónn í bændur þarna ennþá? „Nei ég held ekki, en menn eru aðeins að byrja að fara út í annan búskap. Tveir sem voru með stór sauðfjárbú eru komnir í loðdýra- ræktina, komnir með refi. Þannig er nú staðan í dag og það þýðir ekkert annað en að halda áfram.“ Peningastofn- anir græða vel - á meðan samdráttur er hjá undirstöðugreinunum skv. lista yfir stærstu fyrirtækin 1983 Samkvæmt skrá Frjálsrar verslunar yfír stærstu fyrirtæki landsins árið 1983 má vel merkja þá þróun að samdrátt- ur hefur orðið í höfuðatvinnu- vegi þjóðarinnar, sjávarútvegi og fískverkun. Þjónustufyrir- tæki hafa hins vegar siglt hrað- byri upp þennan lista og þá sérstaklega peningastofnanir, bankar og sparisjóðir. Skyldi því engan undra þótt þær hafi efni á að heyja harðvít- ugt auglýsingastríð um peninga þeirra sem voru þess umkomnir að spara þegar sala ríkisskulda- bréfa hófst, en þau eru nú inn- leysanleg í hverjum flokknum á fætur öðrum. Nú hefur ríkissjóð- ur hins vegar slegið bönkunum út í yfirboðum um þessa peninga, eftir því sem fróðir menn herma. Bankarnir hafa háð harðvítugt auglýsingastríð til að kynna þau kjör sem þeir bjóða og lætur nærri að sú herferð hefur kostað gífurlegt fé. Það segir nokkra sögu um af- komu bankanna á árinu 1983 að þá voru þrír stærstu bankarnir, Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn með rétt tæplega 100% veltuaukningu, en það ár reyndist verðbólgan hins vegar 71,67%. Það er því ljóst að bankarnir ha!a verið reknir með ágætum hagnaði árið 1983. - HS MOKKA* Skinnaloftið Verslun Iðnaðardeildar (í gömlu Gefjunarbúðinni) Opið til 25. janúar frá kl. 13-17. Enn er hægt að gera góð kaup. Úrval af mokkajökkum og mokkakápum. Góð mokkafíík er ódýrarí en margur heldur. Urval af mokkaskóm og mokkalúffum. Komið og skoðið. IDNAÐARDEILD SAMBANDSINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.