Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1985, Blaðsíða 7
14. janúar 1985 - DAGUR - 7 ótið innanhúss b-riðill: Hafnir, Sindri, Efling, Mýrdælingur c-riðill: Hvöt, Víkverji, Hvera- gerði, Ösp d-riðill: HSS, Þór Þ, Leiknir R, Vaskur Hinrik Þórhallsson. Hinrik þjálfar Vask Hinrik Þórhallsson, hinn gamalreyndi knattspyrnu- kappi úr KA hefur verið ráð- inn þjálfari Vasks í 4. deiid í sumar. „Hinrik ætlar að skipta um félag og þess vegna getur svo farið að hann leiki með okk- ur ef á þarf að halda,“ sagði Sveinn Björnsson formaður Vasks í samtali við Dag. „Annars erum við fyrst og fremst að tryggja okkur þjálfara með þessari ráðn- ingu, og við erum ákveðnir í að sigra í. 4. deildinni í sumar. Æfingar hefjast úti mjög fljótlega og það verður æft þrisvar í viku.“ Þess má að lokum geta að aðalfundur Vasks verður haldinn í fundarsal ÍBA við Laugargötu föstudaginn 25. febrúar. Riðlaskiptingin fór þannig fram að fyrst var sterkustu liðunum frá fyrra ári raðað í riðlana, en hin síðan dregin inn. Ef við lítum á 1. deildina þá virðist sem bæði KA og Þór eigi að hafa nokkra sigurmöguleika í sínum riðlum. Annars er innan- hússboltinn oft tilviljanakenndur svo vandasamt er að vera með nokkra spádóma í sambandi við þetta mót. í kvennaflokki hafa 16 félög tilkynnt þátttöku, en þegar við höfðum samband við skrifstofu KSÍ um heigina hafði ekki verið raðað í riðla. Sú keppni fer fram um miðjan febrúar. Koma „Júkkarnir“? Enn mun óvíst hvort einn landsleikjanna þriggja sem Júgóslavar leika hér á landi í næsta mánuði verður háður á Akureyri. Eins og Dagur skýrði frá í síð- ustu viku, stendur til að einn leikjanna verði á Akureyri, og hefur HSf verið gert ákveðið til- boð þar að lútandi, ferð landslið- anna hingað norður HSÍ að kostnaðarlausu og að auki fær HSÍ 100 þúsund krónur. Álíka tilboð mun hafa borist frá Vestmannaeyjum og standa málin þannig í dag að leikurinn verður annað hvort háður þar eða á Akureyri. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ var á Akureyri fyrir helgina og ræddi þá þessi mál við forsvarsmenn handboltans í bænum, en nú bíða menn bara eftir endanlegri ákvörðun stjórnar HSÍ í málinu. 500. leikurinn Þorleifur Ananíasson hand- knattleiksmaður í KA mun á næstunni leika sinn 500. leik í meistaraflokki fyrir félagið. Til þessa hefur aðeins einn ís- lendingur náð þeim merka áfanga að leika svona marga leiki fyrir sama félag í meistaraflokki. en það er Birgir Björnsson FH og fyrrum þjálfari KA. Síðar náði svo Karl Jóhannsson þessu tak- marki, en það var með tveimur félögum, KR og HK. Heyrst hefur að eitthvert til- stand verði í kringum þennan merkisáfanga Þorleifs, en 500. leikurinn mun verða í febrúar. Hefur verið rætt um að setja upp sérstakan leik að þessu tilefni en ekki mun hafa verið ákveðið hverjir stíga þá fram á fjalir íþróttahallarinnar. Feðgarnir Björn Þór og Ólafur Björnsson hafa lítið getað verið á skíðum í vetur. Vandræöaástand hjá skíðamönnum „Þetta er alveg afleitt því að okkar fyrir keppnistímabilið,“ þetta er sá tími sem við höfum sagði Björn Þór Olafsson tekið í það að undirbúa lið skíðamaður og þjálfari í Ólafs- firði er við ræddum við hann um snjóleysið þar sem annars staðar á landinu. bson á sjúkralistann! gervigrasvelli QPR sem sannaði þarna ágæti sitt. Tottenham varð fyrra til að skora er Garth Crooks laumaði inn sínu 7. marki í jafn- mörgum leikjum. Gary Bannist- er jafnaði fyrir hlé og í upphafi síðari hálfleiks var hann aftur á ferðinni. Tottenham var hins vegar ekki á þeim brókunum að gefast upp og stuttu síðar náði hinn öflugi leikmaður Mark Falco að jafna metin. Urslitin gerðu það að verkum að Totten- ham er tveimur stigum á eftir Everton en þessi lið mætast í stórleiknum á laugardaginn kem- ur og vinni Everton þá nær liðið 5 stiga forskoti. Á hinum feiknastóra leikvangi Old Trafford í Manchester voru mættir leikmenn Coventry sem sitja aftarlega á 1. deildar mer- inni. Reiknað var með öruggum sigri United þar sem Coventry- liðið hefur ekki leikið árangurs- ríka knattspyrnu. En aumingja leikmenn United höfðu ekki heppnina með sér að þessu sinni. Eftir að þeir höfðu hreinlega átt leikinn náði Coventry sókn og hinn smávaxni Terry Gibson plataði hina þunglamalegu varn- armenn United upp úr skónum og skoraði eina mark leiksins. Til að auka á niðurlægingu United meiddist besti leikmaður liðsins Brian Robson og varð að flytja kappanna á sjúkrahús en hann fór úr axlarlið í leiknum. Aukast nú vandræði United til muna því Robson hcfur verið yfirburða- maður liðsins. Er reiknað með því að hann verði a.m.k. mánuð á sjúkralista. Meiðsli Robson munu án efa setja enska landsliðseinvaldinn í klípu, því enska landsliðið hefur að miklu leyti verið byggt upp í kringum Robson. Annar maður í enska landsliðshópnum, Dave Watson varð einnig að fara á sjúkrahús á laugardag. Watson er einn af leikmönnum Norwich sem á laugardag vann sigur á Southampton. John Dehan skor- aði eina markið. Sheffield Wednesday er nú komið í 4. sæti eftir góðan sigur á WBA. Chapman skoraði fyrsta mark Wednesday eftir sendingu Mel Sterland. I síðari hálfleik bætti Imre Varady öðru marki við. Heldur hefur þetta verið brös- ótt vika hjá Leicester. Liðinu hefur verið gert að leika bikarleik sinn gegn Burton Albion að nýju en leikinn vann Leicester 6:1. Þar varð markvörður Burton fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að rotast eftir að hafa fengið pund í hausinn og kappinn hafði ekki hugmynd um hvernig leiknum lyktaði eða hversu mörg mörk hann hafði fengið á sig. Á laugar- daginn gerði Leicester síðan jafn- tefli við botnlið Stoke 0:0. í 2. deild heldur Blackburn forustunni eftir 1:1 jafntefli við Grimsby. Chris Thompson kom Blackburn yfir, Gary Lund jafn- aði. Man.City er á hraðferð upp stigatöfluna og á laugardag vann liðið góðan sigur á Huddersfield. A.B. „Við höfum afskaplega lítið gert, höfum aðeins reynt að finna okkur smábletti til þess að geta farið á gönguskíði en alpagrein- arnar hefur ekkert verið hægt að stunda og lyftur hafa ekkert verið settar í gang hérna ennþá. Svo skellur keppnistímabilið yfir ef þá það verður nokkur snjór og á þeim tíma er keppt svo stíft að það er ekkert hægt að byggja upp þá. Ég man ekki eftir svona tíð. Reyndar var snjóléttur vetur 1964-1965 en venjan hefur verið sú hér í Ólafsfirði að við höfum getað farið á skíði í nóvember, þá hefur verið kominn snjór og hann hefur haldist.“ Ólafsfirðingar hafa ráðið Mar- gréti Baldvinsdóttur til að sjá um þjálfun alpagreinaliðs þar í bæn- um og þeir Haukur Sigurðsson og Björn Þór ætla að sjá um nor- rænu greinarnar. Þeirra vegna vonum við að úr rætist með snjó- inn þótt eflaust séu þeir margir sem fagna snjóleysinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.