Dagur - 14.01.1985, Síða 1

Dagur - 14.01.1985, Síða 1
TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI Litmynda- framköllun FILMUhúsio AKUREYRI Akureyri, mánudagur 14. janúar 1985 68. árgangur 5. tölublað Þessar föngulegu menntaskólastúlkur sökktu sér niður í tölvufræðin uppi í Menntaskóla, en þar nýtur tölvukennslan nú mikilla vinsælda og allir nem- endur skólans fá einhverja innsýn í þessa nýju tækni, mismikla eftir deildum. Mynd: HS Staðbundið út- varp á Akureyrí Líkur eru á að staðbundinn út- varpsrekstur hefjist 1. mars á vegum RÚVAK. Fyrst í stað verður aðeins útvarpað í klukkutíma á dag, hálftíma fyrir hádegi og hálftíma síð- degis. Jónasi Jónassyni hefur verið falið að annast undirbúning máls- ins og á föstudag var m.a. fundur með starfsmönnum RÚVAK vegna þessa máls. Um svipað leyti má búast við að Rás 2 verði komin norður þannig að um þrjár rásir verður þá að velja fyrir Ey- firðinga. Nú í vikunni eru væntanlegir menn frá Pósti og síma til mæl- inga vegna sendistöðvarinnar sem komið verður upp. HS „Vantar fé til flug- valla um allt land“ - segir Pétur Einarsson, flugmálastjóra, sem spáir „heljarstökki" í fjárveitingum næsta ár „Flugráð setti fram tillögur um 172 milljónir dl framkvæmda við flugvelli landsins á þessu ári en fékk 57,5 milljónir, á sama tíma og Vegagerðin er með á milli 900 og 1.000 millj- ónir,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er við ræddum við hann. Tilefnið var að engu fé er varið í malbikun og lagn- ingu hitalagna í flugvöllinn á Sauðárkróki á þessu ári, en farið hafði verið fram á 22 milljónir til þess verks. „Þótt farið hafi verið fram á 172 milljónir þá segir sú tala lítið í sjálfu sér, hún hefði allt eins getað verið 1.720 milljónir miðað við þörfina," sagði Pétur. „Pað er jú rétt að ekkert fé er sett í völl- inn á Sauðárkróki á þessu ári og er það miður að sjálfsögðu þegar tekið er tillit til að um varaflug- völl er að ræða. Hins vegar má benda á að það vantar fé í flugvelli um allt landið. Við erum með 32-34 flug- velli þar sem áætlunarflug fer fram allt árið og á mörgum þess- um stöðum er ekki lágmarksút- búnaður, það vantar brautir í rétta lengd og rétta breidd og girða þær af svo dæmi sé nefnt. 57,5 milljónir segja lítið ef við horfum á þetta. Hins vegar er ég alveg viss um að það verður heljarstökk í fjár- veitingum til flugmála á næsta ári. Langtímanefnd er starfandi sem er að vinna úttekt varðandi þessi mál og hún skilar væntan- lega af sér síðari hluta þessa árs og vonandi kemur lagasetning í kjölfarið, álíka og vegaáætlunin. Ef það gerist er ég sannfærður um að það verður mikið framfara- stökk í flugmálum strax á næsta ári,“ sagði Pétur. gk-. Langt í líf- efnaiðnaðinn? Lífefnaiðnaður var til umræðu á fundi atvinnumálanefndar, starfshóps um lífefnaiðnað og fulltrúa nokkurra fyrirtækja, sem haldinn var á Akureyri á þriðjudag. 17 manns voru á fundinum og var þar rætt vítt og breitt um þessi mál. Að sögn Páls Hlöðvessonar, sem sæti á í atvinnumálanefnd bæjarins, verður fljótlega haldinn fundur aftur um málið. Hann sagði að menn hefðu verið mjög jákvæðir en hugmyndir hins veg- ar nokkuð reikandi. Menn væru mjög leitandi í þessum efnum, enda um fjölbreytt svið að ræða. Komið hefur til tals að efna til einhvers konar tilraunastofu, þar sem tilraunir yrðu gerðar með líf- tækni og í sambandi við notkun hennar í fullvinnslu matvæla. Vart er við því að búast að nokkuð afgerandi gerist í þessum málum á næstunni, þ.e. að líf- efnaiðnaður verði atvinnugrein sem verulega kveði að. Til þess að svo geti orðið þarf langan undirbúningstíma og mikið rann- sóknastarf. HS Mun minni kostnaður við snjómokstur Allt bendir til þess að veturinn ætli að verða mjög hagstæður bæjaryfírvöldum á Norður- Stærstu fyrirtæki norðanlands: Kaupfélög í efstu sætum 150 þúsund til könnunar áhagkvæmni útgerðar Bæjarráð hefur samþykkt að verja 150 þúsund krónum úr framkvæmdasjóði til könnunar á hagkvæmni út- gerðar skipa frá Akureyri til rækjuveiða o.fl. Um er að ræða athugun þá sem greint hefur verið frá í Degi um að stofna útgerðar- félag almennings og fyrirtækja á Akureyri um rekstur rað- smíðaskipanna tveggja sem eru í smíðum í Slippstöðinni. HS upp Kaupfélag Eyfírðinga er 8. stærsta fyrirtæki landsins ef miðað er við veltu ársins 1983, samkvæmt lista tímaritsins Frjálsrar verslunar yfír stærstu fyrirtækin það ár. Síðast þegar þessi úttekt var gerð var KEA 7. á listanum en nú hefur ís- lenska álfélagið skotist fyrir. Ef hins vegar er miðað við fjölda slysatryggðra vinnu- vikna fer KEA upp í annað sæti á eftir Sambandinu og ef mið- að er við beinar launagreiðslur gerist það sama. Samkvæmt veltu er Landsbanki íslands hins vegar í öðru sæti yfír stærstu fyrirtækin. Önnur norðlensk fyrirtæki sem komast inn á listann eru (fyrri röð þeirra í sviga): Kaupfélag Skagfirðinga í 28. sæti (var i 27.), Kaupfélag Þingeyinga í 33. (33.), Útgerðarfélag Akureyringa í 35. (34.), Kaupfél. Húnv. og Söluf. A,- Hún. í 52. (48.), Slippstöðin hf. i 55. (54.), Kaupfélag V.-Húnv. Hvammstanga 80. (65.), Þor- móður rammi hf. 86. (104.), Fiskiðjusamlag Húsavíkur 88. (69.) Kaupfélag Svalbarðseyrar í 90. (86.) og K. Jónsson og Co. í 99. (112.). Þau norðlensku fyrirtæki sem næst koma eru Kísiliðjan, Kaup- félag N.-Þingeyinga, Kópaskeri, Rafveita Akureyrar, John Man- ville hf. á Húsavík, Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn og Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði. HS landi hvað varðar snjómokst- ur. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Guðlaugssonar hjá Ak- ureyrarbæ kostaði snjómokstur bæjarins árið 1983 um 3,2 millj- ónir og talan fyrir árið 1984 var svo til alveg sú sama. Sé Iitið nán- ar á skiptinguna þá kostaði moksturinn á tímabilinu janúar- apríl 1983 um 2 milljónir og moksturinn um haustið 1,2 millj- ónir. Sömu tölur 1984 eru 2,3 milljónir fyrri hluta ársins og um 900 þúsund síðari hlutann. Þess má geta að taxtar vinnu- véla hækkuðu verulega á þessu tímabili. Frá janúar 1983 til janúar 1984 nam þessi hækkun um 65%. ek-. Menn veigra sér við að skera alll niður“ í huust voru keypt líflömb á 5 bæi í Svarfaöardal þar sem riöuveiki hefur verið meira og minna í gangi undanfarna ára- tugi. Voru keypt hátt í 200 lömb frá Ströndum og úr Þist- ilfírði, og lætur nærri að bænd- urnir hafí greitt um hálfa millj- ón króna fyrir lömbin. Það að kaupa líflömb frá svæð- um þar sem riöu hefur ekki orðið vart og farga þess í stað öllunt lömbum á bæjunum í Svarfað- ardal þar sem riðan hefur vcrið, er sú leið sem fara á til þess að sporna við þessum vágesti, a.m.k. verður þetta gert í 2-3 ár í tilraunaskyni. Aö sögn Gunnars Jónssonar bónda á Brekku t' Svarfaðardal hefur riða verið meira og minna viðloðandi í dalnum frá 1930- 1940 og er ekkert lát á. „Ég held að það geti allt eins endað með því að það þurfi að farga öllu fé hérna til þess að komast fyrir þetta en menn veigra sér viö að skera allt niður," sagði Gunnar. Sjá nánar bls. 3.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.