Dagur - 16.01.1985, Page 9

Dagur - 16.01.1985, Page 9
16. janúar 1985 - DAGUR - 9 Frábært hjá judóstrákunum Akureyringar slógu heldur betur í gegn á drengjameist- aramóti íslands í júdó sem haldið var í Reykjavík um helgina, en þar kepptuy 9-14 ára júdóstrákar víðs vegar af landinu, alls 78 strákar. Sem dæmi um frammistöðu Akureyringanna má nefna að af 8 gullverðlaununum hirtu þeir 6, þeir tóku helminginn af 8 silfur- verðlaununum og 7 af þeim 15 bronsverðlaunum sem í boði voru. Samtals unnu Akureyring- arnir því til 17 verðlauna af 31 á mótinu. Margir piltanna vöktu mikla athygli vegna frammistöðu sinnar, en enginn þó eins og Gauti Sigmundsson sem keppti í 11-12 ára flokki. Þessi ungi piltur sýndi á mótinu slík tilþrif að með ólíkindum má telja af ekki eldri júdómanni og voru menn hrein- lega gapandi af undrun yfir frammistöðu hans. En lítum þá á hvaða Akureyringar komust á verðlaunapall, en þeir voru sem fyrr sagði 17 talsins af þeim 21 keppanda sem fór til mótsins frá ÍBA. í -t-34ra kg flokki 9-10 ára sigr- aði Júh's Arnarson og Kristófer Einarsson varð í 2. sæti. í +34ra kg í þessum aldursflokki varð Rúnar Jósepsson annar og Guð- mundur Rafnsson þriðji. í +37 kg þyngdarflokki 11-12 ára hirtu Akureyringar öll verð- launin, Jón Ó. Árnason sigraði, Hans R. Snorrason annar og Gunnlaugur Sigurjónsson þriðji. Ekki voru yfirburðirnir síðri í 37^15 kg floicki 11-12 ára en þar voru 20 keppendur. Keppt var í fjórum fimm manna riðlum og komst sigurvegarinn úr hverjum riðli í undanúrslitin, og þessir fjórir voru allir úr ÍBA. Þeir enduðu síðan í þessari röð: Gauti Sigmundsson sigraði, Auðjón Guðmundsson annar, Baldur Jóhannsson og Stefán Guð- mundsson skiptu síðan með sér 3.-4. sætinu. í +45 kg flokki 13-14 ára sigr- aði Baldur Stefánsson ÍBA og Ólafur Herbertsson varð þriðji. í 45-58 kg flokki varð Árni Ólafsson þriðji og í +58 kg flokki vann Karl Jónsson og Trausti Harðarson varð þriðji. Það er því óhætt að segja að menn mótsins hafi komið frá Ak- ureyri og er Ijóst að um miklar framfarir er að ræða í þessari íþrótt. Þjálfari drengjanna er Jón Óðinn Óðinsson. Þór gegn UMFL Tveir leikir verða í 1. deildinni í körfuknattleik á Akureyri um næstu helgi. Leikirnir verða báðir á milli Þórs og UMFL sem er í neðsta sæti deildarinnar og hefur ekki hlotið stig. Leikirnir verða kl. 20.45 á föstu- dagskvöld og aftur kl. 13.30 á laugardag. Telja verður Þórsara nokkuð örugga með sigur í þess- um ieikjum, þó vonandi mæti leikmenn ekki til leiks að leikirn- ir séu unnir fyrirfram.. Skagamenn hefja titil- vömina á Akureyri Mótanefnd knattspyrnusam- bandsins mun nú fara yfir töfluna og sennilega gerir hún einhverjar smávægilegar breytingar á leikja- niðurröðun, sérstaklega með til- liti til þess að ekki séu margir leikir á sama stað f einu eins og svo auðveldlega getur komið upp á á höfuðborgarsvæðinu. i.ins og i iyrra Kemur pao i mui Þórsara að taka á móti Skaga- mönnum í 1. umferð 1. deildar keppninnar í knattspyrnu. Um helgina var töfludregið í 1. og 2. deild og er ljóst hvaða lið ieiKa saman i 1. umtero. deild eru það: Þór-Akranes Víkingur-Valur Fram-ÍBK Víðir-FH KR-Þróttur. l J. 12. deild leika saman í 1. umferð: KS-ÍBV UMFS-KA Fylkir-ÍBÍ Völsungur-Leiftur UMFN-UBK. sig úr KA! „Ég veit ekkert fyrir hvaða fé- lag ég mun keppa en ég ætla ekki að reyna að fara í Þór því ástandið er sennilcga ekkert betra þar en í KA. Ég vona bara að það verði stofnað hérna lyftingafélag í bænum eins og rætt hefur verið um og það félag verði aðili að ÍBA.“ - Þetta sagði Kári Elíson kraftlyftingamaður, en Kári sem hefur keppt fyrir KA hefur nú sagt sig úr félaginu. Við spurðum hann um ástæður þess. „Ég fór að finna það í fyrravor þegar stjórnarskipti urðu í félag- inu að andinn gagnvart okkur lyftingamönnum breyttist. Við vorum jafnvel látnir finna það að KA væri fyrst og fremst knatt- spyrnufélag og það var fyllilega gefið í skyn að við værum ekkert velkomnir þar. Ég fékk þó tvívegis styrk á ár- sagði inu 1983 til keppni erlendis. Síð- an er ég bað um styrk fyrir HM í haust ef mögulegt væri fékk ég neitun og þá var gefið í skyn að ekki yrði um slíkt að ræða fram- vegis, þeir væru hættir að styrkja einstaklinga. Mér fannst því rök- rétt framhald að hugga þessa menn með því að losa þá við mig og sagði mig því úr KÁ. Ég gerði það bréflega og e.t.v. má segja að ég hafi gert það að nokkru leyti með háðsglósum. Þannig óskaði ég knattspyrnu- mönnum félagsins alls góðs og kvaðst vona að þeir héldu sæti sínu í 2. deild næsta sumar án þess að það væri illa meint! Ég benti líka á þá staðreynd að ég hefði náð sambærilegum árangri í minni íþrótt t.d. á mótum er- lendis við þann árangur sem knattspyrnumenn KA hafa náð.“ - Hvaða mót eru framundan hjá þér? „Það eru Akureyrar- og ís- landsmót en það sem ég horfi aðallega til er Evrópumótið f Hollandi. Ég var í 2. sæti á síð- asta Evrópumóti og þótt ég hafi saxað nokkuð á Evrópumeistar- ann þá reikna ég ekki með því að vinna hann, heldur stefni að því að halda 2. sætinu." Íþróttasíðan sneri sér til aðal- stjórnar KA og spurðist fyrir um það hvort það væri stefna stjórn- arinnar að styrkja ekki íþrótta- menn í einstaklingsgreinum eins og Kári víkur að. Svar stjórnar- innar var á þessa leið: „Aðalstjórn KA lítur svo á að félagið sé deildaskipt og stjórnir viðkomandi deilda sjá um að reka þær og annast fjármál, þar með talið að greiða ferðakostn- að. Aftur á móti fara peningar aðalstjórnar fyrst og fremst í að byggja upp aðstöðu og var millj- ónum varið til þeirra hluta á síð- asta ári eins og margir vita, og þeirra á meðal Kári Elíson. Þó skal tekið fram að þeir einstakl- ingar innan liðsins sem aðalstjórn hefur veitt styrki hafa verið lyft- ingamenn. Þar sem Kári hefur sérstaklega beint skeytum sínum að knatt- spyrnudeildinni skal tekið fram að sú deild hefur eigin stjórn og aðalstjórn hefur ekki styrkt ein- staka knattspyrnumenn til ferða- laga hvorki innanlands né utan síðastliðin ár. Þrátt fyrir að Kári Elíson hafi sagt sig úr KA óskum við honum góðs gengis sem og öðrum lyft- ingamönnum og vonumst til þess að þeir geti stofnað sitt eigið íþróttafélag á Akureyri eins og hugur þeirra virðist stefna til. Þá ættu ekki að koma upp fjárhags- vandamál né fararstjóravanda- mál hjá þeim í framtíðinni.“ Hinrik Þórhallsson. „Fylgdi Mariner til Highbury" Við verðum víst að gera smá undantekningu að þessu sinni. Hinrik Þórhallsson sem hefur verið á blaöi hjá okkur sem Ips- wich-maður hefur nefnilega skipt um fclag í enska boltanum eins og reyndar hérna heima eins og reyndar hérna heima. Svo seint koin þetta í Ijós að ekki var hægt að finna annan Ipswich-mann í fljótheitum. „Ég var búinn að halda með Ipsnich nokkuö lengi og hélt mikið upp á Paul Mariner. Svo þcgar hann fór til Arsenal var ég iiú ckki fastari stuðnings- maður Ipswich en það að ég fylgi Mariner yfir á High- bury,“ sagði Ilinrik er við rædduiii við hann uin ástæð- urnar. „Ætli við segjuin ekki aö Arsenal vinni deildina, ég get ekki verið þckktur fyrir annað. Þaö vcrða þarna finun lið sem bcrjast, Arsenal, Tottenham, Everton, Liverpool og Man- chester IJnited." Og þá lítum við á spá Hinriks: Chelsea-Arsenal I Ipswich-West Ham 1 I.iverpool-Norwich I N.Forest-Shcff.Wed. I Stoke-Luton x Tottenham-Everton x Watford-Man.Utd. x Harnsley-Grimsby I Middlcsb.-Portsmouth \ Oxford-Huddersfíeld 1 Sheff.Utd.-Wolves x Schrewsbury-Kiilham \ Árni með 3 rétta Árni Jónsson QPR-maður náði ekki nenia þremur reltum i sið- ustu viku. Reyndar var sáralítið spilað af þeim leikjum sem á seðlinum voru og kom þá til kasta einhverra spekinga i Englandi að segja forráða- mönnum Gctrauna á Islandi hvernig úrslitaröð skyldi vera! Þess varð Árni aö gjaldu eins og svo margir aðrir. Stuða efstu inannu er þannig að Sigurður Pálsson er meö 6 réttu. og siöun koma 5 speking- ar með 5 rétta hver. 1—X—2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.